Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000
LAUGARDAGUR
● heimili&hönnun
„Okkur líður afar vel hér,“ segir Dögg þegar hún er heimsótt í gula húsið sitt við Framnesveginn. Þar á hún við sig, sambýlismann-inn Ólaf Finnbogason og dóttur-ina Agnesi Hjaltalín Andradóttur. Eflaust tæki kisan Regína undir þessi orð ef hún talaði manna-mál. „Þetta er um það bil hundrað ára gamalt hús og var íþróttahús uppi í Rauðhólum,“ segir Dögg og bætir við hlæjandi: „Þeir sem þekkja íþróttahúsin við MR og Kvennó skilja það – aðrir ekki.“ Síðan heldur hún áfram með sögu hússins. „Edda Heiðrún Backman og systir hennar keyptu hér landfyrir 25 árum
tvö gömul hús sem pabbi þeirra sá um endurbætur á. Við keypt-um húsið í lok síðasta árs af Ág-ústi Ólafi Ágústssyni og Þor-björgu Gunnlaugsdóttur og flutt-um inn í mars eftir að hafa málað veggi, pússað öll gólf og sprautað eldhúsinnréttinguna.“ Húsið er umvafið gróðri og Dögg segir hverfið afar rólegt og gott. „Sumum finnst þeir vera að stíga inn í sumarbústað þegar þeir koma hingað,“ segir hún. „Þrátt fyrir að húsin standi þétt þá skil-ur gróðurinn á milli þeirra.“ Þó að heimilið beri vottnost
Dögg er nýbúin að opna bókabúð á Laugavegi 51. Auk DVD diska, dagblaða og tímarita sem tengj-ast viðskiptalífinu selur hún þar bækur um fyrirtæki, leið-toga og markaðs-mál. „Bækur sem ég mundi vilja lesa sjálf,“ segir hún. Búðin heit-ir Skuld. „Nafnið er vísun í örlaga-nornirnar þrjár í Völuspá,“ útský i
Í hlýlegu hundrað ára íþróttahúsi● Vestan til í Vesturbænum býr Dögg Hjaltalín í vinalegu húsi ásamt sambýlismanni og
dóttur. Viðargólf og gömul húsgögn hæfa húsnæðinu vel.
Mæðgurnar Dögg og Agnes kunna vel við sig í Vesturbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Agnes á sitt prívat uppi í risi.
Pallurinn býður upp á útivist í góðu skjóli.
7. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR
6
H
Ú
S&
H
EI
M
IL
I
7. júní 2008 — 153. tölublað — 8. árgangur
Breytti reglum tískunnar
FRANSKI HÁTÍSKU-
HÖNNUÐURINN YVES
SAINT LAURENT LÁTINN
46
Í MINNINGU DJASSISTA
Árni Scheving hefði orðið sjötugur
á morgun. Fréttablaðið rifjar upp
feril þessa merka tónlistarmanns.
VANDINN AÐ
VELJA SÉR LIÐ
EM í knattspyrnu hefst í dag
og margir Íslendingar munu
neyðast til að velja sér nýtt
lið til að styðja. Fréttablaðið
skoðar málin á hreinskilinn
og hlutlausan hátt.
HELGIN 36-38
FLÓTTAFÓLK „Við hjónin vorum
flæmd frá Júgóslavíu fyrir það
eitt að ég er Króati en hann Serbi.
Á þessum árum gat blandað hjóna-
band verið dauðasök,“ segir Drag-
ana Zastavnikovic. Fjölskylda
hennar var í hópi flóttafólks sem
kom til Ísafjarðar 1996.
„Koman til Íslands veitti mér
annað tækifæri og hér hef ég öðl-
ast nýtt líf. Við eigum að veita
fleirum það tækifæri sem Íslend-
ingar voru svo góðir að veita mér,“
segir hún.
Hún segir umræðu um flótta-
fólk vera á villigötum. „Þetta er
mannúðaraðgerð og snýst um að
hjálpa fólki. Fólk sem talar um
mikinn kostnað veit ekki hvað það
er að tala um. Vissulega getur ein-
hver heilbrigðiskostnaður fylgt
fólki sem hefur verið lengi á
flótta.
Flóttafólk er hins vegar ekki að
biðja um einhvern lúxus, aðeins
færi á að lifa öruggu lífi með fjöl-
skyldu sinni.“ - kóp/ sjá síðu 16
Dragana Zastavnikovic flúði átök í fyrrum Júgóslavíu:
Öðlaðist nýtt líf á Íslandi
HVESSIR MEÐ RIGNINGU Í dag
verða austan 8-18 m/s sunnan til,
hvassast allra syðst en 5-10 annars
staðar. Fer að rigna sunnan til um
hádegi. Rigning víða um land í
kvöld, síst norðaustan til.
VEÐUR 4
13
15
15
1212
19
VEÐRIÐ Í DAG
RÚSSLAND, AP Mikhaíl Gorbatsjov,
sem var síðasti leiðtogi Sovétríkj-
anna áður en þau liðu undir lok
fyrir tæpum tveimur áratugum,
vill að stofnað verði nýtt safn í
Rússlandi sem yrði helgað
grimmdarverkum Sovétstjórnar-
innar og fórnarlömbum þeirra.
„Sigrast þarf á gleymskunni,
styrkja þarf lýðræði og frelsi,“
sagði Gorbatsjov í yfirlýsingu,
þar sem hann kynnir þessa
hugmynd.
Hann varaði sérstaklega við
nýlegum tilraunum fólks í
Rússlandi til að sýna Jósef Stalín
í góðu ljósi, sem „snjallan
framkvæmdastjóra“ frekar en
blóðþyrstan harðstjóra.
- gb
Mikhaíl Gorbatsjov:
Vill safn um
Sovétgrimmd
MIKHAÍL GORBATSJOV Varð síðasti
leiðtogi Sovétríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ORKUMÁL Guðmundur Þórodds-
son, fyrrverandi forstjóri Orku-
veitunnar og REI, fékk tilboð frá
bandarískum fjárfestingarsjóði
um að stofna nýtt jarðhitafyrir-
tæki á þeirra vegum. Hann telur
að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
fyrrverandi borgarstjóri, hafi
sagt rétt frá þegar hann fullyrti
að hann hefði ekki séð lista yfir
nöfn þeirra sem áttu að fá að
kaupa hlutafé á stjórnar- og eig-
endafundi Orkuveitunnar í upp-
hafi REI-málsins.
Í ítarlegu viðtali við Fréttablað-
ið segir Guðmundur að áður en
honum var sagt upp störfum sem
forstjóra Orkuveitunnar og REI
hafi bandarískur fjárfestingar-
sjóður leitað til hans um stofnun
jarðhitafyrirtækis. Spurður um
peningahlið þessa máls segir Guð-
mundur að enginn fari af stað
með nýtt jarðhitafyrirtæki með
minna stofnfé en um það bil
tuttugu milljarða króna. „Þessi
verkefni eru einfaldlega svo stór
að það er ekki farið af stað fyrir
minna.“
Guðmundur rifjar upp stjórn-
ar- og eigendafund Orkuveitunn-
ar þar sem það var tilkynnt að
REI og Geysir Green Energy yrðu
sameinuð. Hann segir að Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáver-
andi borgarstjóri, hafi sagt rétt
frá varðandi það að hafa ekki séð
nafnalista á fundinum yfir þá sem
áttu að fá að kaupa hlutafé í REI.
Vilhjálmur var hins vegar rengd-
ur um þetta og upphaf REI-máls-
ins er oft rakið til fundarins. „Ég
var spurður um þetta einu sinni
og svaraði því. En ég hafði ekki
hugmynd um það á þeim tíma að
Vilhjálmur hefði ekki fengið list-
ann,“ útskýrir Guðmundur. Hann
telur Vilhjálm ekki bera ábyrgð á
málalyktum í REI-málinu.
Guðmundur segist hafa rætt
við Kaupþing um grundvöll þess
að stofna félag starfsmanna um
fjármögnun á verkefnum REI.
- shá / sjá síður 30-32
Boðið að stofna nýtt
félag í jarðhitaútrás
Guðmundi Þóroddssyni var boðið að stofna jarðhitafyrirtæki í samstarfi við
bandarískan fjárfestingarsjóð. Stofnfé telur hann um tuttugu milljarða. Hann
segir Vilhjálm Þ. ekki hafa séð lista um kaup á hlutafé í REI á stjórnarfundi OR.
ÞJÁÐST FYRIR LISTINA Menn leggja ýmislegt á sig fyrir listina og svipurinn á Amber ber með sér að húðskreytingar eru ekki sárs-
aukalausar. Hún lét sig þó hafa það og Mindy, sem mundar húðflúrpennann, rýnir í fyrirmyndina. Það er líka eins gott að vanda
sig því erfitt er að stroka út ef vitleysur eru gerðar. Íslenska tattúráðstefnan er nú haldin í þriðja sinn. Hún fer fram á Tunglinu og
stendur til morguns. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
OLÍUVERÐ Enn hækkar olíuverð og
fór fatið af hráolíu í 139 dollara í
gær. Það var hækkun um 11
dollara og hefur olíuverð aldrei
verið hærra. Gengi hlutabréfa á
Bandaríkjamarkaði tók mikla
dýfu í gær í kjölfar olíuhækkun-
arinnar.
Bandarísku bankarnir Morgan
Stanley og Goldman Sachs spá
því að verð á olíufati fari í 150
dollara innan mánaðar. Bankarnir
draga línuna við 4. júlí, þjóðhátíð-
ardag Bandaríkjanna.
Nokkuð hefur borið á því að
fjárfestar hafi flúið yfir í olíuna
til þess að verja sig fyrir lækkun
dollarans. - kóp
Olíuverð aldrei hærra:
Olían í 150 dali
innan mánaðar
34