Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2008, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 17.05.2008, Qupperneq 70
42 17. maí 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Listaverkefninu Ferðalag verður ýtt úr vör í dag, en um er að ræða framtak þriggja listastofnanna á Austurlandi í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Stofnanirnar eru Skaftfell - miðstöð menningar á Austur- landi, Sláturhús - Menningarsetur og Eiðar listasetur. Ferðalagi er ætlað að drífa áhorfendur með sér á vit hins ókunna og óvænta og leiða þá um hugmyndabanka þeirra listamanna sem taka þátt í verkefninu, með drjúgri viðkomu í hugskotum þeirra og sálarkimum. Þannig gefst áhorfend- um kostur á að upplifa eftirminnilega listviðburði í fögru umhverfi og björtu vori á Austurlandi. En hverjir eru þessir listamenn sem veita dýrmæta innsýn í sálarkima sína? Á Eiðum sýna tveir listamenn verk sín, þeir Lennart Alves og Hrafnkell Sigurðsson. Þeir félagar eiga það sameigin- legt að vinna talsvert með ljósmyndir og því verður forvitnilegt að sjá hvort einhver samhljómur myndist á milli sýninga þeirra á Eiðum. Í Sláturhúsi-Menningarsetri má sjá verk eftir breska listamanninn Paul Harfleet, finnska hljóðlistamanninn Matti Saarinen og Söru Björnsdóttur. Þessir listamenn eiga það sameiginlegt að pólitískur undir- tónn er í verkum þeirra, en að öðru leyti má vænta þess að sýningar þeirra verði talsvert ólíkar. Í Skaftfelli verður boðið upp á uppákomu og sýningu á vegum lista- hópsins Skyr Lee Bob, sem í eru þau Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnarsson og Lieven Dousselaere. Þar sýna einnig verk sín listamennirnir Cristoph Büchel og Pétur Kristjánsson. Ljóst er af þessarri upptalningu að Aust- urland er síður en svo í menningarsvelti um þessar mundir; freistandi er fyrir íbúa annarra landshluta að láta áhyggjur af bensínverði lönd og leið og spæna austur í veisluna. - vþ Ferðalag um hið ókunna SKYR LEE BOB Listahópur sem tekur þátt í Ferðalagi á Austurlandi. Kl. 13 Sýningin Augliti til auglitis við Kína verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag kl. 13. Á henni má sjá málverk og skúlptúra eftir níu kínverska samtímalistamenn, þau Chen Qing Qing, Fang Lijun, Liu Ye, Tang Zhigang, Wei Dong, Yang Shaobin, Yue Minjun, Zhang Xiao- gang og Zhao Nengzhi. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Viðburður á mörkum tónlistar og mynd- listar á sér stað í Listasafni Reykjavík- ur í Hafnarhúsinu á mánudagskvöldið. Þar kemur fram slagverkshópurinn Percusemble Berlin og flytur verk eftir sex tónskáld frá Írlandi, Berlín og Íslandi. Myndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson sér um að skapa tónleikunum nýstárlegan sjónrænan ramma með myndbandsverkum sínum. Á efniskrá tónleikanna eru verk eftir írska tón- skáldið Ed Bennett, Berlínartónskáldin Jeremy Woodruff og Helmut Zapf og íslensku tónskáldin Úlfar Haraldsson, Atla Heimi Sveinsson og Pál Ivan Pálsson. Í verkum Atla Heimis og Helmuts Zapf leikur Freyja Gunnlaugsdóttir einleik á klarínettu, en verk Atla var samið sérstaklega fyrir Freyju. „Þetta eru í raun fremur hefðbundnir nútímak- lassík-tónleikar, en ég hef þó aðeins potað í umgjörð þeirra,“ segir Egill, aðspurður um aðkomu sína að verkefninu. „Ég vann ekki beint út frá sjálfum tón- verkunum sem flutt verða, heldur einbeitti ég mér að því hvernig upplifun það er að fara á svona tón- leika og reyndi að skoða framsetningu þeirra og vinna út frá henni. Verkin mín skapa þannig mögu- leika á nýrri upplifun á frekar hefðbundnu tónleika- formi.“ Egill er sjálfur ekki ókunnur tónlistarheiminum; árið 2001 gaf hann út plötuna Tonk of the lawn sem hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda. Hvernig þykir Agli að fóta sig á tveimur listsviðum? „Í báðum til- vikum er maður dálítið eins og vísindamaður að prófa sig áfram með tilraunum. Maður hefur vissan grunn sem maður svo byggir á og reynir að finna nýjan flöt á því sem maður þekkir. Frá mínum bæj- ardyrum séð er því ákaflega svipað ferli sem liggur að baki sköpun myndlistar og tónlistar.“ Egill hefur þó verið afkastameiri á sviði mynd- listar en tónlistar undanfarin ár og eru eflaust margir, tónlistargagnrýnendur sem aðrir, sem bíða með öndina í hálsinum eftir næstu tónlistarútgáfu hans. „Ég tók upp plötu síðasta sumar, en ennþá er óvíst hvenær hún kemur út. Það verður vonandi bara sem fyrst,“ segir Egill og veitir þar með aðdá- endum sínum örlitla vonarglætu um að biðin sé senn á enda. vigdis@frettabladid.is Potað í tónleikaumgjörð EGILL SÆBJÖRNSSON Skapar tónleikum nýtt umhverfi á mánu- dagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Saga að segja frá því Sunnudaginn 25. maí hefst í Landnámssetrinu í Borgar- nesi landskeppni sagna- manna sem ber yfirskriftina Saga til næsta bæjar. Þar munu sagnamenn keppa um titilinn Sagnamaður ársins 2008. Keppninni verður fram haldið þrjá næstu sunnudaga 1., 8. og 15. júní og sunnudaginn 22. júní verður svo keppt til úrslita. Það eru gestir sem velja besta sagnamann hvers kvölds í leynilegri atkvæða- greiðslu. Ríkisútvarpið tekur allan flutninginn upp og mun Einar Kárason rithöfundur vinna úr efninu þætti sem fluttir verða fjórtán sunudagskvöld eftir fréttir í sumar. Fyrsta útsending er 1. júní. - vþ Kynningarfundur Mánudaginn 19. maí kl.18.00 verður haldinn kynningarfundur í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum, fyrir áhugasama foreldra 6 ára barna. Á fundinum verður gefi n innsýn í Waldorfuppeldis- fræðina og áherslur Waldorfskólans í Lækjarbotnum. Waldorfskólinn Lækjarbotnum v. Suðurlandsveg s. 5874499 waldorf@simnet.is FIMMTUDAGUR 15. MAÍ KL. 20 FIÐLUTÓNLEIKAR - LHÍ GRETA SALÓME STEFÁNSDÓTTIR FÖSTUDAGUR 16. MAÍ KL.19 OG KL.21 LAUGARDAGUR 17. MAÍ KL.19 OG KL.21 HVERS VIRÐI ER ÉG? NÝR GAMANLEIKUR ÚR SMIÐJU BJARNA HAUKS ÞÓRSSONAR. ÖRFÁ SÆTI LAUS! LAUGARDAGUR 17. MAÍ KL 8:30-16 MARAÞONTÓNLEIKAR KÁRSNESKÓRANNA VOR 2008 KAFFIHLAÐBORÐ ALLAN DAGINN ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ KL.17 PÍANÓTÓNLEIKAR – LHÍ GUNNAR GUÐJÓNSSON KL.20 FIÐLUTÓNLEIKAR – LHÍ HULDA JÓNSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.