Fréttablaðið - 17.05.2008, Side 51

Fréttablaðið - 17.05.2008, Side 51
heimili&hönnun ● BLÖÐRULJÓS Sænski hönnuðurinn Fredrik Mattson, sem á heiðurinn af þessum skrautlegu ljósum, hefur átt vel- gengni að fagna síðustu ár og unnið til fjölda hönnunarverðlauna í Svíþjóð. Hann var meðal annars valinn hönnuður ársins 2007. Fredrik, sem leggur höfuðáherslu á húsgagnahönnun, hefur rekið vinnustofu í Stokkhólmi frá árinu 2002 og hannað húsgögn fyrir fjölda framleiðenda. Þessi ljós, sem heita PXL, eru meðal nýjustu verka hans og fást hjá sænsku ljósaversluninni Zero. Þau minna um margt á uppblásna blöðru en um leið og þau eru framúrstefnuleg þá hafa þau augljósa skírskotun til fortíðar og hefðu eflaust sómt sér vel á áttunda áratug síðustu aldar. Hægt er að fá bæði borðlampa og veggljós en ljósin eru gerð úr lituðu áli og stáli. Sjá nánar á http://www.zero.se/ Grasið í stofuna G rænir og munstraðir púðar færa sumarið inn í stofu. Þegar rigningardagarnir eru orðnir óþarf- lega margir í röð má færa sumarið inn með því að velja hressandi liti í stofuna. Skelltu grasgrænni mottu á gólfið og raðaðu blómum í vasa. Grænar pullur á gólfið til að tylla sér á koma í stað þúfnanna úti í garði og einnig má útvega sér fuglasöng á geisladisk til að fullkomna stemm- inguna. ● FRÍSKLEGIR GLER- AUGNABAKKAR Gler- augu eiga til að týnast innan um aðra húsmuni. Með litrík- um gleraugnabökkum sem þessum er auðveldara að muna hvar gleraugun voru lögð frá sér, og leikur einn að finna þau aftur. Nauðsynleg húshjálp fyrir alla sem nota gleraugu. Líka þá sem verða fjóreygðir bara yfir sumartím- ann. Upplagt til að setja við símann, á náttborðið, við vask- inn eða bara hvar sem er. Fæst í 29 mismunandi munstrum og tíu prósent söluhagnaðar renna til rannsókna á brjósta- krabbameini, ef þú velur gler- augnabakka með bleikum borða. Fæst á www.decorative- things.com. húsráð Afmælishelgi 17. & 18. maí 15% - 60% afsláttur af öllum vörum opið lau. kl. 10 - 18, sun. kl. 10 - 16 Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 www.hirz lan. is í 15 ár! Kaffiveitingar og næg bílastæði !!! skrifstofuhúsgögn hæðarstillanleg skrifborð barnahúsgögn fataskápar veggsamstæður sjónvarpsskápar kommóður LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 15

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.