Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2008, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 17.04.2008, Qupperneq 80
52 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Landsliðsmarkvörður- inn Birkir Ívar Guðmundsson mun yfirgefa herbúðir þýska úrvalsdeildarliðsins Tus N- Lübbecke næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Birkir Ívar viðurkennir að dvölin hjá félaginu hafi ekki verið alveg eins og best verður á kosið. „Ég kom náttúrlega til Tus N- Lübbecke með þeim vonum og væntingum að ég væri að ganga til liðs við félag sem ætti eftir að vera um miðja deild og þar fyrir ofan. Við vorum hins vegar í harðri fallbaráttu í fyrra og það sama er uppi á teningnum í ár. Handboltalega séð hefur dvölin því valdið vonbrigðum en utan vallar hefur allt verið mjög fínt,“ sagði Birkir Ívar, sem hefur ekkert ákveðið með framhaldið. „Það væri glórulaust að loka á einhverja möguleika þegar maður hefur ekki ákveðið sig og hvort sem tilboð berast frá Þýskalandi, Spáni, Danmörku eða Íslandi mun ég fara vel yfir þau í rólegheitun- um. Nú þegar hafa nokkrir aðilar frá Íslandi heyrt í mér hljóðið og tekið stöðuna og Viggó Sigurðs- son, nýráðinn þjálfari Fram, er til að mynda einn af þeim. Ég hef hins vegar sagt öllum þessum aðilum að ég sé ekkert búinn að ákveða með framhaldið,“ sagði Birkir Ívar. - óþ Birkir Ívar á lausu í sumar: Viggó er búinn að hringja EFTIRSÓTTUR Nokkur íslensk lið vilja ólm fá Birki Ívar Guðmundsson í sínar raðir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Sveinbjörn Pétursson, tvítugur markvörður Akureyringa í N1-deild karla í handbolta, hefur blómstrað eftir að hann fékk meiri ábyrgð í vetur. Sveinbjörn hefur meðal annars varið fimm sinnum yfir tuttugu skot í síðustu sjö leikjum. „Ég er búinn að finna mig mjög vel eftir áramót. Ég hef þurft að taka ábyrgð og mér finnst það hafa þroskað mig mikið og hjálpað mér í mínum leik,“ segir Svein- björn. „Hreiðar var með okkur í fyrra og þá var maður meiri varaskeifa. Ég hef bara þurft að standa mig fyrir liðið og mér líkar það best að hafa ábyrgð á mínum herðum,“ segir Sveinbjörn, sem heldur þó áfram góðu sambandi við Hreiðar. „Ég hef verið í miklu sambandi við Hreiðar Guðmundsson eftir að hann fór út og það hefur hjálpað mér mikið í vetur að eiga líka ein- hvern sem ég get leitað til,“ segir Sveinbjörn. Akureyrarliðið á enn möguleika á 5. sæt- inu en það er sex stigum á eftir Stjörn- unni. „Við viljum klóra okkur upp í fimmta sætið. Það hefur vantað meistaraheppnina hjá okkur í vetur og það er munurinn á okkur og mörgum liðanna fyrir ofan okkur að þau hafa náð að klára þessa jöfnu leiki ólíkt okkur,“ segir Sveinbjörn en hann er einn af mörgum ungum mönnum í liðinu. „Við erum nokkrir ungir strákar sem höfum fengið mikið að spila í vetur og það sést bara að þegar maður fær að spila sem mest þá þróast maður og þroskast mest sem leikmaður,“ segir Sveinbjörn, sem stefnir hátt. „Ég ætla að leggja hart að mér í sumar og bæta það sem bæta þarf í mínum leik en svo kemur það í ljós hvernig maður verður næsta vetur. Ég horfi til þess að verða vonandi kominn í æfingahóp hjá landsliðinu eftir ár,“ segir Sveinbjörn og þjálfarinn er ánægður með hann. „Sveinbjörn er búinn að standa sig frábærlega í vetur. Hann er allt önnur markmannstýpa en við eigum en hann hefur ekki fengið nægilega mikla náð hjá landsliðseinvöldunum í Reykjavík. Hann er snöggur og sterkur, spriklar minna og ver bolt- ana. Hann þyrfti bara að komast í markmannsskóla því hann er þrælöflugur náungi sem á framtíðina fyrir sér ef hann leggur allt í þetta,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. SVEINBJÖRN PÉTURSSON, MARKVÖRÐUR AKUREYRAR: HEFUR BLÓMSTRAÐ EFTIR ÁRAMÓT Er í miklu sambandi við Hreiðar Guðmundsson > Íslendingar gera það gott á EM Íslenskir keppendur eru að gera frábæra hluti á Evrópumót- inu í badminton sem fram fer í Herning í Danmörku þessa dagana. Tinna Helgadóttir, sem er númer 256 á heimslist- anum, stal senunni í gær þegar hún sigraði spænsku bad- mintonkonuna Lucia Tavera, 81. á listanum, í fyrstu umferð einliðaleiks. Ragna Ingólfsdóttir, 59. á listanum, gerði einnig frábæra hluti og vann hina ítölsku Agnese Allegrini, 41. á listanum, í 64-manna úrslitum. Þær stöllur leika í 32-manna úrslitum í dag. Þá tryggði Tinna sér einnig í 16-liða úrslit í tvenndarleik ásamt Helga Jóhannessyni í gær og mæta þau sterku bresku pari í dag. TÖLFRÆÐIN Keflavík-ÍR 93-73 (52-38) Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 23 (7 fráköst), Tommy Johnson 13, Jón Norðdal Hafsteinsson 12 (7 fráköst), Bobby Walker 10 (6 fráköst, 9 stoð- sendingar), Magnús Þór Gunnarsson 10, Arnar F. Jónsson 9, Sigurður G. Þorsteinsson 9, Þröstur L. Jóhannsson 5, Axel Þ. Margeirsson 2. Stig ÍR: Nate Brown 23 (6 fráköst, 6 stoðsendingar), Tahirou Sani 15 (7 fráköst), Sveinbjörn Claessen 14 (6 fráköst), Eiríkur Önundarson 14, Hreggviður Magnússon 5 (6 fráköst), Ómar Sævarsson 1 (5 fráköst), Ólafur Sigurðsson 1. KÖRFUBOLTI Keflavík varð í gær- kvöldi fyrsta karlaliðið til þess að koma til baka eftir að hafa lent 0-2 undir í einvígi í úrslitakeppni. Keflavík vann 20 stiga stórsigur á ÍR, 93-73, og vann því þrjá síðustu leiki með samtals 71 stigi. „Karlinn getur líka spilað, það vissu bara ekki allir af því,“ sagði Keflvíkingurinn Gunnar Einars- son sem átti sannkallaðan stórleik. Líkt og í síðustu leikjum hélt hann Hreggviði Magnússyni niðri en nú var hann einnig sjóðheitur í sókn- inni og endaði með 23 stig þar sem að hann setti niður 9 af 12 skotum sínum. „Ég vissi ekki að þetta ætti að vera maður á mann einvígi en ég er búinn að stoppa Hregga, stopp- aði hann líka í dag og svo sýndi ég líka að ég get skorað helling,“ sagði Gunnar sem hefur verið lengi í baráttunni með Keflavík en hann man ekki eftir öðru eins. „Ég er búinn að vera í þessu í sextán ár og man ekki annað eins. Ég held að við höfum verið að setja með þessu met og það er gaman að taka þátt í því,“ sagði Gunnar sem skoraði 18 stigum meira en Hreggviður í leiknum í gær. „Það smellur allt hjá okkur og við fórum að berjast af mikilli hörku. Það er kannski verið að væla undan okkur en það er hluti af körfubolta að spila eins fast og dómarinn leyfir. Við erum líka með þannig lið að það getur hver sem er komið inn og átt stórleik og það sýndi sig í þessari seríu,“ sagði Gunnar. Keflavík tók frumkvæðið strax í byrjun, leikmenn liðsins voru heitir fyrir utan þriggja stiga lín- una og lögðu síðan endanlega grunninn að sigrinum með því að halda ÍR-liðinu körfulausu fyrstu 8 mínúturnar í lokaleikhlutanum sem Keflavík vann 20-3 og komst 25 stigum yfir. Keflavík skoraði alls þrettán þriggja stiga körfur í leiknum eitthvað sem fór illa með ÍR-liðið sem gekk lengstum mjög illa að skora úr uppsettum sókn- um. „Við spiluðum ágætlega framan af en síðan vorum við að gera takt- ísk varnarmistök á móti þessu gríðarlega öfluga skotliði. Þeir voru að setja það niður enda voru þeir með gríðarlega hittni hérna í kvöld,“ sagði ÍR-ingurinn Hregg- viður Magnússon eftir leikinn. „Ég er með hjartað í buxunum og ég er bara niðurbrotinn maður að vita til þess að við vorum komn- ir með litlu tána inn fyrir dyrnar. Við vorum með algjöra yfirhönd og búinn að sigra þá sannfærandi en síðan förum við inn í leik þrjú og töpum honum mjög illa,“ sagði Hreggviður Magnússon sem komst lítið áleiðis eins og í síðustu leikjum og endaði með aðeins fimm stig. Nate Brown skilaði sínu í liði ÍR og þeir Sveinbjörn Claessen og Eiríkur Önundarson áttu einnig góðan leik en það var ekki nóg. Hjá Keflavík vann Gunnar frábær en eins átti Jón Norðdal Hafsteins- son mjög fínan leik og þá var allt liðið að spila sem ein heild í vörn sem sókn og á slíkum degi eru þeir illviðráðanlegir. Á endanum voru það sjö leikmenn sem skoruðu 9 stig eða meira í leiknum í gær. „Það var aldrei efi og þú sérð það að maður stendur við stóru orðin,“ sagði Magnús Þór Gunn- arsson, fyrirliði Keflavíkur, sem spáði einvíginu 3-2 skömmu eftir tapið í öðrum leiknum. „Þetta er ótrúlegt lið og ég held að fólk átti sig ekki á því hvað við gerðum. Við lendum 2-0 undir á móti liði sem er með blússandi sjálfstraust en komum til baka og vinnum sannfærandi þrjá leiki í röð. Ég held að við áttum okkur á þessu heldur en þetta sýnir bara hvað þetta lið er ótrúlega gott,“ sagði Magnús sem var ekki áberandi í einvíginu en hann segir það ein- ungis lýsa styrk liðsins. „Ég fékk ekki neitt frítt skot í þessu einvígi og þurfti að vinna fyrir öllu mínu. Þeir náðu að taka mig ágætlega en hinir sýndu bara hvað við erum með gott lið. Þröst- ur kemur sterkur inn, Siggi stóri líka og gamli karlinn sýndi það að hann er að toppa á hárréttum tíma.“ Magnús er þegar byrjaður á sálfræðistríðinu á móti Snæfelli en fyrsti leikur er á laugardaginn. „Hlynur sagði allt er þegar þrennt er og það var rétt hjá honum því hann á eftir að tapa í þriðja sinn,“ sagði Magnús í létt- um tón og bætti við: „Þetta verður svakaleg sería, þetta verður mjög flott einvígi og svakalega gaman. Ég held samt að þeir séu skíthræddir við að mæta okkur því eins og fólk sér þá á ekkert lið roð í okkur,“ sagði Magnús að lokum. ooj@frettabladid.is Karlinn getur líka spilað sókn Keflavík fullkomnaði flottustu endurkomu í sögu úrslitakeppni karla með því að vinna þriðja stórsigurinn í röð á ÍR-ingum og slá þá út úr úrslitakeppninni. Keflvíkingar mæta Snæfellingum í lokaúrslitarimmu. VONLÍTIÐ Nate Brown átti að vanda góðan leik fyrir ÍR í gærkvöld en það dugði skammt þar sem aðrir mikilvægir leikmenn liðsins fylgdu ekki fordæmi hans. VÍKURFRÉTTIR STEMNING Það var brjáluð stemning á pöllunum í Sláturhúsinu í Keflavík í gærkvöld og áhorfendur tóku virkan þátt í leiknum og héldu uppi fjörinu frá upphafi til enda. VÍKURFRÉTTIR MAÐUR LEIKSINS Hinn gamalreyndi Gunnar Einarsson var með stórleik fyrir Keflavík í gærkvöld og skoraði 23 stig og hirti sjö fráköst og átti stóran þátt í sigri liðsins. VÍKURFRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.