Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2008, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 17.05.2008, Qupperneq 31
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Handsmíðaða mótorhjólið hans Jakobs Inga Jakobssonar laganema nefnist The Gladiator og er enginn venjulegur gæðingur. Það hannaði Jakob algjörlega sjálfur í skylmingarþrælastíl og skreytti með um 200 myndum. „Ég hef haft óbilandi mótorhjóladellu um áratuga skeið en hugmyndin um að smíða hjól frá grunni eftir eigin höfði kviknaði vorið 2005. Mér fannst það töff því engin fordæmi voru fyrir því hér á landi. Hins vegar er það alþekkt í Bandaríkjunum og þangað sótti ég visku,“ segir Jakob glaðlega. Hann er að leggja lokahönd á hjól sem á engan sinn líka. Það er af gerð- inni 8ball H.D. Softail Chopper og allt í Gladiator-stíl. Tankurinn, stýrið og felgurnar eru til dæmis eftirlík- ing af sverðshjöltum. Nafnið, The Gladiator, er grafið í hjólið og eiginhandaráritun eigandans er þar líka. Mótorinn er Ultima 127 cc sem skilar 140 hestöfl- um í afturdekk. „Það er orka á við tvö venjuleg Har- ley,“ segir Jakob. Hann kveðst hafa fengið grindina gerða í USA eftir sinni forskrift en afganginn hafi hann og Óli Indian smíðað í bílskúr í Hafnarfirði og margir hlutar þess séu skornir út í vatnsskurðarvél. „Orlando myndskreytti svo græjuna fyrir mig,“ segir hann og sýnir listaverk á hjólinu sem sýnir fallna skylmingaþræla. Auk þess eru um 200 hauskúpur málaðar í hjólið og sextán umferðir af glæru lakki yfir. „Það var ansi mikil vinna í þessu enda var vand- að geysilega til verka,“ segir eigandinn og ber lof á félagana sem lögðu fram ómælda vinnu. „Samböndin í mótorhjólabransanum eru góð og margir lögðu hönd á plóg svo að útkoman yrði á heimsmælikvarða og hjólið hæft til að fara á hvaða mótorhjólasýningu sem er.“ gun@frettabladid.is Gladiator á götuna „Svona græja leggur sig á bilinu 100-150 þúsund dollara úti í Bandaríkjunum og er metnaðarfyllsta verkefni sem ráðist hefur verið í af þessum toga hér á landi,“ segir Jakob Ingi Jakobsson um Gladiatorinn góða. MYND/VÍKURFRÉTTIR. ÚT UM ALLT Íslenska námsmenn er að finna víða um heim og þó að flestir sæki í nám til Norðurlandanna og Evrópu fjölgar þeim sem fara til Asíu. FERÐIR 3 BERGMÁL TÍSKUNNAR Kvennablaðið Le Petit Echo de la Mode hóf göngu sína í París árið 1880. Í því voru meðal annars leiðbeiningar um saumaskap, prjónaupp- skriftir og innanhússskreyt- ingar. TÍSKA 4 ALLTAF BESTA VERÐIÐ Kíkið á nýja heimasíðu okkar www.patti.is Visa/Euro/K-lán /Raðgreiðslur                                      Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Fjögurra vikna námskei› hefjast 19. maí. Mánudaga, mi›vikudaga og föstudaga klukkan 12.05. A›gangur a› tækjasal fylgir. Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í Blaðbera Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.