Fréttablaðið - 17.05.2008, Page 48
● heimili&hönnun
Átta hönnuðir munu vinna í sam-
starfi við mismunandi hafnfirsk
framleiðslufyrirtæki í sumar að
því að hanna nýjar vörur fyrir
framleiðsluna. Hollensku hjónin
Rianne Makkink og Jurgen Bey
eru ein af þeim erlendu hönnuð-
um sem taka þátt í verkefninu.
Þau reka saman hönnunarstofuna
Studio Makkink&Bey í Rotterdam
og verða í samstarfi við málm-
steypuna Hellu. Rianne heimsótti
verksmiðjuna á dögunum til að
kynna sér framleiðsluna.
„Við erum mjög hrifin af Íslandi.
Jurgen Bey kennir við Listahá-
skóla Íslands og þegar Hrafnkell
Birgisson impraði á þessu verk-
efni við okkur stukkum við á tæki-
færið,“ segir Rianne um aðdrag-
anda þess að þau taka þátt. Rianne
sem er lærður arkitekt kynntist
Jurgen Bey árið 2001 en þau hafa
unnið saman síðustu fimm ár.
„Hans nafn var löngu orðið
þekkt í hönnunarheiminum svo
flestir þekkja okkar verk einungis
undir hans nafni. Við vinnum mjög
vel saman og leitum bæði innblást-
urs í umhverfið og hluti með sögu
frekar en að fletta hönnunartíma-
ritum. Við horfum til dæmis í hluti
sem þegar eru til í náttúrunni og
reynum að fara ótroðnar slóðir í
okkar hönnun.“
Rianne var mjög ánægð með
heimsóknina í Hellu og segir þau
alltaf eiga í nánu samstarfi við
framleiðendur því þeim þyki mik-
ilvægt fyrir hverja þau eru að
vinna og hvers vegna.
„Allar okkar vörur verða til í
samvinnu og við spinnum ekki
eitthvað upp úr engu. Það skipt-
ir okkur máli hvernig hlutirnir
verða til og í hvernig umhverfi.
Þess vegna vildi ég koma sjálf í
málmsteypuna til að hitta fólk-
ið og sjá hvernig það vinnur og
hvaða möguleikar liggja í fram-
leiðslunni. Ég held að það sé mikil-
vægt fyrir hönnuði að vera í beinu
sambandi við handverksfólkið og
framleiðendurna því þetta er sam-
vinna og við gætum ekkert gert án
þeirra.“
Rianne segir að þau muni
vinna hugmyndavinnu og skissur
á vinnustofunni í Rotterdam en
heimsækja málmsteypuna á milli
til að samræma hugmyndir sínar
við mögulega framleiðslu. Hún
segir þetta framtak frábært fyrir
íslenska hönnun og framleiðslu.
„Við fylgjumst vel með íslenskri
hönnun og það eru spennandi hlut-
ir að gerast núna. Ég held að hönn-
un á Íslandi sé á mikilvægum
tímamótum í dag.“
Aðrir þátttakendur í verkefn-
inu eru Katrín Ólína Pétursdóttir
en hún vinnur með Mest, Snæfríð
Þorsteinsdóttir og Prentheimar
vinna saman, Borðið vinnur með
Rafhitun, Egill Kalevi Karlsson
vinnur með Stoð, Páll Einarsson
vinnur með Trefjum, spænsku
hönnuðirnir El Ultimo Grito vinna
með RB-Rúmum og Johannes
Fuchs vinnur með Breiður.
Áætlað er að sýna afrakstur
verkefnisins í ágústlok í Hafnar-
borg. Hrafnkell Birgisson vöru-
hönnuður stýrir verkefninu. - rat
Náttúran og
notaðir hlutir
● Nú í vor fer af stað samstarfsverkefni milli framleiðslu-
fyrirtækja í Hafnarfirði og innlendra og erlendra hönnuða.
Hugmyndin að baki stólunum er að skapa næði án þess að þurfa að hólfa rýmið niður. MYND/DARIA SCAGLIOLA & STIJN BRAKKEE
Ear chairs sem Rianne Makkink og Jurgen Bey framleiða undir merki sínu Proof. MYND/ DARIA SCAGLIOLA & STIJN BRAKKEE
Rianne finnst mikilvægt að kynnast fólkinu sem mun framleiða vöruna og var heilluð af vinalegu andrúms-
loftinu í málmsteypunni Hellu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Margir þekkja kristalsljósakrónuna
Shade eftir Jurgen Bey en hana vann
hann fyrir Droog árið 1999.
Endurnýting er mikilvæg í hugmyndafræði Jurgens Bey og Rianne Makkink. Þessi bekkur er búinn til úr
samanpressuðum úrgangi. Náttúran ræður svo líftíma bekkjarins. MYND: DROOG IMAGEBANK
M
YN
D
: D
RO
O
G
IM
A
G
EB
A
N
K
17. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR12