Fréttablaðið - 17.05.2008, Page 23

Fréttablaðið - 17.05.2008, Page 23
LAUGARDAGUR 17. maí 2008 23 Ólafur Haukur Símonarson og ég vorum sammála um að það þyrfti að endurreisa biblíuna, þýða hana á lifandi íslensku en ekki þetta útvatnaða, pólitískt rétta þýðingarnefndartungumál. Til dæmis er allt tal um að koma „úlfalda gegnum nálarauga“ full- komlega óskiljanleg líking fyrir þá sem ekki ferðast á úlföldum að staðaldri og eiga leið inn um það af borgarhliðum Jerúsalem sem bar nafnið Nálar augað – ef það hlið er þá til ennþá. „Að fara á „Hummer upp Fischers sund“ væri miklu skiljan- legri þýðing,“ sagði Ólafur Haukur. Vona að hann og fleiri málhagir menn verði fengnir til að þýða valda kafla úr biblíunni á kjarn- góða, innihaldsríka íslensku. MÁNUDAGUR, 12. MAÍ. ANNAR Í HVÍTASUNNU. Lost í sjónkanum Sundferð með börnin. Góður matur. Lost í sjónvarpinu. Frá- bær þáttur. Ég hef ekki fylgst með þessu áður en ég heillaðist af þessu fólki sem var ýmist skip- reika á eyðiey eða flakkaði um milli nútíðar, fortíðar og framtíð- ar og miðaði skammbyssum hvert á annað. Mér þykja það góðar myndir sem eru svo haganlega upp byggðar að maður getur staðið upp og sótt sér eitthvað gott í ísskápinn og komið aftur án þess að hafa misst af neinu því að það er alltaf eitthvað óskiljanlegt og óútskýranlegt að gerast eins og í lífinu sjálfu. ÞRIÐJUDAGUR, 13. MAÍ. Augnbotnar sundlaugar- gesta Í Seltjarnarneslauginni er kom- inn upp augnskanni við inngang- inn eins og maður sé að fara í WorldClass, Fort Knox eða Pentagon. Þetta er eflaust fínt sístem fyrir einkarekna líkamsræktar- stöð en ég hef miklar efasemdir um að það sé góð þjónusta hjá sundstað í almenningseigu að heimta að fá að skanna augnbotn- ana í kúnnum sínum og geyma um þá upplýsingar í tölvutæku formi. Miðað við hvað fréttir eru yfir- leitt vondar og dapurlegar fékk ég góðar fréttir í dag. Forlagið sem gaf út Valkyrjur í Þýskalandi vill líka fá rétt til að gefa út „Engla dauðans“. Það hlýtur að þýða að þeir hjá útgáf- urisanum DTV hafi selt góðan slatta af Valkyrjum og hún hafi gengið vel í bókaklúbbnum hjá frænda mínum Bertelsmann. Og svo sendu þeir líka úrklippur með ótrúlega flottri gagnrýni. Þýðingin eftir Tinu Flecken var líka ákaflega fín, enda er Tina hestakona. MIÐVIKUDAGUR, 14. MAÍ. FAR- DAGAR AÐ VORI. Fardagar Ég man að í þeim sífelldu flutn- ingum milli ómögulegs húsnæðis sem áttu sér stað svo oft og títt í æsku minni var faðir minn sér- lega ánægður ef hann gat hagað hlutum svo til að flutningarnir færu fram á þessum degi. Hann sagði að þetta hefði verið vinnuhjúaskildagi hér áður fyrr. Vinnufólkið þrammaði milli sveitabæja í leit að skárri hús- bændum en aðallega þó í leit að einhverri tilbreytingu í lífi sem hefur nálgast fullkomið tilbreyt- ingarleysi fyrir margt verkafólk hér á öldum áður. Sjálfur ætla ég að flytja á næstu dögum í einangrunarvist meðan ég reyni að ljúka við bókina mína. FIMMTUDAGUR, 15. MAÍ. Framfarir á vegum borgarinnar Með nægilega einbeittum vilja er vel hægt að fara í sólbað á íslensk- um vordegi. Reyndar eru það bara milljarðamæringar og rithöfundar sem ráða sínum vinnutíma og geta leyft sér þann munað að liggja á plastbekk undir steinvegg til að sleikja veikburða geisla vorsólar- innar. Alveg burtséð frá því hver er borgarstjóri í Reykjavík langar mig til að þakka fyrir þær góðu framkvæmdir sem átt hafa sér stað í Grjótaþorpinu að undan- förnu. 1. Það er búið að reisa við stóran kantstein sem var keyrður niður fyrir tveimur árum og ganga fallega frá honum. 2. Það er búið að setja hlemm úr steypujárni í staðinn fyrir plast- hlemm yfir skólpræsið bak við Hótel Plaza (áður Hlaðvarpinn). Það hafðist að ná þessu í gegnum borgarkerfið áður en börn eða fylli- rútar styngjust ofan í klóakið og drukknuðu vegna þess að ég hitti af tilviljun gamla góða Villa og kvartaði við hann. Daginn eftir var hlemmurinn kominn. Mér finnst borgarstjórn Reykja- víkur vera orðin eftiröpun af Alþingi. Prívat og persónulega er mér nákvæmlega sama í hvaða stjórn- málaflokki borgarstjórinn er ef hann er notaleg og hugulsöm manneskja sem skilur að borg er ekki pólitískur leiksoppur eða Leikfangaland handa fullorðnum heldur stórt framtíðar- heimili og vinnustaður margra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.