Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2008, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 17.04.2008, Qupperneq 72
44 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Vefmiðillinn Boston.com greinir frá því á heimasíðu sinni að ofurfyrirsætan Gisele Bünd- chen verði hugsanlega nýjasta fylgdarmær ólíkindatólsins og mojo-kóngsins Austin Powers. Gisele er ekki ókunnug því að eiga í sambandi við hjartaknúsara af bestu gerð því hún var sem kunnugt er unnusta Leonardo DiCaprio og er nú kærasta ruðningshetjunnar Tom Brady. Bündchen hefur komið við sögu á hvíta tjaldinu áður og lék meðal annars lítið hlutverk í The Devil Wears Prada að ógleymdri amerísku endurgerðinni á Taxi. Sem hún vill eflaust gleyma sem allra, allra fyrst. Talið er að Mike Myers, skapari hins breska njósnara, og framleið- andinn Jay Roach séu að leita að aðalkven- persónunni í fjórðu myndinni og að Gisele sé þar efst á blaði. Bündchen yrði ekki í slæmum félagsskap ef hún féllist á hlutverkið því meðal annarra leikkvenna sem hafa verið Powers innan handar eru söngkonan Beyoncé, Elisabeth Hurley og Heather Graham. Gisele í lið með Beyonce og Hurley ÓLÍKINDATÓL Mojo-kóngurinn Austin Powers er væntanlegur á hvíta tjaldið í fjórða sinn. > ALLT LEKUR HJÁ SATC Ekkert lát er á fréttum um söguþráð Sex and the City-myndarinnar eða Beðmál- um borgarinnar. Nú síðast greindi New York Post frá því að Carrie og Mr. Big myndu hugsanlega gifta sig, Samantha flytti til Los Angeles og Miranda kæmist á snoðir um fram- hjáhald eiginmanns síns. Að ekki sé talað um Charlotte sem á víst von á barni. NÝTT AFL Gisele gæti orðið Powers innan handar í fjórðu myndinni. Fornleifafræðingurinn Henry Walton Jones Jr., betur þekktur sem Indiana Jones, snýr aftur í sumar. Harrison Ford hefur dustað rykið af gamla hattinum, svipunni og leðurjakkanum, aðdáendum Indiana Jones til mikillar gleði. Nítján ár eru liðin síðan Jones- feðgarnir riðu út í sólarlagið í Indiana Jones and the Last Crusade. Þá hafði þeim tekist að vernda hið heilaga gral og sigrast á valdagræðgi þriðja ríkisins. Og deilt ástum með sömu konunni en það er svo sem aukaatriði. Flestir aðdáendur Indiana og félaga voru nokkuð sáttir við þessa endalok, honum hafði jú tekist að afhjúpa ótrúleg leyndarmál á ferðum sínum um heiminn og meira að segja frelsað fátæka Indverja í neyð um leið. En bæði George Lucas og Harrison Ford vildu framhald þrátt fyrir að Spielberg teldi að þríleikur væri nóg og menn ættu að snúa sér að öðru. „En ég gat ekki leyft þeim að gera fjórðu myndina bara tveir og þeir voru svo ákveðnir að ég varð bara að vera með,“ sagði Spielberg í kvikmyndablaðinu Empire á dögunum. Vafalítið hefur það hjálpað Spielberg að taka ákvörðun að ferill Harrison Ford hefur tekið djúpa dýfu síðan hann kynntist hinni horuðu Cal- istu Flockhart. Og hann þurfti verulega á góðum smelli að halda. Selleck fyrsta val Sagan segir að Steven Spielberg hafi dag einn komið að máli við George Lucas og sagst vilja gera svona James Bond-mynd. Félag- arnir ræddu málin á Hawaii skömmu eftir frumsýningu fyrstu Star Wars-mynd- arinnar og Lucas tók vel í hug- mynd Spiel- bergs. Hann sannfærði hins vegar leikstjór- ann um að hann hefði eitthvað mun betra í huga sem gæti jafnvel slegið við breska leyniþjónustumann- inum. Og úr varð sagan af Indiana Jones og leit hans að forboðnum forngripum, yfirleitt í kapphlaupi við gráðugan óþjóðalýð eða jafnvel bara nasista. En Ford átti í upphafi ekkert að vera Indiana Jones. Þrátt fyrir að Spiel- berg hafi viljað fá leikar- ann á þá þvertók Lucas fyrir slíkt. „Ég vil ekki að Ford verði einhver Robert De Niro-leikari hjá mér,“ á Lucas að hafa sagt og vísaði þar til blómlegs samstarfs þeirra Martin Scorsese og De Niro. Að endingu var Tom Sell- eck ráðinn og tökuvélarnar settar í startholurnar. En for- ráðamenn sjónvarpsþáttarins Magnum P.I. settu Selleck stólinn fyrir dyrnar þegar tökur voru um það bil að hefjast enda náði þáttur- inn nýjum hæðum í vinsældum. Og þá voru góð ráð dýr, rétt eins og þegar vantaði Han-Solo í Star Wars. Spielberg nefndi nafn Fords á nýjan leik og sökum þess hversu stutt var í tökur féllst Lucas á það, og sér væntanlega ekki mikið eftir því. Ford hefur tekist að gera leðurjakk- ann, hattinn og svipuna að ein- hverjum þekktustu vörumerkjum í heimi kvikmyndanna. Til gamans má geta að jakkinn og hatturinn eru geymdir á Smith- sonian-safninu í Washington til varð- veislu. Leyndin gulls ígildi Lítið hefur verið gefið upp um söguþráðinn í Indiana Jones and The Kingdom of Crystal Skull. Vitað er að hið dularfulla svæði 51 í eyðimörk Nevada-ríkis kemur eitthvað við sögu, illmennin eru rússnesk, Jones á son og að sagan gerist í kringum 1957. Að ekki sé minnst á að Indiana er enn að kenna forn- leifafræði en aðeins stunda- kennslu eins og kemur fram í myndbrotinu. Þegar blaðamaður Empire fékk að fylgjast með tökum fékk hann lítið upp úr þeim Spielberg, Lucas og Ford um söguþráðinn. „Þeir svöruðu öllum mínum spurning- um eins og hinir bestu stjórnmála- menn, viku sér undan eins og sannir pólitíkusar,“ skrifar hann. Framleiðandinn Frank Marshall sagði í blaðinu að það að halda ein- hverju leyndu væri eitt erfiðasta verkefnið á upplýsingaöldinni. „Og þess vegna erum við svo ánægðir með að hafa getað haldið söguþræðinum leyndum og áhorf- endum á tánum,“ sagði Marshall við Empire. Hins vegar er alveg ljóst að biðin eftir fjórðu myndinni er orðin spennuþrungin. Þegar fyrsta myndbrotið kom á netið horfðu tæplega tvö hundruð milljónir manna á það fyrsta daginn. Og það er því ekki að undra að Indiana Jones and the Kingdom of Crystal Skull skuli vera kölluð einhver mest spennandi endurkoma síð- ustu ára. freyrgigja@frettabladid.is Endurkoma 21. aldarinnnar INDY MÆTTUR AFTUR Kvikmyndin um Indiana Jones verður frumsýnd í lok maí hér á landi. Reikna má með að hún slái einhver aðsóknarmet í Bandaríkjunum. JAKKINN OG HATTURINN Þessir tveir hlutir eru vel varðveittir í Smithsonian-safninu í Wash- ington. Forgetting Sarah Marshall Peter Bretter og sjónvarpskonan Sarah Marshall eru hamingjusöm og ástfangin. Marshall er um það bil að slá í gegn í sjónvarpinu og þegar það gerist lætur hún Bretter fjúka. Til að ná áttum í lífi sínu og tilveru ákveður Brettar að fara á sólríka og exótíska strönd og er staðráðinn í að gleyma unnustu sinni. Honum til mikillar undrunar hafði Sarah líka ákveðið að fara til heitu landanna og því miður fyrir Bretter, er hún með nýja kærastann hjá sér. Leikstjóri: Nicholas Stoller Aðalhlutverk: Jason Segel og Kristen Bell Niðurstaða IMDB: 8,2/10 In the Valley of Elah Gamli hermaðurinn Hank Deerfield fær kvöld eitt símhringingu um að sonur hans sé týndur. Hann var á leiðinni heim eftir að hafa barist í Írak en hverfur sporlaust skömmu eftir að hann er kominn út af herstöð- inni. Deerfield ákveður sjálfur að rannsaka málið og kemst á snoðir um að ekki sé allt með felldu. Lík sonarins finnst síðan illa útleikið úti í eyðimörkinni og Deerfield unir sér ekki hvíldar fyrr en hann kemst til botns í málinu, sama hvað það kostar. Leikstjóri: Paul Haggis Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Charlize Theron og Susan Sarandon Niðurstaða IMDB: 7,6 / 10 Awake Talið er að einn af hverjum 700 Bandaríkjamönnum vakni á meðan þeir eru í aðgerð. Eru þeir þá í svoköll- uðu „anesthetic awareness“, fullkomlega lamaðir en meðvitaðir um hvað er að gerast. Og þetta gerist fyrir Clay Beresford í miðri hjartaaðgerð. Eiginkona Sam Lockwood þarf í kjölfarið að taka mikilvæga ákvörðun og um leið að berjast við gamla drauga úr fortíðinni. Leikstjóri: Joby Harold Aðalhlutverk: Jessica Alba, Hayden Christiansen og Terence Howard Niðurstaða IMDB: 6,5 / 10 FRUMSÝNDAR UM HELGINA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.