Fréttablaðið - 17.05.2008, Page 59

Fréttablaðið - 17.05.2008, Page 59
LAUGARDAGUR 17. maí 2008 31 yfir mannfall frá því árið 2003, en UNHCR telur að nokkur hundruð Palestínumanna hafi beðið bana í þessum ofsóknum,“ hefur fréttavefur Al Jazeera- sjónvarpsstöðvarinnar eftir Anitu Raman, talsmanni flótta- mannafulltrúa Sameinuðu þjóð- anna, Antonio Guterres. Hann er yfirmaður UNHCR. Hjálparstofnanir SÞ giska á að um 19.000 Palestínumenn hafi flúið Írak. Alls er talið að yfir fjórar milljónir íbúa Íraks hafi flosnað upp frá heimilum sínum vegna átakanna í landinu og séu ýmist á vergangi innan Íraks eða hafi flúið land. Ísland svarar kalli UNHCR Aðstæður í búðunum eru sagðar eiga eftir að versna yfir sumar- mánuðina. Nú strax í maí hafa komið dagar þar sem hitinn fór yfir 50 gráður. Rottur, snákar og sporðdrekar eru tíðir gestir tjald- búa. Sandstormar eru líka vá sem vofir stöðugt yfir. Þetta veldur því að Flóttamannahjálpin er að reyna sitt bezta til að finna flótta- fólkinu hæli einhvers staðar. Í frétt Al Jazeera segir að enn sem komið er hafi ekkert land lýst sig reiðubúið til þess. En nú liggur það sem sagt fyrir að Ísland mun taka við einstæðum mæðrum úr hópi þeirra. Einnig hefur heyrzt að stjórnvöld í Chile hyggist taka á móti hópi fólks úr búðunum. Í fréttatilkynningu ríkisstjórn- ar Íslands um ákvörðunina um að taka við flóttafólkinu segir að aðstæður þess verði nákvæmlega kannaðar og að því loknu muni sendinefnd með fulltrúum flótta- mannanefndar og fulltrúa Útlend- ingastofnunar halda til Al-Wal- eed-búðanna og taka viðtöl við fólkið. Í undirbúningi er að hópurinn sem komi til Íslands fái hæli á Akranesi. Bæjarstjórnin hefur þegar samþykkt til bráðabirgða erindi frá flóttamannanefnd um að taka á móti hópnum. Vopnahléið frá 1949 hélt til ársins 1967, þegar arabísku grannríkin reyndu aftur að ráða niðurlögum Ísraels með her- valdi. Því stríði lauk á sex dögum með sigri Ísraela og hernámi þeirra á Austur-Jerúsalem, Vest- urbakkanum, Gólanhæðum, Sín- aískaga og Gazasvæðinu. Áðurnefndur Eban var á þess- um tíma utanríkisráðherra Ísra- els. Þótt hann verði stefnuna út á við vildi Eban sjálfur að Ísraelar fengju araba til að semja um frið gegn því að hernumdu svæðun- um yrði skilað. Reyndin varð sú að Ísraelar treystu tök sín á her- numdu svæðunum næstu ára- tugina með því að leyfa þúsund- um gyðinga að stofna þar nýjar landtökubyggðir. Sagði Eban að með þessari stefnu væru Ísrael- ar að „rífa í sundur fæðingar- vottorð sitt“. Hann var þó einnig hvassyrtur í garð araba og sagði þá aldrei „missa af tækifæri til að missa af tækifæri“. Flestir palestínsku flótta- mennirnir frá 1948 og afkom- endur þeirra lifa enn þann dag í dag í flóttamannabúðum allt í kringum Ísrael. Fjöldi þeirra er nú yfir fjórar milljónir. TJALDBÚÐALÍF Svona er umhorfs bæði í Al-Waleed og Al-Tanf-búðunum þar sem palestínska flóttafólkið bíður þess sem verða vill. NORDICPHOTOS/AFP Flóttamenn í og frá Írak N O R D IC PH O TO S/A FP Flóttamanna- hjálp Samein- uðu þjóðanna, UNHCR, segir yfir fjórar milljónir Íraka hafa flosnað upp frá heimilum sínum vegna átak- anna í landinu. Þar af séu um tvær milljónir á vergangi innan Íraks en hinir hafi flúið land. Palest- ínumennirnir sem nú hírast í búðum við landamærin að Sýrlandi eru aðeins brot af þessu fólki en hlutskipti þeirra er sérlega slæmt. Fossháls 5-9 • Sími 551 5600 • www.utilegumadurinn.is Allt til ferðalagsins Þægindi um land allt Verið velkomin í Útilegumanninn, Fosshálsi 5-9 alla daga. Við sýnum ykkur fellihýsin, hjólhýsin og bátana okkar fyrir sumarið 2008 ásamt ferðavöru. Á ferðalögum þínum um landið getur þú notið sams konar þæginda og heima hjá þér á öllum uppáhaldsstöðunum þínum. Uppbúið rúm og fyrirtaks aðstaða til að framreiða og njóta yndislegra máltíða fylgja þér hvert sem leið þín liggur - en útsýnið er aldrei eins. OPIÐ Helgar 12-16 Virka daga 10-18 Ríkulegur staðalbúnaður Galvaníseruð grind Evrópskar þrýstibremsur Radial dekk / 13” álfelgur Góð fjöðrun, hentar vel á ísl. vegum Útdraganleg trappa við inngang Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk) 50 mm kúlutengi 220v tengill (blár skv. reglugerð) Útvarp með geislaspilara, hátalarar inni og úti Upphitaðar 12 cm springdýnur Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti 2 gaskútar Gasviðvörunarkerfi Öflug Truma combi 4 miðstöð m/heitu vatni Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu Skyggðir gluggar 2 feta geymsluhólf Stórt farangurshólf Voldugir öryggisarmar fyrir þak og tjald 1 x færanlegt lesljós með viftu 110 amp rafgeymir Heitt og kalt vatn, tengt Rafmagnsvatnsdæla 86 lítra vatnstankur Klósett með hengi CD spilari/ útvarp vatn tengt heitt/kalt Fjöðrun f. ísl. aðstæður Evrópskar Þrýstibremsur Upphitaðar lúxusdýnur 12 cm Rockwood fellihýsi Verð frá 1.398.000 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.