Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 17. maí 2008 — 132. tölublað — 8. árgangur H EI M IL I& H Ö N N U N OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 KRYDDSMJÖR STYTTIR UPP SYÐRA Í dag verður yfirleitt hæg suðlæg átt. Rigning á vesturhelmingi landsins en styttir að mestu upp sunnan til eftir hádegi. Hiti 5-12 stig, hlýjast inn til landsins vestan til. VEÐUR 4 6 8 8 89 FERÐAÞJÓNUSTA Ferðaþjónustufyr- irtæki hafa boðið ferðamönnum að greiða í evrum ef greitt er með kreditkorti. Jóhannes Ingi Kol- beinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir að farið hafi verið af stað með þessa tækni í fyrrasumar og nokkur fyrirtæki hafi þegar tekið hana í þjónustu sína. „Sum ferðaþjónustufyrirtæki eru með lán í evrum. Ferðaþjón- ustan auglýsir sitt verð í evrum og erlendri mynt á heimasíðum erlendis. Þegar ferðamaður kemur til Íslands veit hann ekkert hvað hefur verið að gerast með íslensku krónuna og vill hafa bara sína gjaldskrá í evrum og setja á kortið,“ segir Jóhannes Ingi og bætir við að tæknin sé tilbúin hafi íslenskt atvinnulíf áhuga á að evruvæða greiðslukerfið. Sú tækni sem um ræðir gerir ferðamönnum kleift að velja í hvaða mynt þeir greiða. Þeir renna þá kreditkortinu sínu í gegnum posa sem hefur inn- byggða gengistöflu og sýnir upp- hæðina bæði í krónu og erlendri mynt. Söluaðilinn fær síðan greitt í þeirri mynt sem verður fyrir valinu. Um tvenns konar posa er að ræða. Ef posinn er stilltur á evrur í staðinn fyrir íslenskar krónur gerir hann upp í evrum og þá fær söluaðilinn greitt í evrum inn á sinn reikning. Hinn posinn gefur möguleika á því að greiða í mynt viðkomandi viðskiptavinar. Norðursigling á Húsavík ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að greiða í erlendum gjald- eyri í posa í sumar. Hörður Sigur- bjarnarson framkvæmdastjóri segir að viðskiptavinurinn geti greitt í þeim gjaldeyri sem hann kjósi þó að áhersla verði lögð á evru. „Þetta eru fyrst og fremst þæg- indi fyrir ferðamennina en líka fyrir fyrirtæki sem eru með lán í erlendri mynt,“ segir hann. „Á síðustu árum höfum við verið að taka lán í erlendri mynt frekar en í íslenskri krónu eins og flest fyrirtæki og þess vegna er það kærkomin breyting að fá gjaldeyri fyrir okkar þjónustu.“ Katla Travel er í hópi þeirra fyrirtækja sem taka upp nýju posana í sumar. Pétur Óskarsson, einn eigenda, segir að Katla greiði ekkert nema laun í íslensk- um krónum. Tveir þriðju ferða- þjónustunnar í landinu fái þegar greitt í erlendri mynt. - ghs Ferðaþjón- ustan kastar krónunni Ferðamenn geta í sumar valið í hvaða mynt þeir borga sé greiðslukort notað. Nú er hægt að velja á milli evru og íslensku krónunnar. Katla Travel greið- ir ekkert nema laun í krónum. ENDURVINNSLA Starfsmenn endur- vinnslufyrirtækisins Hringrásar unnu hörðum höndum í gær við að farga víni. Um var að ræða þúsundir af flöskum og dósum með áfengi sem ýmist var komið fram yfir síðasta söludag, hafði skemmst eða orðið innlyksa í tolli. Einnig var fargað þarna áfengi sem smyglað hafði verið til landsins og gert upptækt. Hringrás fargar áfengi tvisvar til fjórum sinnum á ári að sögn Jóhanns Karls Sigurðssonar, rekstrarstjóra spilliefnadeildar. „Magnið sem þarf að farga helst í hendur við efnahagsástandið í þjóðfélaginu. Þegar ástandið er gott er meira um þetta en þegar illa horfir. Það hefur oft verið meira magni fargað en í dag,“ segir Jóhann. - kg Óseljanlegu áfengi fargað: Oft fargað meira áfengi Innikróuð í eyðimörkinni LÍFIÐ Í AL-WALEED FLÓTTAMANNABÚÐUN- UM, ÞAÐAN SEM ÞRJÁTÍU PALESTÍNSKAR KONUR OG BÖRN KOMA OG FÁ HÉR HÆLI. 30 DÓMSMÁL Gefin hefur verið út ákæra á hendur veðmálafyrirtækinu Betsson með vísan til laga um happdrætti með það fyrir augum að stöðva auglýsingar frá veðmálafyrirtækinu. Hið erlenda Betsson hefur um nokkurt skeið auglýst fjárhættuspil og veðmál á vefsíðu sinni í íslenskum fjölmiðlum. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Betsson hér á landi, segir málið til marks um forræðishyggju og telur málatilbúnaðinn allan fráleitan. Sem dæmi um vandræðagang hins opinbera hafi það átt í nokkrum vandræðum með að boða menn í yfir- heyrslu vegna málsins. „Þeir boðuðu mig í yfirheyrslur en ég hef bara veitt lögfræðilega ráðgjöf og fráleitt að ég sé yfirheyrður um það. Eini maðurinn sem þeir gátu hugsanlega ákært reyndist sómamaðurinn Þórmundur Bergsson hjá MediaCom. Það er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf um hvar best er að koma auglýsingum fyrir með tilliti til ákveðinna markhópa,“ segir Sigurður. - jbg/sjá síðu 58 Sigurður G. Guðjónsson segir ákæru á hendur veðmálafyrirtæki fráleita: Betsson ákært vegna auglýsinga „Ég skildi ekki af hverju Gerður og þulirnir almennt á RÚV voru svona mæðuleg.“ Eva María Jónsdóttir og Gerður G. Bjarklind. HELGARVIÐTAL 28 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 ● HÖNNUN Ótroðnar slóðir farnar ● LÍFSSTÍLL Lagt af stað í lautarferð ● INNLIT Rómantíkin allsráðandi VEÐRIÐ Í DAG Þetta eru fyrst og fremst þægindi fyr- ir ferðamennina en líka fyrir fyrirtæki sem eru með lán í erlendri mynt, HÖRÐUR SIGURBJARNARSON FRAMKVÆMDASTJÓRI DORGAÐ VIÐ HÖFNINA Á tímum hækkandi matvælaverðs er gott að vita til þess að hægt er að ná sér kvótalaust í spriklandi fisk með því að renna spúni í sjóinn, eins og þessir menn gerðu við Reykjavíkurhöfn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.