Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 4
4 7. júní 2008 LAUGARDAGUR Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK Rangt var farið með föðurnafn leikskólastjóra Krakkakots á Höfn í Hornafirði á fimmtudag. Snæfríður er Svavarsdóttir. LEIÐRÉTTING DÓMSMÁL Femínistafélag Íslands hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu sem fordæmir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ásgeirs Þórs Davíðssonar gegn Jóni Trausta Reynissyni og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Þau voru dæmd til að greiða Ásgeiri tæplega tvær milljónir króna í miskabætur auk máls- kostnaðar vegna greinar um tengsl hans við mansal á Íslandi. Í yfirlýsingunni segir að Femínistafélagið telji ljóst að litið hafi verið fram hjá alþjóðlega viðurkenndri skilgreiningu á mansali og því að hugtakið mansal sé „almennt skilgreint sem verslun með fólk, með eða án samþykkis þess, ef salan byggist á varnar- leysi viðkomandi“. - hþj Femínistafélag Íslands Lýsa furðu á héraðsdómi PAKISTAN, AP Lögregla kom í veg fyrir hryðjuverkaárás í borginni Rawalpindi í Pakistan á fimmtu- dag. Þrír sjálfsmorðsárásarmenn og að minnsta kosti þrír aðrir voru handteknir. Að auki voru þrjár bifreiðar með um tonn af sprengi- efnum gerðar upptækar. Lögregla gaf hins vegar engar upplýsingar um hver skotmörk hryðjuverka- mannanna hefðu verið. Aðeins eru nokkrir dagar frá því að hryðjuverkaárás var gerð á sendiráð Dana í Pakistan. Al- Kaída hryðjuverkasamtökin lýstu yfir ábyrgð á þeim á fimmtudag. - þeb Sprengiefni í Pakistan: Komið í veg fyrir hryðjuverk Fimm fóru of hratt Lögreglan á Borgarnesi stöðvaði fimm fyrir hraðakstur í fyrrakvöld. Einn ók á 129 kílómetra hraða á klukkustund. LÖGREGLUFRÉTTIR SJÁVARÚTVEGUR Í fimmtudags- morgun var fimmtu hrefnunni sem veiðst hefur á þessu ári landað. „Það er mikill munur á þessum skepnum og þeim sem veiðst hafa síðustu ár,“ segir Gunnar Bergmann, formaður Félags hrefnuveiðimanna. „Þær eru afar vel í holdum og það er mikið af sandsíli í þeim en þær sem við höfum veitt undanfarin ár hafa verið afar magrar. Eins er mun meira af þeim núna. Áður urðu menn varir við þær kannski fimm saman en nú eru jafnvel fimmtán til tuttugu dýr í hóp.“ - jse Félag hrefnuveiðimanna: Hrefnurnar afar vel í holdum HREFNA Á DEKKI Þær hrefnur sem veiðst hafa í ár eru betur á sig komnar en þær sem veiðst hafa undanfarin ár. NOREGUR, AP Hjón í Noregi hafa verið ákærð fyrir að limlesta fimm dætur sínar. Hjónin létu umskera dæturnar, sem eru á aldrinum fimm til fjórtán ára. Fjórar þeirra búa nú í Gambíu hjá öðrum eiginkonum föður síns. Lögregla vill að þær snúi aftur til Noregs. Umskurður kvenna var bannað- ur í Noregi árið 1996 og varðar allt að þriggja ára fangelsi, en átta ár ef umskurðurinn veldur dauða eða alvarlegum heilsufarsvandamál- um. Þetta er í fyrsta skipti sem ákæra af þessu tagi er gefin út í landinu. - þeb Í fyrsta sinn í Noregi: Ákærð fyrir að limlesta dætur VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 25° 29° 23° 25° 19° 26° 22° 21° 27° 26° 17° 18° 18° 21° 24° 28° 18° 8 10 12 11 13 15 Á MORGUN Yfi rleitt hæg, breytileg átt. 9 MÁNUDAGUR 5-10 m/s 13 15 15 15 12 12 14 6 5 5 6 5 6 9 18 10 8 7 14 13 11 12 11 19 99 VATNSVEÐUR Nú með morgn- inum er myndar- leg lægð að taka land. Henni fylgir hvassviðri á syðstu annesjum síðdegis í dag en svo lægir í kvöld. Þegar líður á daginn fer að rigna sunnan til og vestan en þegar líður á kvöldið verður víða rigning, síst norðaustan til. Á morgun verður rólegheitaveður með smáskúrum. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur JARÐSKJÁLFTI Lágmark eigin áhættu þeirra sem einungis urðu fyrir tjóni á innbúi í Suðurlandsskjálft- anum á dögunum hefur verið lækkað úr 85 þúsund krónum í tut- tugu þúsund krónur. Bráðabirgða- lög þess efnis voru samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær. Breytingin nær til þeirra sem aðeins urðu fyrir tjóni á innbúi. Þeir sem urðu fyrir tjóni á hús- eign, eða húseign og innbúi, þurfa eftir sem áður að greiða sjálfir allt að 85 þúsund krónur úr eigin vasa. Eigin áhætta er fimm prósent af öllu tjóninu umfram þá upphæð. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra segir að ráðist hafi verið í breyting- una vegna þess að fyrra lág- markið hafi þótt of hátt. Ekki hafi verið unnt að lækka eigin áhættu af tjóni á húseignum. „Meðalsjálfs- ábyrgðarupphæð á mannvirkjum er 15 prósent og þak í öðrum lönd- um. Hér er það fimm prósent og ekkert þak, og er það lægsta sem þekkist. Ef sú upphæð yrði lækk- uð þá myndu iðgjöld af þeirri skyldutryggingu sem er á mann- virkjunum hækka mjög mikið,“ segir hann. Slíkar hækkanir yrðu illviðráðanlegar fyrir flesta. - sh Ríkisstjórnin lækkar lágmark eigin áhættu vegna vegna tjóns á innbúi: Lægri sjálfsábyrgð vegna skjálftans TJÓN Gríðarmikið var um tjón á innbúi í skjálftanum. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON SKIPULAGSMÁL „Þessi gömlu hús eru dálítið vandmeðfarin,“ segir Gestur Ólafsson, arkitekt og skipu- lagsfræðingur hjá SAV ehf., um húsið við Þingholtsstræti 2 til 4 sem nú stendur til að lagfæra. Húsið er á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis og hefur í seinni tíð verið kennt við skemmti- staðinn Nelly´s sem það hýsti um tíma. Síðan sá staður lokaði hefur húsið staðið autt og verið til lítils sóma. Gestur segir húsið vera ansi illa farið vegna skorts á viðhaldi og breytinga þar sem lítið tillit hafi verið tekið til upphaflegrar gerðar þess. Húsið er bárujárnsklætt timburhús, byggt árið 1884 en hefur síðan verið stækkað í áföng- um. Í því er nú kjallari, tvær hæðir og ris. Árið 1908 var byggt við húsið og skúr byggður við það þremur árum síðar. Þá var önnur viðbygging byggð árið 1912 og kvistur settur á húsið árið 1922. Útliti hússins var svo mikið breytt árið 1954. Gestur segir húsið, þrátt fyrir þetta, að mestu hafa haldið sínum sveitser- stíl. Segir Gestur útlit hússins verða að miklu leyti fært til upprunalegs horfs og það gert í samráði við Húsafriðunarnefnd. Jafnframt verði húsið talsvert endurnýjað, risið hækkað og kjallarinn dýpkaður. Húsið verði klætt að nýju með bárustáli ásamt því að gluggar og hurðir færast í fyrra horf. „Við höfum langa hefð fyrir því að gera upp svona gömul hús,“ segir Gestur en hjá fyrirtæki hans, SAV ehf. voru breytingarnar hann- aðar. Nefnir hann breytingar á Unuhúsi og Fálkahúsinu við Hafn- arstræti sem dæmi um fyrri verk- efni. „Við höfum gríðarlegann áhuga á miðbænum og teljum að hann eigi eftir að dafna,“ segir Páll Kol- beinsson, stjórnarformaður og einn eiganda verslunar Sævars Karls, en þar á bæ er unnið að upp- byggingunni með eiganda hússins, Íslenska eignafélaginu. Hann segir það á stefnuskránni að flytja hluta af starfseminni yfir götuna. Ætlunin er að verslunar- rekstur verði í öllu húsinu, utan efstu hæðarinnar þar sem verða skrifstofur. Segir hann að unnið hafi verið í því frá því í júlí síðastliðnum að fá teikningar samþykktar og að tak- markað byggingaleyfi hafi fengist á miðvikudaginn. Næst verði hafist handa við upp- setningu á vinnupöllum og að grafa út kjallarann. „Við vonumst til að verklok verði í upphafi árs 2009,“ segir Páll en vegfarendur ættu að fara að sjá einhverjar breytingar á næstu dögum. olav@frettabladid.is Áhugi á miðbænum rekur eigendur áfram Húsið á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis er afar illa farið vegna skorts á viðhaldi. Endurbygging er að hefjast og mun húsið fá sem næst upprunalegt útlit. Áhugi á miðbænum rekur eigendur til framkvæmdanna. ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 TIL 4 Í húsverndarskrá Reykjavíkur er lagt til að húsið verði frið- að ásamt öðrum timburhúsum við Þingholtsstræti milli Bankastrætis og Skálholts- stígs þar sem húsaröðin sé talin ein merkasta og best varðveitta heild timburhúsa í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TEIKNING AF ÁÆTLUÐU ÚTLITI HÚSSINS Upphaflegur hönnuður hússins er ekki þekktur þó margir hafi síðar meir komið að hönnun þess. MYND/SAV EHF DeCODE aldrei lægra Gengi DeCODE, móðurfélags Íslenskr- ar erfðagreiningar, lækkaði um 8,33 prósent á mörkuðum í gær og fór í 1,10 dollara í gær. Gengi hlutabréfa félagsins hefur aldrei verið lægra. VIÐSKIPTI Hvalkjötið í gíslingu í Japan 70 tonn af íslensku hvalkjöti sem sent var út í síðasta mánuði fær ekki tollafgreiðslu í Japan og liggur nú í frystigeymslu þar í landi. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Samkvæmt starfsmanni japanska sendiráðsins í Ósló hefur yfirvöldum ekki borist nein umsókn um innflutning á kjötinu. HVALVEIÐAR GENGIÐ 06.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 152,0602 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 75,72 76,08 148,13 148,85 118,03 118,69 15,822 15,914 14,86 14,948 12,647 12,721 0,7129 0,7171 122,69 123,43 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.