Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2008, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 17.04.2008, Qupperneq 82
HANDBOLTI Það er heldur betur mikið undir í Framheimilinu í kvöld þegar Fram tekur á móti Val í N1-deild kvenna. Nái Fram að landa sigri er liðið svo gott sem orðið Íslandsmeistari. Tapi liðið aftur á móti leiknum opnast leið fyrir Stjörnuna að hrifsa af því tit- ilinn á lokasprettinum. „Ef við vinnum ætlum við að lyfta bikarnum í Strandgötunni tíu dögum seinna,“ sagði kraftaverka- maðurinn Einar Jónsson, þjálfari Fram, en hans lið er í þeirri sér- kennilegu stöðu að eiga ekki leik í lokaumferð mótsins og gæti því þurft að fylgjast með örlögum sínum úr stúkunni. Aftur á móti myndu sigrar gegn Val og svo næstneðsta liði deildarinnar, FH, gera það að verkum að Fram yrði meistari fyrir lokaumferðina. „Það væri ekki gott að tapa gegn Val og þurfa að treysta á aðra. Það viljum við ekki,“ sagði Einar, sem óttast ekki að hans unga lið fari á taugum í kvöld þegar stelpurnar fara í algjöran úrslitaleik þar sem allt er undir. „Ég óttast það ekkert. Við höfum leitt þetta mót frá áramótum og spilað hvern úrslitaleikinn á fætur öðrum og unnið oftar en ekki. Okkur hefur gengið vel gegn Val og ekki enn tapað á heimavelli í vetur. Það stendur ekki til að breyta því heldur ætlum við að klára síðasta heimaleikinn með stæl,“ sagði Einar en Fram hefur unnið allar rimmurnar gegn Val í deildinni. Valsliðið hefur valdið talsverð- um vonbrigðum í vetur. Var spáð toppbaráttu á meðan Fram var aðeins spáð sæti um miðja deild. „Þær ætluðu sér að vinna mótið og eru tölfræðilega enn með mögu- leika. Ég á ekki von á að þær gefi neitt eftir. Valsliðið er það best mannaða í deildinni að mínu mati og þær hafa eflaust engan áhuga á að færa okkur titilinn á silfurfati. Þær hljóta að berjast á meðan þær eiga enn von. Það er líka mikil pressa á þeim. Þær hljóta að mæta taugaveiklaðar og jafnvel stressaðri en við þar sem mótið er búið hjá þeim ef þær tapa,“ sagði Einar en hverju þakkar hann hið frábæra og óvænta gengi liðsins í vetur? „Takmark okkar fyrir mótið var að vera á meðal fjög- urra efstu. Gengið er framar vonum en ég vissi sem var hvað þessar stelpur gætu. Þær eru sigurvegarar og tímaspursmál hvenær liðið myndi springa út. Stelpurnar hafa lagt mikið á sig, sem og fólkið sem býr til frá- bæra umgjörð í kringum liðið. Ég eigna stelpunum og þessu góða fólki árang- urinn. Það er að upp- skera eins og það sáði,“ sagði Einar Jónsson. - hbg Kvennalið Fram getur sett níu fingur á Íslandsbikarinn takist því að leggja Val í Safamýri í kvöld: Ætlum að lyfta bikarnum í Strandgötu ÞÓREY RÓSA STEFÁNSDÓTTIR Hornamaðurinn snöggi hefur farið á kostum í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KRAFTAVERKAMAÐUR Einar Jónsson hefur unnið þrekvirki með ungt lið Fram í vetur en Framstúlkur hafa setið i bílstjórasætinu lengstum og geta svo gott sem tryggt sér titilinn í kvöld. Einar er lifandi á línunni eins og sjá má. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI N1-DEILD KVENNA Toppbaráttan Leikir Stig Fram 22 39* Stjarnan 21 35* Valur 21 34 * Stjarnan er með betri stöðu í inn- byrðisviðureignum gegn Fram. Leikir sem Fram á eftir: 17. apríl Fram-Valur 26. apríl FH-Fram Leikir sem Stjarnan á eftir: 19. apríl Fylkir-Stjarnan 26. apríl Grótta-Stjarnan 3. maí Stjarnan-Valur FÓTBOLTI Framherjinn David Villa hjá Valencia viðurkennir að hann sé mögulega að hugsa sér til hreyfings eftir tímabil vonbrigða á Spáni en Valencia er sem stendur í sextánda sæti af tuttugu liðum í La Liga. Villa hefur farið mikinn með Valencia eftir að hafa gengið til liðs við „Los Che“ árið 2005 og hefur nú þegar skorað 63 mörk á tæpum þremur tímabilum. „Ég horfi mikið á enska boltann og félagið sem ég hef mestar mætur á þar er klárlega Arsenal. Félagið spilar skemmtilegan einnar snertingar fótbolta með miklum hraða og það yrði algjört draumafélag fyrir mig og myndi henta mínum leik mjög vel. Agustin Morera, forseti Valencia, segir að hann muni selja mig í sumar ef gott tilboð berist og ég vil ólmur sanna mig í ensku deildinni,“ sagði Villa, sem játaði að hann myndi jafnframt vera til í að spila við hlið landa síns Fernando Torres.. - óþ David Villa, Valencia: Arsenal er mitt draumafélag EFTIRSÓTTUR Villa er tilbúinn að leita á ný mið eftir tímabil vonbrigða á Mest- alla-leikvanginum. NORDIC PHOTOS/GETTY Gleði í skólastarfi 13:00 Setning; Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra 13:10 Ávarp; Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna 13:20 „Vinátta barna“. dr. Fanny Jónsdóttir 14:00 Hlé – Hreyfing 14:20 „Jákvæðni – húmor og hlýlegt viðmót“. Edda Björgvinsdóttir, leikari 15:20 Kaffihlé 15:50 „ Í skólanum, í skólanum...„ Bjarni Ármannsson fyrrverandi skóladrengur og núverandi faðir 16:15 „Hláturinn lengir lífið“. Valgerður Jónsdóttir skólastjóri og hláturjógi 16:50 Ráðstefnuslit; Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla Þátttökugjald er kr. 6.900 ef fólk skráir sig fyrir 17. apríl en 8.000 ef fólk skrá ir sig við innganginn. Móttaka á skráningu er hjá Axel. Netf.: sssk@sssk.is Ráðstefnustjóri: Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaksskóla Hjallastefnan ehf. Skólar ehf. Hjallastefnan ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.