Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 18
18 7. júní 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Velta á krónumarkaði hefur verið með allra minnsta móti undanfarnar vikur. Seðlabanki Íslands væntir þess að veltan aukist og verðmyndun verði betri með nýjum reglum um gjaldeyrisjöfnuð. „Við vonumst til þess að þetta auki veltu á gjaldeyrismarkaði,“ segir Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri um nýjar reglur bankans um gjaldeyrisjöfnuð. Velta á millibankamarkaði með krónur hefur næstum fallið niður undanfarna tvo mánuði. Hún nam níu og hálfum milljarði króna í síðasta mánuði, að því er fram kemur í nýjum tölum Seðlabank- ans. Það er ríflega þremur millj- örðum krónum minna en í apríl. Mánuðina á undan hafði veltan hins vegar yfirleitt numið tugum milljarða króna og suma mánuði fór hún yfir hundrað milljarða. Verðmyndun á krónu hefur verið lítil, svo sem lítil velta sýnir, en bankarnir hafa ekki verið í aðstöðu til þess að láta frá sér erlendan gjaldeyri. Samkvæmt nýjum regl- um Seðlabankans má mis- vægi gengisbundinna eigna og skulda fjármálafyrir- tækja mest nema tíund af eigin fé hverju sinni en var tæpur þriðjungur áður. „Þetta kallar á ráðstafan- ir hjá sumum,“ segir Eiríkur Guðnason. Hann vill fátt segja um hvaða áhrif þetta gæti haft á gengi krónunnar. „En með aukinni veltu verður verðmyndun virkari.“ Hann kann enn fremur engar skýringar á hreyfingum á gengi krónunnar niður á við undanfarið. Gengið styrktist nokkuð eftir að tilkynnt var um gjaldeyr- isskiptasamninga Seðla- bankans við aðra nor- ræna Seðlabanka. Gengisvísitalan fór þá lægst í tæplega 146 stig, en var um 153 í gær. Fram kom hjá Grein- ingu Glitnis í blaðinu í gær að miðað við stöðu Kaupþings við lok fyrsta fjórðungs, megi ætla að bankinn þurfi að selja nærri 70 milljarða króna af gjaldeyri fyrir krónur. Landsbanki og Glitnir séu hins vegar innan tíu prósenta mark- anna, miðað við stöðuna í lok fyrsta fjórðungs. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam ríflega 500 millj- örðum króna í maí, samkvæmt tölum Seðlabankans, Þetta er næstum tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Veltan dróst hins vegar saman um fjörutíu prósent frá í apríl. Í umfjöllun greiningardeildar Kaupþings í gær er velt upp þeirri spurningu hvort Seðlabankinn sé að búa í haginn fyrir inngrip á gjaldeyrismarkaði. Með öðrum orðum að koma í veg fyrir að stór- ir innlendir aðilar geti tekið stöðu á móti bankanum. „Nú liggur fyrir að Seðlabankinn er að vinna í lán- töku til að styrkja gjaldeyrisvara- forðann og aldrei að vita nema að sá tími renni upp að forðanum verði beitt.“ ikh@markadurinn.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 233 4.665 -0,71% Velta: 2.072 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,76 -0,44% ... Bakkavör 33,40 -1,04% ... Eimskipafélagið 20,00 -0,65% ... Exista 9,65 -0,92% ... Glitnir 17,00 -0,59% ... Icelandair Group 18,70 -1,32% ... Kaupþing 770,00 -0,65% ... Landsbankinn 24,60 -0,81% ... Marel 91,00 -2,15% ... SPRON 4,47 -3,25% ... Straumur-Burðarás 10,68 -0,37% ... Teymi 3,01 -0,37% ... Össur 94,00 -1,78% MESTA HÆKKUN FL GROUP +0,76% ATLANTIC PETROLEUM +0,33% MESTA LÆKKUN SPRON -3,25% MAREL -2,15% ÖSSUR -1,78% 200 150 100 50 0 m aí ´0 7 jú n ´0 7 jú l ´ 07 ág ú ´0 7 se p ´0 7 ok t ´ 07 nó v ´0 7 de s ´ 07 ja n ´0 8 fe b ´0 8 m ar ´0 8 ap r ´ 08 m aí ´0 8 Milljarðar króna VELTA MEÐ KRÓNUR Á MILLIBANKAMARKAÐI Velta með krónur er á hraðri niðurleið EIRÍKUR GUÐNASON Nokkrar breytingar urðu á hlut- hafalista Existu í kjölfar yfirtök- unnar á Skiptum í vikubyrjun. Hluthafar Skipta fengu hluti í Existu fyrir bréf sín. Eignarhlutur annarra hluthafa þynntist á móti í kringum tuttugu prósent. Bakka- bræður halda þó hlut sínum óbreyttum þar sem þeir hafa keypt hlut Kaupþings. Á hluthafalista sem birtist í Markaðnum á miðvikudag var Kaupþing sagður annar stærsti hluthafi Existu. Listinn var feng- inn frá Verðbréfaskráningu. Þetta stóð hins vegar einungis í skamma stund vegna færslu bréfa í gegnum Kaupþing, sem hafði umsjón með útgáfu nýrra hluta Exista. Kaup- þing á með réttu um eitt prósent í félaginu. - jab Sjóðir stórir í Existu TÍU STÆRSTU HJÁ EXISTU Nafn Hlutfall (í %) Bakkabraedur Holding B.V. 45,20 Kista-fjárfestingafélag ehf. 7,16 Arion safnreikningur 5,09 Gift fjárfestingafélag ehf 4,34 Gildi lífeyrissjóður 4,12 Castel (Luxembourg) SARL 4,08 Lífeyrissjóður verslunarmanna 3,76 SPRON 2,40 AB 47 ehf. 1,87 Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 1,47 „Þetta eru mikil og góð tíðindi,“ segir Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallarinnar. Sheikh Mohamed bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírs- ins í Katar, hefur keypt 12,6 prósenta hlut í Alfesca. Al-Thani greiðir um 5,5 milljarða króna fyrir hlutinn. „Þetta er fyrsta stóra fjárfestingin úr Arabalöndum,“ segir Þórður, og bætir því við að hann vonist til þess að þetta verði til þess að glæða áhuga á fjárfestingum þaðan hér á landi. Mikið fé sé í umferð í Mið-Austurlöndum og vonandi skili það sér að einhverju leyti hingað til lands. - ikh Fyrsta stóra fjárfestingin ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON ÞRÓUN Á GJALDEYRISMARKAÐI Hér má sjá veltuþróun í viðskiptum með krónur á millibankamarkaði síðan í maí í fyrra. Fyrir ári var mánaðarveltan yfir 50 milljörðum króna, en í nýliðnum mánuði var hún 9,5 milljarðar króna. Efast um evruna „Spánverjar hafa efasemdir um evruna í dag. Vissulega hefur dregið úr verðbólgu. En stýri- vextir eru háir, útflutningur til Suður-Ameríku hefur dregist saman, fasteignamarkaðurinn á niðurleið og atvinnuleysi að aukast í röðum útlend- inga,“ segir hinn spænski Xavier Sala-i-Martin, prófessor í þjóðhag- fræði við Columbia háskóla í New York í Bandaríkjunum. Sala-i-Martin hélt í gær erindi um sam- keppnishæfni landa sem þátt tóku í könnun Alþjóðaefna- hagsstofnunarinnar (e. World Economic Forum) í fyrra. Ísland lenti í 23. sæti. Ekki nóg að skoða málið Sala-i-Martin sagði eðlilegt að mönnum væri umhugað um stöðu Íslands í þeim ólgusjó sem riðið hafi mörkuðum síðustu misserin. Eina leiðin til að auka samkeppnishæfni væri að auka framleiðni, opna hagkerfið og hafa stöðugan gjaldmiðil. Hann sagði upptöku evru ekki endanlega lausn og benti á að Spánverjar hefðu kannað kosti og galla hennar í þaula áður en þeir gengu í myntbandalagið. Menn hafi verið jákvæðir í upphafi en raunin orðið önnur þegar á leið, ekki síst síðustu mánuði. Stýrivextir á evrusvæðinu séu háir og svipuðu máli gegni um gengi evru. Þessi þróun hafi sett strik í reikn- ing margra. „Það er samt óvíst að það sama eigi við um Ísland,“ sagði hann. Peningaskápurinn... Atvinnuleysi mældist 5,5 prósent í Bandaríkjunum í nýliðnum mán- uði, samkvæmt tölum sem birtar voru í gær. Þetta er hálfu pró- sentustigi meira en mánuðinn á undan og talsvert meira en reikn- að var með. Bandarískir fjármálasérfræð- ingar segja ljóst að lausafjár- þurrðin og aðstæður á mörkuðum hafa valdið því að fyrirtæki hafi hægt á mannaráðningum og geti það aukið líkurnar á samdráttar- skeiði vestanhafs. Í kjölfar birt- ingarinnar lækkuðu hlutabréf á mörkuðum vestanhafs. - jab Fjárfestar svart- sýnir vestanhafs REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 Snúrustaurar Verðmat Greiningar Glitnis vegna hlutafjárútboðs Marel Food Syst- ems er 112 krónur á hlut, 26 pró- sentum yfir útboðsgenginu sem var 89 krónur á hlut. Útboðinu, sem er vegna fjármögnunar á kaupum á Stork Food Systems, lauk í gær. Upplýsingar um viðtökur lágu ekki strax fyrir. Gengi bréfa Marels stóð í 91 krónu á hlut í gær og hafði lækkað um 2,15 prósent. Hörður Arnarson, forstjóri Mar- els, sagðist hins vegar í gær bjart- sýnn á útboðið. „Núna er að aukast áhugi erlendra fjárfesta, bæði frá Skandinavíu og Mið-Evrópu,“ segir hann. Í danska viðskiptablaðinu Børsen er í gær frá því greint að verðhækkanir á hrávöru og mat- vælum lokki stærri fjárfesta að matvælaiðnaði. Þá segir blaðið að fyrirtæki sem selji tækni og búnað til matvælaframleiðenda séu sér- staklega áhugaverð þar sem þau auki nýtingu og skilvirkni hjá mat- vælaframleiðendum. -as Mat fjórðungi yfir útboðsgengi MARKAÐSPUNKTAR Yfir 30.000 viðskiptavinir hafa sagt skilið við Danske Bank í Finnlandi eftir tæknivandamál og hæga þjón- ustu, greinir Berlingske Tidende frá undir yfirskriftinni „Stórfelldur flótti viðskiptavina frá Danske Bank“. Velta á gjaldeyrismarkaði nam 25,7 milljörðum króna í gær, að því er greiningardeild Landsbankans segir. Gengisvísitala krónunnar stóð í 152,70 stigum í lok dags og hafði hún veikst um 0,13 prósent yfir daginn. „Mikil hækkun hefur orðið á hráolíu- verði undanfarna tvo daga og lætur nærri að tunnan hafi hækkað um tólf dollara,“ segir greiningardeild Kaup- þings. Verðið fór í gær í yfir 134 dali, en í nýrri umfjöllun Morgan Stanley er verðinu spáð í 150 dali á tunnu innan mánaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.