Fréttablaðið - 17.05.2008, Page 16
16 17. maí 2008 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Steingrímur J. Sigfússon svarar Krist-
rúnu Heimisdóttur
Spjall mitt við Heimi Má Pétursson í Hádegisviðtali á Stöð 2 mánudaginn 5.
maí hefur greinilega valdið umtalsverðum
taugatitringi í utanríkisráðuneytinu. Í
Fréttablaðinu 10. maí ryðst aðstoðarmaður
utanríkisráðherra fram á ritvöllinn og beitir harla
óvenjulegum aðferðum í pólitískri rökræðu, ef hægt
er þá að gefa skrifum hennar slíkt nafn.
Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er minn mál-
flutningur ekki afgreiddur þannig að ég hafi haldið
þar fram illa rökstuddum eða fráleitum sjónarmið-
um, ég hafi rangt fyrir mér eða að ég hafi misskilið
eitt eða annað. Nei, þess í stað er ósköp einfaldlega
sagt að ég hafi logið 5 sinnum á jafn mörgum mínút-
um, sbr. fyrirsögn greinarinnar „5 sinnum ósatt á 5
mínútum“. Minna má nú gagn gera. Þegar betur er
að gáð er þó engin efnisleg staðreynd eða fullyrðing
mín hrakin til að undirbyggja og sanna þessa sveru
fullyrðingu. Ég stend við hvert orð sem ég þarna
sagði og renn skammt undan með mínar skoðanir þó
svona skeyti berist úr herbúðum Samfylk-
ingarinnar.
Við höfum bersýnilega ólík viðhorf til
utanríkis-, friðar- og afvopnunarmála, ég,
utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskja
hennar. Það sem veldur þessari hrottalegu
taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu er að ég
er ósammála þeirri miklu áherslu á þátttöku
í NATO og stórfelldum útgjöldum til hernað-
artengdra verkefna sem utanríkisráðherra,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, beitir sér fyrir. Þeirri
stefnu hef ég gefið nafnið „NATO-væðing“. Útgjöld
upp á milljarða króna í þarflaust vígbúnaðarbrölt er
greinilega hafið yfir gagnrýni að mati Samfylking-
arforustunnar.
Ég hirði ekki að eiga orðastað við flokkspólitísku
deildina í utanríkisráðuneytinu, eins og hún sé hand-
hafi hins eina og endanlega sannleika. Ef umræðan
á að vera á þeim forsendum að allir sem ekki eru
sammála núverandi utanríkisráðherra og aðstoðar-
manneskju hennar segi barasta ósatt, séu að ljúga,
þá er málstaður þeirra ekki beysinn og þær ekki
öfundsverðar af honum.
Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu
Listahátíð er hafin með myndlist í öndvegi. En listin
er ekki bara hátíð. Hún er helvíti
líka. Myndlistarmaðurinn er
einn í heiminum. Að morgni
gengur hann inn í myrkur og
dvelur þar daglangt, þar til
„veruleikinn“ dregur hann út að
kvöldi: Úr myrkri í myrkur.
Enginn getur ímyndað sér
átakið sem felst í því að leggja
frá sér pensil í lok vinnudags.
(Fyrir myndlistarmanni er
hugtakið „lok vinnudags“
reyndar bara djók.) Að stíga út
úr eigin heimi og inn í hinn er
eins og að stíga aftur inn í
móðurskaut. Ekki auðveld
aðgerð. Gagnvart tröllaverund
listarinnar er veruleikinn hjóm
eitt. Hverjum sárnar ekki að sjá
slíkt orð hanga um háls sinna
nánustu?
Myndlist er helvíti. Enginn
getur ímyndað sér þjáninguna
sem fylgir því að horfa upp á
óskapnað í sköpun, hið skelfilega
ókláraða verk, hið nakta sjálf.
„Óviðkomandi aðgangur
bannaður!“ er setning sem
stendur skrifuð utan á allar
vinnustofur heimsins. Sérhver
listamaður þekkir sálarangistina
sem fylgir verki á vinnslustigi.
En aðeins örfáir höndla hana.
Þess vegna hafa menn fundið
ýmsar aðferðir til að forða sér
frá henni.
Ein leiðin er hönnuð list. Þú
hannar frá þér vandann, girðir
fyrir allar kvalir með gljáfægðu
yfirborði. Önnur leið er stjörnu-
list. Þú slærð í gegn og slærð þar
með á mesta sársaukann. Í stað
þess að grafa dýpra reynirðu
stöðugt „að toppa“ sjálfan þig.
Þriðja leiðin er snilldarmálverk-
ið. Þú ert í raun búinn með
verkið áður en þú byrjar á því.
Allt sem þú gerir er frábært og
fyrsta pensilstrokan gæti verið
sú síðasta. Ekkert getur klikkað.
Enn ein leiðin er konseptið.
Hugmyndin svo skotheld að
engin þjáning, enginn efi kemst
að. Svo er það lokalausnin: Að
loka vinnustofunni og gerast CV-
listamaður sem situr heima,
horfir á sjónvarp og bíður eftir
því að síminn hringi inn sýning-
artilboðin. Nokkrum vikum síðar
ertu mættur til Eistlands og
byrjaður að vinna verkið, í rými
með öðrum CV-listamönnum, þar
sem allir neyðast auðvitað til að
vera hressir, þjáningar vítis eru
víðs fjarri og partýið því alltaf
betra en sýningin.
Myndlist dagsins er eins langt
frá helvíti og hugsast getur. Hún
er í sjöunda himni.
Aðeins þeir allra hörðustu
halda áfram að feta dimman dal
hinnar sönnu listar. Og aðeins
örfáir þeirra eru miklir lista-
menn. Sem gerir vítisvistina enn
erfiðari. Þú veist aldrei nema
streð þitt sé til einskis. Sérhver
vinnustofa heimsins er full af
einskis nýtum verkum sem
kostuðu miklar kvalir. Löngunin
til að brenna allt heila klabbið er
aldrei lengra undan en eldspýtu-
stokkurinn í glugganum. Og við
hlið hans stendur flaskan full af
því sem slegið getur á það
versta. Brennivínið! Besti vinur
listamannsins.
Ekki er á allra færi að starfa í
helvíti en búa í himnaríki.
Aðeins þeim öguðustu tekst það.
Halldór, Gunnar, Guðbergur.
Hinir eru fleiri sem tókst það
ekki. Jónas, Kjarval, Steinn,
Steinarr, Sverrir, Dagur, Biggi.
Aðeins hörðustu andans
jöfrum tekst að koma fjölskyldu-
böndum á sitt listræna helvíti.
Og aðeins mestu kraftaverka-
menn í þeim hópi eru færir um
að opna gluggaumslag í miðju
andríkiskasti. Nóbelshöfundur-
inn Isaac Bashevis Singer
fórnaði heilu herbergi í íbúð
sinni fyrir óopnaðan póst.
Á morgun verður opnuð í
Listasafni Árnesinga sýning á
verkum Magnúsar Kjartansson-
ar sem lést árið 2006. Magnús
var einn af okkar bestu lista-
mönnum en þáði einungis
skamma stund í því ísbjarta kúli
sem listheimurinn kallar
velgengni áður hann hvarf inn í
dimmu þá sem dýptinni fylgir.
Magnús vann jafnvel mörg sín
bestu verk í myrkri, í bókstaf-
legri merkingu orðsins. Á níunda
áratugnum „málaði“ hann
einkum á ljósnæman pappír,
varpaði á hann skugga sínum og
svörtu handarfari; stimpli
myrkrar sálar.
Leið Magnúsar úr helvíti lá
með Kristi inn eftir Kirkjusandi;
í röð magnaðra málverka sem
þessi misserin má sjá í Grafar-
vogskirkju, verk sem voru að
sönnu máluð í björtu en fjalla
því meir um myrkrið.
Himnaríki náði Magnús
Kjartansson löngu fyrir dauð-
ann; þegar hann gekk út úr
vinnustofu sinni árið 2000 og
hætti að mála, var útskrifaður úr
helvíti.
Listin er harður húsbóndi.
Margir eru fljótir úr þeirri vist.
En Magnús skilaði sínu. Við
skulum minnast hans.
Myndlist er helvíti
HALLGRÍMUR HELGASON
Í DAG | Listir og listamenn
Myndlist er helvíti. Enginn
getur ímyndað sér þjáninguna
sem fylgir því að horfa upp á
óskapnað í sköpun, hið skelfi-
lega ókláraða verk, hið nakta
sjálf.
Borgarstjórar leggja lið
Hundrað ár eru liðin frá því að fyrsti
borgarstjórinn var kjörinn í embætti.
Í tilefni af því opnar í dag sýning í
Ráðhúsinu undir yfirskriftinni „Kæri
borgarstjóri“. Á sýningunni verður
lögð verður áhersla á að
varpa ljósi á hvernig
samband borgarbúa
við borgarstjóra hefur
þróast í gegnum tíðina,
til dæmis í gegnum
bréfaskriftir og önnur
skjöl. Ellefu einstakl-
ingar sem gegnt
hafa embætti
borgarstjóra
eru á lífi í dag
og leggja
þeir allir
sitt af mörkum til sýningarinnar en
viðtölum við þá verður varpað á sýn-
ingartjald. Af þessum ellefu núlifandi
borgarstjórum í aldarsögu borgarinn-
ar hafa þrír gegnt embættinu á þessu
kjörtímabili. Og að minnsta kosti
einn á eftir að bætast við áður en
það er úti.
Tvö af hverjum þremur
Magnús Þór Hafsteinsson telur
að Karen Jónsdóttir eigi að hætta
sem bæjarfulltrúi á Akranesi
eftir að hún gekk
úr F-listanum
og til liðs við
sjálfstæð-
ismenn;
kjósendur
F-lista
hafi ekki greitt henni atkvæði fyrir
að tala máli Sjálfstæðisflokksins.
Magnús var líka fokvondur árið 2005
þegar Gunnar Örn Örlygsson yfirgaf
þingflokk Frjálslyndra fyrir íhaldið.
Þá hefði Gunnar átt að sjá sóma
sinn í að hætta á þingi að mati
Magnúsar. Hins vegar var
slakað á kröfunum um afsögn
liðhlaupa þegar Valdimar Leó
Friðriksson gekk í Frjálslynda
flokkinn í ársbyrjun 2007 eftir
að hafa sagt sig úr Samfylk-
ingunni. Magnús hefur sem
sagt verið samkvæmur
sjálfum sér í tveimur af
hverjum þremur tilfell-
um. Sem er svo sem
ágætt hlutfall.
bergsteinn@frettabladid.is
KOMIN Í KILJU
„Fantaskemmtileg“
- Sigurður G. Tómasson,
Útvarp Saga
„Sjaldgæf
nautn að lesa
þessa bók“
- Þráinn Bertelsson,
Fréttablaðið
„Við eigum öll að
lesa þessa bók.“
- Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
varaþingmaður
H
eimurinn er ekki stór og alltaf er hann að minnka.
Fréttir berast yfir lönd og höf eins og hendi sé veifað
og hægt er að fylgjast með viðburðum á skjám sjón-
varps og tölvu um leið og þeir eiga sér stað. Þessi
þróun færir þjóðir að mörgu leyti nær hver annarri.
Það er því furðulega þröng sýn sem hefur verið áberandi und-
anfarna viku að ekki eigi að rétta hjálparhönd yfir hafið þegar
verkefnin eru næg á heimavelli.
Þessi sýn birtist í minnisblaði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar,
varabæjarfulltrúa og formanns félagsmálaráðs á Akranesi, til
þáverandi meirihluta bæjarstjórnar. Þar kemst hann að þeirri
niðurstöðu að ekki sé tímabært að taka á móti hópi flóttafólks af
palestínskum uppruna frá Írak, að því er virðist vegna þess að
félagsleg vandamál á Akranesi séu næg fyrir. Skemmst er frá að
segja að þó að Magnúsi hafi fyrir vikið verið varpað úr meirihluta
bæjarstjórnar á Akranesi þá hafa sjónarmið hans notið nokkurs
fylgis meðal almennings. Til dæmis fylgdu 68% þeirra sem þátt
tóku í könnun þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær
Magnúsi að máli.
Aðra birtingarmynd þessa heimóttarskapar mátti sjá á þing-
pöllum í vikunni, og var þá raunar meira í ætt við skrílslæti. Þá
gerðu fulltrúar úr hópi bílstjóra hróp að þingmönnum meðan rætt
var um hörmungar jarðskjálftanna í Kína og kölluðu að þeir ættu
að hugsa um hag Íslendinga áður en þeir fjölluðu um fólk í útlönd-
um.
Í umræðum í kjölfar upphlaups Magnúsar Þórs á Akranesi
kom það sjónarmið fram að rækta ætti garðinn heima fyrir áður
en hjálparhöndin væri rétt annað. Þetta vekur óneitanlega til
umhugsunar um það hvernig þessi garður lítur út og hvað okkur
finnst mikilvægt að í honum spretti. Til dæmis má velta fyrir
sér hvort ekki sé öðrum þræði einmitt verið að rækta eigin garð
þegar fórnarlömbum náttúruhamfara í öðrum álfum er lagt lið,
eða þegar fólki sem ekki bara er heimilislaust heldur einnig land-
laust er boðinn stuðningur við að hefja nýtt líf í nýju landi.
Hollt er að minnast þess að fyrir 35 árum urðu náttúruhamfarir
hér á landi. Stuðningur sá sem Íslendingum var sýndur í kjölfar
þess að um 5000 Vestmannaeyingar þurftu að dvelja fjarri heim-
ilum sínum mánuðum saman og sumir áttu ekki afturkvæmt, var
ómetanlegur. Víst er að margar þær þjóðir sem á þessum tíma
komu Íslendingum til hjálpar höfðu ærin verkefni að vinna heima
fyrir.
Náungakærleikur er meðal grunngilda þeirrar siðfræði sem
við lifum eftir. Og náungann er ekki bara að finna í túnfætinum.
Náunginn er um allan heim og garðurinn er býsna stór.
Hversu langt á hjálparhöndin að ná?
Að rækta garðinn
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Það er því furðulega þröng sýn sem hefur verið áber-
andi undanfarna viku að ekki eigi að rétta hjálpar-
hönd yfir hafið þegar verkefnin eru næg á heimavelli.