Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 17.05.2008, Qupperneq 10
 17. maí 2008 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Heilsuverndar- stöðin ætlar að eyða veikinda- skráningum starfsmanns úr gagnagrunni sínum en hefur ekki enn, tæpum þremur vikum síðar, hringt í starfsmanninn til að láta sannreyna að gögnunum hafi verið eytt. Teitur Guðmundsson, sviðs- stjóri hjá Heilsuverndarstöðinni, segir að líka sé hægt að eyða heilsufarsmæl- ingum þó að þær upplýsing- ar séu í sjúkra- skrárkerfinu. Katrín G. Einarsdóttir skrifstofumað- ur óskaði eftir því að skrán- ingum um veik- indafjarveru hennar frá vinnu í Fríhöfn- inni yrði eytt úr tölvukerfi Heilsu- verndarstöðvarinnar nú þegar hún er hætt hjá Fríhöfninni. Katr- ín fékk útprentað yfirlit yfir veik- indafjarvistir sínar og skrifaði undir móttöku. Hún bíður nú eftir að vera kölluð á Heilsuverndar- stöðina til að sannreyna að skrán- ingunum hafi verið eytt. Teitur Guðmundsson, sviðs- stjóri forvarnarsviðs, gekk frá formlegri beiðni þess efnis að upplýsingum um veikindaforföll Katrínar yrði eytt. Hann sagði að veikindafjarvistir væru skráðar í aðskilinn gagnagrunn frá sjúkra- skýrslunum og ekkert mál að fá þeim eytt. Það gæti hins vegar tekið nokkra daga og haft yrði samband við Katrínu þegar upp- lýsingunum hefði verið eytt úr grunninum og þá gæti hún látið fletta sér upp til að sannreyna að það hefði verið gert. Katrín starfaði áður hjá Frí- höfninni á Keflavíkurflugvelli og þar var starfsfólk skyldað til að tilkynna veikindaforföll til Heilsu- verndarstöðvarinnar. Þá var starfsfólkinu gefinn kostur á að fara í almenna heilsufarsskoðun, mælingu á til dæmis hæð, þyngd og blóðþrýstingi, og voru þessar upplýsingar skráðar í grunn hjá Heilsuverndarstöðinni án þess þó að starfsfólkið væri látið vita. Teitur segir að þessar upplýs- ingar séu skráðar í sama sjúkra- skrárkerfið og notað er á Land- spítalanum og hjá heilsugæslunni. Einungis heilbrigðisstarfsmenn hafi aðgang að þessum upplýsing- um og „ef fólk vill láta eyða þeim þá er það í sjálfu sér hægt. Við notum þennan gagnagrunn vegna þess að hann er öruggur og viður- kenndur,“ segir Teitur. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að gögn verði ekki að sjúkraskrám þó að sjúkraskrárkerfi sé notað þar sem þau séu ekki notuð til að veita læknismeðferð. Ekkert virðist því mæla gegn því að þeim verði eytt. ghs@frettabladid.is DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði á fimmtudaginn ríkið af bótakröf- um konu sem smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf á Landspítalanum. Með dómnum er dómi héraðsdóms frá mars 2007 snúið. Konan lagðist inn á sjúkrahús árið 1990 vegna nýrnasjúkdóms og þurfti þá á blóðgjöf að halda. Þremur árum síðar kom í ljós að blóðið hún hafði fengið var sýkt af lifarbólgu C en konunni var ekki gerð grein fyrir sýkingunni fyrr en sex árum síðar. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að konan hafi ekki sýnt fram á að athafnaleysi starfs- mannanna Landspítalans hafi verið orsök vanlíðunar hennar. Var ríkið því sýknað af bóta- kröfu konunnar. - ovd Ríkið sýknað af bótakröfu: Kona smitaðist við blóðgjöf VIÐSKIPTI Stjórn Árdegis, sem er eigandi verslana BT á Íslandi, hefur ákveðið að loka verslunum BT á Akranesi, Hafnarfirði og á Ísafirði á næstunni. Sex starfs- mönnum hefur verið sagt upp en öðrum verið boðin önnur störf innan fyrirtækisins. Versluninni á Akranesi verður lokað í þessari viku að sögn Ing- valdar Einarssonar, framkvæmda- stjóra BT, en hinar munu loka um næstu mánaðamót. Öllu starfsfólki í Hafnarfirði og flestum á Akra- nesi hafa verið boðin önnur störf. „Þetta eru tiltölulega óarðbærar einingar,“ segir Ingvaldur. „Það var því aðeins um tvennt að velja; annaðhvort að hækka verð eða loka og við tókum seinni kostinn. Við erum nú að vinna í því að upp- færa vef okkar og stefnum að því að gera fólki á landsbyggðinni kleift að nýta sér þjónustu okkar, helst án nokkurs aukakostnaðar.“ Í vetur sameinuðust BT og Merl- in sem verið hefur með fjölda verslana í Danmörku. „Eftir sam- einingu höfum við lokað tíu versl- unum Merlin en opnað aðrar fjór- ar.“ Þeirra á meðal er ein sem opnuð var á Vesturbrú í Kaup- mannahöfn í gær. Merlin rekur 42 verslanir, allar þar í landi, en BT mun eftir næstu mánaðamót reka sjö verslanir, allar hérlendis. - jse Þremur BT-verslunum lokað á næstunni: Sex starfsmönnum sagt upp NÝ VERSLUN MERLIN OPNAR Í KAUP- MANNAHÖFN Merlin, sem rekið er af sama fyrirtæki og BT, opnaði nýja verslun í Kaupmannahöfn. Verslunum Merlin hefur fækkað undanfarið og eins verslunum BT sem lokar nú verslunum á Ísafirði, Akranesi og í Hafnarfirði. Ætlar að eyða sjúkra- fjarvistum Heilsuverndarstöðin ætlar að eyða upplýsingum um veikindafjarveru starfsmanns úr gagnagrunni sín- um. Heilsufarsmælingar starfsmanna eru skráðar og þeim má eyða „ef fólk vill,“ að sögn sviðsstjóra. TÓK VEL Í ERINDIÐ Katrín G. Einarsdóttir skrifstofumaður óskaði eftir því við Heilsu- verndarstöðina að sjúkrafjarvistum hennar yrði eytt úr grunni stöðvarinnar. Teitur Guðmundsson sviðsstjóri tók því vel og kvaðst myndu kalla í hana til að staðreyna þetta. Það myndi þó taka nokkurn tíma. Ekki hefur enn verið haft samband við Katrínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KATRÍN G. EINARSDÓTTIR Ferðaskrifstofa á mann miðað við 2 fullo rðna og 2 börn á Playa F lamingo íbúðarhótelinu með 1 sv efnherbregi í 7 nætur. Verð frá 53.135 kr fyrir 2 fullorðna í 7 nætur. Verðdæmin miðast við b rottför 26. ágúst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.