Fréttablaðið - 17.05.2008, Side 8

Fréttablaðið - 17.05.2008, Side 8
8 17. maí 2008 LAUGARDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið BÚRMA Alþjóðlegar hjálparstofn- anir hafa enn ekki hugmynd um hvernig ástandið á hamfarasvæð- unum í Búrma er í raun. Herfor- ingjastjórnin hefur ekki hleypt útlendingum á svæðið til að kynna sér ástandið. Í veffréttamiðlinum Irrawaddy, sem flytur fréttir frá Búrma og öðrum Suðaustur-Asíuríkjum, er haft eftir fyrrverandi yfirmanni í her Búrma að ólíklegt sé að her- inn færi að berjast gegn erlendu herliði sem kæmi til að hjálpa landsmönnum, jafnvel þótt yfir- stjórn hersins skipaði svo fyrir. Hermennirnir og fjölskyldur þeirra hafa farið jafn illa út úr hamförunum og aðrir lands- menn. Í sama miðli segir að almenn- ingur í landinu geri sér fulla grein fyrir því að Búrma sé eitt fátæk- asta land í heimi eftir nærri hálfr- ar aldar stjórn herforingjaklík- unnar. Herforingjastjórnin viðurkenn- ir óbeint að erlend hjálpargögn hafi ekki öll skilað sér til nauð- staddra. Fréttir hafa borist af því að yfirmenn í hernum hafi tekið hjálpargögn og selt á markaði. Þá hafa borist fréttir af því að herforingjastjórnin hafi rekið flóttafólk úr klaustrum, þar sem það hafði leitað skjóls, af ótta við að munkarnir hafi „slæm áhrif“ og innræti fólkinu andstöðu við stjórnvöld. Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, var óvenju harðorður í vikunni þegar hann sagði það „gjörsamlega óviðunandi hve hæg viðbrögðin við þessu alvarlega ástandi“ hefðu verið. Hann sagði þó ekki rétt að ein- stök ríki færu upp á sitt eindæmi að senda herlið inn í landið með hjálpargögn í óþökk stjórnvalda. Það væri verkefni öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að taka afstöðu til aðgerða af því tagi. Sameinuðu þjóðirnar telja að allt að tvær milljónir manna séu í nauðum staddar vegna ástands- ins. Einungis lítill hluti þessa hóps hefur fengið minnstu aðstoð. Nánast öruggt er að æ fleiri þeirra veikjast úr farsóttum og deyja berist þeim ekki hjálp hið fyrsta. Thomas Gurtner, sem er yfir- maður hjá Rauða krossinum, segir að skortur á hreinu neyslu- vatni muni valda flestum dauðs- föllum á næstu dögum. „Að útvega hundruðum þús- unda manna á óshólmasvæðinu hreint vatn krefst meiriháttar aðgerða, sem við höfum hvorki efni, leiðir né mannafla til að sinna,“ sagði hann. gudsteinn@frettabladid.is Enginn veit hvernig ástandið er í Búrma Herforingjastjórnin í Búrma getur varla lengur reitt sig á eigin hersveitir. Út- lendingum enn ekki hleypt inn á neyðarsvæðin. Hjálpargögn skila sér enn hægt til nauðstaddra. Mesta ógnin er skortur á hreinu drykkjarvatni . TEKIÐ TIL MATAR SÍNS Þessi börn í einu úthverfa Rangún nutu í gær góðs af matar- gjöfum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Aðalfundur BHM lýsti í gær yfir áhyggjum vegna patt- stöðu í samningaviðræðum við ríkið og sagði óviðunandi að samn- inganefndir mættu á fundi án þess að nokkrar eiginlegar viðræður ættu sér stað. Kyrrstaða væri „alfarið á ábyrgð fjármálaráðherra. Aðild- arfélögum BHM er enn boðið upp á samning með forsenduákvæði sem þegar er brostið og því er það skýlaus krafa aðalfundar að fjár- málaráðherra veiti samninga- nefnd sinni umboð til að ræða um samningsmarkmið sem sátt gæti náðst um“, segir í ályktun aðal- fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir, Stéttar- félagi sjúkraþjálfara, var kjörin formaður BHM á aðalfundinum. Páll Halldórsson, Félagi íslenskra náttúrufræðinga, var kjörinn varaformaður. Samninganefnd BHM hitti samninganefnd ríkisins á fundi í fyrradag en Páll Halldórsson, varaformaður BHM, segir að lítið hafi þokast í viðræðunum. Fundur sé boðaður aftur í næstu viku. BHM hafi sem bandalag verið upptekið af sínum málum upp á síðkastið en nú sé komin lausn á þeim og þá sé hægt að ræða hvern- ig taka skuli á samningamálun- um. - ghs Guðlaug Kristjánsdóttir kjörin formaður á aðalfundi BHM: Lítið þokast í samningum NÝR FORMAÐUR Guðlaug Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari var kjörin nýr formaður BHM í gær. A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Eldunartæki, kælitæki, og uppþvottavél í eldhúsið þitt. Sannarlega góð hugmynd! A T A R N A Þú slærð í gegn með Siemens Sumarferð til Barcelona Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á Hesperia-hótelinu með morgunverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 65.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 13.–16. júní Fararstjóri: Halldór Stefánsson F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.