Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2008, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 17.05.2008, Qupperneq 64
36 17. maí 2008 LAUGARDAGUR Anna Júlía Friðbjörnsdóttir Spennt að sjá gjörning- ana „Ég er búin að kynna mér dag- skrána og það eru nokkrir við- burðir sem ég ætla alls ekki að missa af, fyrir utan stóru sýning- una í Hafnarhúsinu sem allir fara auðvitað á,“ segir Anna Júlía Frið- björnsdóttir, myndlistarmaður og annar tveggja ritstjóra Sjón- aukans. „Ég ætla að fara á sýn- inguna hennar Helgu Óskarsdótt- ur í Gallerí Dvergi. Svo ætla ég að sjá sýningu Sirru Sigrúnar Sig- urðardóttur í Kling & Bang,“ segir Anna Júlía og bætir því við að þarna séu á ferðinni fulltrúar yngri kynslóðar íslenskra lista- manna sem vert sé að athuga. „Svo ætla ég að sjálfsögðu í Nýlistasafnð að sjá Karl Holmqvist. Við höfum ekki séð mikið af honum hingað til og það er gaman að fá listamann eins og hann á þessa hátíð. Samhliða hans sýningu verður gjörningadagskrá og yfirlit yfir íslenska gjörninga sem ég hlakka til að sjá,“ segir Anna Júlía. Anna Júlía segist fylgjast sér- staklega vel með hátíðinni í ár því nú sé áherslan á myndlist. „Það tókst mjög vel upp árið 2005 en þegar áherslurnar eru aðrar er ég ekki eins dugleg að láta sjá mig.“ ■ Þorsteinn J. Vilhjálmsson Í lagi að missa af sumu „Ég er reyndar sjálfur að undirbúa aðra listahátíð sem er EM í fótbolta í júní,“ segir Þorsteinn J. Vilhjálms- son fjölmiðlamaður, sem ætlar þó að láta sjá sig á nokkrum völdum viðburðum Listahátíðar. „Það sem mér finnst flottast við Listahátíð- ina í ár er þessi áhersla á myndlist. Það er skynsamlegt að setja eina listgrein í forgrunn og hafa hátíð- ina ekki bara í svæðisnúmerum Reykjavíkur heldur fara út um landið líka. Maraþonið í Hafnar- húsinu þar sem Ólafur Elíasson er veislustjóri er frábær tilraun til þess að láta listina renna saman við samfélagið og því ætla ég ekki að missa af,“ segir Þorsteinn og bætir því við að hann sé ánægður með þá þróun Listahátíðar að gefa íslensk- um listamönnum meiri gaum í sam- bland við þá erlendu. „Það er margt spennandi í boði. Amiina og Undralandið eru til dæmis flottir viðburðir og svo ætla ég að kíkja í Þjóðminjasafnið til að skoða samtímaljósmyndun,“ segir Þorsteinn, sem nær þó ekki að sjá allt sem hann langar. „Ég missi því miður af tónleikum Wayne Shorter hinn 24. maí því þá verð ég í Wash- ington að taka upp efni fyrir nýja heimildarmynd. En þannig er það bara með Listahátíð, stundum þarf maður að leyfa sér að missa af sumu.“ ■ Margrét Vilhjálmsdóttir Ætlar að sjá Super Mama Djombo „Það sem vekur mestan áhuga minn er tilraunamaraþonið í Hafn- arhúsinu. Mér finnst það hrika- lega spennandi og ætla að fylgjast vel með því,“ segir Margrét Vil- hjálmsdóttir leikkona. „Uppá- haldslistakonan mín hún Marina Abronovic verður með gjörning á sunnudaginn sem ég ætla ekki að missa af. Hún hefur lengi verið í uppáhaldi en ég hef aldrei áður átt kost á að sjá hana með berum augum. Svo verður Dr. Ruth líka með henni svo þetta er allt ofboðs- lega spennandi. Maður verður að nýta þetta tækifæri enda er ekk- ert hlaupið að því að hitta svona fólk,“ segir Margrét, sem er nú þegar búin að kíkja á nokkra við- burði Listahátíðar. „Ég fór á opnunina í Hafnarhús- inu á fimmtudaginn og það var frábært. Þetta er mögnuð og metnaðarfull sýning sem allir verða að sjá. Ég hugsa að ég eigi eftir að fara þangað aftur. Svo kíkir maður auðvitað á Kjarvals- staði. Það er opnun þar á sunnu- daginn og margir góðir listamenn að sýna, til dæmis Hrafnkell Sig- urðsson og Sigurður Guðjónsson. Mér sýnist líka vera mikið af spennandi tónlistarviðburðum í boði og ég vona að ég nái að fara á tónleika Super Mama Djombo,“ segir Margrét. ■ Bragi Ólafsson Fer með syn- inum á tón- leika „Ég fer að sjá Wayne Shorter í Háskólabíói og hlakka mjög til,“ segir Bragi Ólafsson rithöfundur. Bragi segist hafa hlustað á Shorter síðan hann var unglingur og það hafi því aldrei annað komið til greina en að kaupa miða á tón- leikana. „Ég hef reyndar séð hann áður. Það var úti á Spáni fyrir tut- tugu árum. Það verður gaman að sjá hann aftur, núna ætla ég að taka eldri son minn með mér enda hlustum við báðir mikið á þessa tónlist. Svo getur vel verið að ég kíki á fleiri viðburði. Ég á eftir að skoða dagskrána betur en mér finnst þetta flott hátíð og hef reynt að sækja viðburði tengda henni undanfarin ár. Það eru þá helst tónleikar og myndlistarsýn- ingar,“ segir Bragi. ■ Auður Ólafsdóttir Listin breytir eldfjöllum í glerfugla „Ég ætla á sýningu Íslenska dans- flokksins og norska Carte Blanche dansflokksins í Borgarleikhúsinu. Mér skilst að sýningin fjalli um blá- hval og þrár svo ég hlýt að þurfa að sjá það. Þar fyrir utan er það mynd- listarhluti Listahátíðar sem snertir mig mest og ég ætla að sjá talsvert af þeim myndlistaruppákomum sem eru á dagskrá,“ segir Auður Ólafsdóttir listfræðingur. „Ætli ég byrji ekki í Listasafni ASÍ. Þar ætlar Halldór Ásgeirsson að bræða steina úr eldfjöllum sem ég held mikið upp á og búa til úr þeim glerfugla. Það finnst mér óskaplega spennandi enda er það einmitt þetta sem listin gengur út á – að breyta eldfjöllum í glerfugla. Eftir þá sýningu er vel við hæfi að rölta niður í Start Art á Laugaveg- inum og skoða verk Rúríar – Sökkvun. Það er flott að fara beint úr eldfjöllunum og yfir í fallvötn- in,“ segir Auður, sem ætlar að halda ferðinni áfram þaðan og koma við í Kling & Bang til að sjá sýningu Sirru Sigrúnar. „Þar er hún að fást við svolítið mikilvæga hluti. Allt þetta sem er ekki mælanlegt og ekki sýnilegt sem skiptir svo miklu máli á þessum efnishyggjutímum,“ segir Auður og bætir því við að hún eigi hreinlega bágt með að velja á milli viðburða og langi mest að sjá allan myndlistarhluta Listahátíðar. „Það er svo margt spennandi á dagskrá. Ég ætla til dæmis að sjá sýninguna á Kjarvalsstöðum sem kallast Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist. Á boðskort- inu er mynd af verki eftir Daníel Magnússon sem heitir So fucking peaceful. Það gefur fyrirheit um að á sýningunni verði engin 19. aldar lognmollu rómantík,“ segir Auður, sem ætlar að sjálfsögðu að draga fjölskyldu og vini með sér á sýninga- röltið. „Það er svo miklu skemmti- legra að hrífast í fleirtölu.“ „Uppáhaldslistakonan mín hún Marina Abronovic verður með gjörning á sunnu- daginn sem ég ætla ekki að missa af. Hún hefur lengi verið í uppáhaldi en ég hef aldrei áður átt kost á að sjá hana með berum augum“. - Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona Ómissandi á Listahátíð... Listahátíð í Reykjavík er hafin og meðan á henni stendur getur allt gerst. Eldfjöll breytast í glerfugla, dularfullar tilraunir fara fram í Hafnarhúsinu og í miðri Reykjavíkurtjörn er hús í hálfu kafi. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þórgunnur Oddsdóttir heyrði í nokkrum listunnendum og fékk að vita hverju þeir ætla ekki að missa af. Frá Tilraunamaraþoninu í Hafnarhúsinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.