Fréttablaðið - 17.05.2008, Qupperneq 30
30 17. maí 2008 LAUGARDAGUR
Þ
essir flóttamenn
hafa frá því í desem-
ber síðastliðnum
dvalið í hinum svo-
nefndu Al-Waleed-
flóttamannabúðum,
sem eru nærri landamærum
Íraks að Sýrlandi. Í frétt á vef
Flóttamannahjálpar Sameinuðu
þjóðanna, UNHCR, lýsir stofn-
unin miklum áhyggjum af þeim
aðstæðum sem fólkið í búðunum
býr við.
„Við erum einkum og sér í lagi
áhyggjufull yfir skortinum á
læknisaðstoð,“ er þar haft eftir
Jennifer Pagonis, talsmanni
UNHCR í Genf. „Margir af þeim
942 manns sem í búðunum dvelja
hafa brýna þörf fyrir læknisað-
stoð, þar á meðal móðir sjö barna
sem þjáist af hvítblæði og sykur-
sjúkur unglingspiltur,“ segir
hún.
Hættulega bágar aðstæður
Sendinefnd á vegum UNHCR fór
í heimsókn í Al-Waleed-búðirnar
síðastliðinn sunnudag til að
kynna sér aðstæður þar og meta
þarfir flóttamannanna. Þeir
fengu staðfest að Palestínumenn-
irnir þar, sem hröktust þangað
undan ofsóknum í írösku höfuð-
borginni Bagdad, lifðu við hættu-
lega bágan kost.
Nefndin komst að því að búð-
irnar, sem eru tjaldbúðir reistar í
Anbar-eyðimörkinni, eru yfirfull-
ar af fólki og margir sem þar
dvelja þjást af öndunarfærasjúk-
dómum og öðrum kvillum sem
þarfnast viðeigandi meðferðar.
En næsta heilsugæslustöð í Írak
er í fjögurra akstursstunda fjar-
lægð og vegurinn liggur um
hættuleg svæði þar sem árásir og
tilræði hafa verið tíð. Frá því
búðirnar voru opnaðar í lok síð-
asta árs hafa að minnsta kosti
þrír af flóttamönnunum dáið úr
sjúkdómum sem auðveldlega
hefði verið hægt að lækna, þar á
meðal hálfs árs gamalt barn.
Hjálparstarfsmenn fjarri
Alþjóðlegum hjálparstofnunum
er ekki leyft að vera með varan-
lega viðveru í búðunum af örygg-
isástæðum. Liðsmenn slíkra
stofnana geta því aðeins farið í
stakar heimsóknir þangað að degi
til, að jafnaði frá Sýrlandi.
Alþjóða Rauði krossinn hefur
lagt búðunum til tjöld, vatn og
annan búnað.
Vegna viðvarandi ofsókna sem
Palestínumenn í Bagdad sæta er
búist við að straumur flótta-
manna í búðirnar muni halda
áfram. Minnst 1.400 Palestínu-
menn eru taldir hafast við í Al-
Waleed og fleiri flóttamannabúð-
um við landamærin að Sýrlandi, í
von um að komast yfir þau einn
góðan veðurdag. Stjórnvöld í Sýr-
landi telja sig þegar eiga nóg með
þau hundruð þúsunda íraskra og
palestínskra flóttamanna sem
þegar eru í landinu og hleypa
ekki öðrum yfir landamærin að
svo stöddu nema þeim sem hafa
gild vegabréf og nægt fé til að
framfleyta sér.
Auk Al-Waleed eru eldri búðir
með hundruðum palestínskra
flóttamanna þarna við landamær-
in. Þær nefnast Al-Tanf, en sér-
staða þeirra er sú að þær eru á
„einskismannslandinu“ á milli
landamæra Íraks og Sýrlands.
Þeir sem þar dvelja hafa yfirgef-
ið Írak en ekki fengið að fara inn
í Sýrland. Þangað er ekki fleiri
flóttamönnum hleypt. Því liggur
straumur hinna ofsóttu Palest-
ínumanna frá Bagdad til Al-
Waleed.
Ofsóttir gestaverkamenn
Talið er að um 34.000 Palestínu-
menn hafi dvalið og starfað í Írak
árið 2003, þegar innrás Banda-
ríkjamanna og bandamanna
þeirra hófst. Þetta fólk er margt
fætt í byggðum þeim sem palest-
ínskir flóttamenn hafa búið í frá
því árið 1948 í löndunum í kring-
um Palestínu. Til Íraks fór það
flest sem „gestaverkamenn“ í
stjórnartíð Saddams Hussein.
Síðan stjórn Saddams féll hefur
fólk úr þeirra hópi æ oftar orðið
fyrir árásum, mannránum,
nauðgunum og morðum.
„Heimili Palestínumanna í Írak
hafa orðið stöðug skotmörk
sprengjuárása, mannrána, mis-
þyrminga, hótana, pyntinga og
drápa.
Það eru
ekki til
neinar
áreið-
anleg-
ar tölur
Innikróaðir í
eyðimörkinni
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða allt að 30
manna hópi palestínskra flóttamanna hæli hér
á landi, einstæðum mæðrum og börnum þeirra
sem dvelja í flóttamannabúðum í Írak. Auðunn
Arnórsson skrifar um ástandið í búðunum.
Í vikunni voru rétt 60 ár frá því að
Ísrael lýsti yfir sjálfstæði. Það gerði
Davíð Ben-Gurion, forsætisráð-
herra fyrstu ísraelsku bráðabirgða-
stjórnarinnar, þann 14. maí 1948,
daginn áður en umboð Breta frá
Þjóðabandalaginu og síðar Samein-
uðu þjóðunum til að stjórna Palest-
ínu rann út.
Sjálfstæðisyfirlýsing bráða-
birgðastjórnar gyðinga í Palestínu
byggði á samþykkt allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna frá 29. nóvem-
ber 1947, en hún kvað á um skipt-
ingu Palestínu milli gyðinga og Pal-
estínuaraba. Framsögumaður um
skiptingartillögu SÞ var Thor H.
Thors, þáverandi sendiherra Íslands
hjá SÞ.
Abba Eban, erindreki Palestínu-
gyðinga hjá SÞ og síðar utanríkis-
ráðherra Ísraels, talar mjög lofsam-
lega um hlut Thors í stofnun
Ísraelsríkis í æviminningum sínum
sem út komu árið 1977. Hann segir
þar fullum fetum, að fulltrúi smá-
ríkis í yztu höfum hafi ráðið örlög-
um heimsbyggðarinnar þennan dag.
Íslendingar studdu málstað gyðinga
þótt Thor tæki fram að ekki væri að
ræða um endanlega lausn á deilu
gyðinga og araba um yfirráð yfir
landi í Palestínu.
Eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna
voru Bandaríkin, Sovétríkin og
mörg önnur lönd fljót til að viður-
kenna Ísrael. En það gerði ekkert
nágrannaríkjanna. Strax næstu dag-
ana eftir 15. maí réðust hersveitir
frá Sýrlandi, Líbanon, Jórdaníu,
Írak og Egyptalandi inn í Palestínu
með það að markmiði að hindra
stofnun Ísraelsríkis. Í yfirlýsingu
frá Arababandalaginu 15. maí 1948
segir að arabaríkin stefni að því að
stofna „Sameinað ríki Palestínu“ í
stað tveggja-ríkja-lausnarinnar sem
áætlun SÞ gerði ráð fyrir. Ráða-
menn arabaríkjanna töldu það verða
léttan leik að yfirbuga hinn fámenna
sjálfboðaliðaher gyðinga, Haganah.
En gyðingar voru svo staðráðnir í að
láta ekki „reka sig í sjóinn“ að þeir
reyndust innrásarliðinu yfirsterk-
ari. Vopnahlé var samið snemma árs
1949. Í stríðinu hröktust yfir 700.000
Palestínuarabar á flótta frá því
svæði sem Ísraelar náðu á sitt vald.
Í kjölfarið hröktust enn fleiri gyð-
ingar frá arabaríkjunum til Ísraels.
Ísraelsríki sextugt
MANNÚÐARHEIMSÓKN Angelina Jolie, Hollywoodstjarna og mannúðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna, hlustar á aldraða konu í
Al-Waleed-flóttamannabúðunum í Írak segja frá. Jolie heimsótti búðirnar í ágúst í fyrra. NORDICPHOTOS/AFP
FYRIRHEITNA LANDIÐ: STOFNUN ÍSRAELSRÍKIS
Uppruna Ísraelsríkis má rekja aftur til 2.000 ára gamallar óskhyggju gyðinga, sem voru dreifðir um heimsbyggðina,
um að snúa aftur til „fyrirheitna lands” Biblíunnar. Hún hlaut byr undir báða vængi í síonistahreyfingunni á 19. öld. Í
reynd varð Ísraelsríki nútímans til sem málamiðlun byggð á fyrirheitum stórvelda 20. aldar um að skapa gyðingum
griðastað í Landinu helga. Til framkvæmda komu þau fyrirheit ekki fyrr en eftir tvær heimsstyrjaldir og helför sem
útrýmdi stórum hluta gyðinga.
ÖRLAGAÁR Palestínuarabi
á útifundi í bænum Nablus
á Vesturbakkanum þar sem
atburða ársins 1948 var
minnzt í vikunni. Samhliða
fögnuði Ísraela yfir sjálfstæð-
isafmæli sínu minnast Palest-
ínumenn þess sem þeir kalla
„nakba“ eða „hörmunganna“
sem yfir þá dundu með því
að þurfa að gerast landflótta.