Fréttablaðið - 17.05.2008, Page 72

Fréttablaðið - 17.05.2008, Page 72
42 17. maí 2008 LAUGARDAGUR Síðustu tónleikarnir í 15.15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu á þessu vori fara fram á morgun kl. 15.15, eins og lög gera ráð fyrir. Um merkan menningarvið- burð er að ræða þar sem að heimsfrumflutt verða hvorki meira né minna en fimm ný tónverk fyrir held- ur óvenjulega hljóðfæra- skipan, hörpu og slagverk. Flytjendur eru þau Katie Eliza- beth Buckley hörpuleikari og Frank Aarnik slagverksleikari sem saman skipa Duo Harpverk. Samstarf þeirra Katie og Frank er tiltölulega nýtt af nálinni; það hófst í fyrra, en þrátt fyrir það hefur nú þegar fjöldi tónverka verið saminn sérlega fyrir þau. „Við leikum bæði með Sinfóníu- hljómsveit Íslands og erum þar oftast á hvort á sínum enda sviðs- ins. Við leikum vel saman og lang- aði til þess að prófa að koma fram á tónleikum bara tvö, sem við gerðum í fyrsta skipti á 15.15 tón- leikum í fyrra. Við rákumst þó fljótlega á það að það er ekki til mikið af tónlist fyrir slagverk og hörpu; við leituðum á netinu að slíkum tónverkum og fundum aðeins tvö eða þrjú,“ segir Frank. „Okkur varð því snemma ljóst að við þyrftum að leita til tónskálda og fá þau til að semja verk fyrir okkur. Almennt hafa tónskáldin sem við höfum leitað til tekið afskaplega vel í hugmyndina, enda virðist þeim þykja spennandi að semja verk fyrir þessa hljóðfæra- skipan og þá sérstaklega hörpuna.“ Verkin sem Duo Harpverk flyt- ur á sunnudag eru 328° eftir Áka Ásgeirson, nýtt verk eftir Báru Sigurjónsdóttur, Ballet 5 eftir Jónas Tómasson, Dubhghall eftir Pál Ivan Pálsson og Shadows and Silhouettes fyrir hörpu, slagverk og rafhljóð eftir Úlfar Inga Har- aldsson. Frank kveður verkin afar fjölbreytt. „Verkin eru jafn ólík og þau eru mörg og það er gaman að heyra hvað tónskáldin hafa nálg- ast hljóðfærin út frá mismunandi forsendum. Verkin eftir Úlfar, Báru og Jónas komast líkast til næst því að vera hefðbundin nýklassík, ef svo mætti komast að orði, og verkið eftir Pál er hálf- gert Doom-metal þar sem hörpu- hljómurinn er bjagaður upp úr öllu valdi.“ Þau Frank og Katie halda tón- leikahaldi sínu ótrauð áfram í sumar; þau koma fram í Hafnar- firði í lok mánaðarins og leika á Sólheimum í Grímsnesi 12. júlí næstkomandi. Miðaverð á tónleikana á morgun er 1.500 kr., en eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn fá miðann á hálfvirði. vigdis@frettabladid.is Harpa og slagverk hittast DUO HARPVERK Katie Elizabeth Bucley og Frank Aarnik koma fram á 15.15 tónleikum í Norræna húsinu á sunnudag. Hið framsækna sýningarrými Gallerí i8, til húsa að Klapparstíg 33, tekur að sjálfsögðu þátt í Listahátíð í Reykjavík með spenn- andi sýningu. Þar var í gær opnuð sýning brasilíska listamannsins Ernesto Neto, en hann er einn virtasti samtímalistamaður sinn- ar kynslóðar í heimalandinu. Hann vinnur gjarnan með næfur- þunn efni og skapar úr þeim stór- ar innsetningar úr lífrænum formum og rýmum sem skapa sterk hughrif hjá áhorfandanum. Verk Neto eru óhlutbundin en um leið munúðarfull en hann kallar þau rannsókn á landslagi líkam- ans séð innan frá. Verkin eru fest í loft, á gólf og á veggi rýmisins og geta vel virkað dálítið villandi á áhorfandann, svo honum finnst hann eins og á kafi í sjálfum sér. Brasilísk samtímalist er sann- arlega ekki á boðstólum hér á hverjum degi og því er ástæða til þess að bregða sér í miðbæinn og upplifa töfrandi heim Ernesto Neto. - vþ Þunnar álplötur, lífrænt form INNSETNING OG LISTAMAÐUR Ernesto Neto við verk sitt í Gallerí i8. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.