Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 80
52 7. júní 2008 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
EM 2008 Roberto Rosetti dómari
blæs til 23 daga fótboltaveislu
klukkan 16 í dag þegar heimaþjóð-
in Sviss mætir Tékkum í opnunar-
leik Evrópumótsins. Síðar um
kvöldið mætast Portúgal og Tyrk-
land.
„Leikmenn okkar hafa þroskast
frá því á Heimsmeistaramótinu,“
sagði Alexandre Frei, fyrirliði
Sviss, sem vann sinn riðil á
HM 2006. Svisslendingar
töpuðu fyrir Úkraínu í víta-
spyrnukeppni í 16-liða
úrslitunum. „Ég hef trú á
liðinu og ég veit að okkur
hungrar í árangur. Við
viljum skrá okkur í
sögubækurnar og nú
eigum við möguleika á
því í heimalandinu,“
bætti Frei við en þetta
er fyrsta EM Sviss-
lendinga.
Tékkar voru í úrslitunum 1996
og undanúrslitunum 2004 en eftir
að Karel Poborsky og Pavel
Nedved hættu, auk meiðsla fyrir-
liðans Tomasar Rosicky, efast
margir um getu Tékka. Enginn
ætti þó að afskrifa liðið. „Ég veit
ekki af hverju fólk segir að við
séum ekki jafn góðir og við vorum.
Við höfum komist á þrjú síðustu
stórmót, það sannar styrk okkar
og við munum sanna hann enn á
EM 2008,“ sagði David Jarolim,
miðjumaður.
Vökul auga knattspyrnu-
áhugamanna um allan heim
verða eflaust flest á Cristiano
Ronaldo. Hann hefur rætt um
möguleg skipti sín yfir til
Real Madrid rétt fram að móti
en lofar að einbeita sér að
landsliðinu í júní. Það er
eins gott því Portúgalar
eru í erfiðum riðli.
Luis Felipe Scolari veit að engan
andstæðing má vanmeta en hann
leggur traust sitt eðlilega á Ron-
aldo. „Hann er ungur leikmaður
sem hefur farið í stórbrotna för í
gegnum líf sitt til þessa. Í dag er
hann miðpunktur liðsins okkar,“
sagði Scolari.
Margir hafa bent á að Portúgala
skorti hreinræktaðan sóknarmann
en Scolari blæs á að markaskorun
verði vandamál. „Við höfum
marga gæðaleikmenn innan okkar
raða, leikmenn um allan völl sem
geta skorað,“ sagði þjálfarinn.
Nihat Kahveci, leikmaðurinn
sem Tyrkir treysta hvað mest á,
segir að hver leikur sé eins og
úrslitaleikur fyrir sína menn. „Við
þurfum að spila þetta að okkar
hætti. Við virðum Portúgala, þeir
hafa frábært lið, en við höfum
góða leikmenn hjá okkur líka,“
sagði Kahveci. - hþh
Evrópumótsveislan hefst í dag þegar Sviss mætir Tékkum áður en Portúgal og Tyrkland leika um kvöldið:
Blásið til 23 daga fótboltaveislu í dag
SÍÐASTA ÆFING Karel Bruckner horfir
hér á lærisveina sína frá Tékklandi á
æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
EM 2008 Svissneska lögreglan brá
á það ráð að senda þekktum
knattspyrnubullum bréf þar sem
þær voru vinsamlegast beðnar
um að halda sér frá mótinu í Sviss
og Austurríki. „Kæri herra/frú
bulla“ byrjar bréfið sem sent var
til yfir 300 manns.
Lögreglan hefur gefið út að
ekkert ofbeldi verði liðið en
sérstök fangelsi hafa verið byggð
til bráðabirgða til að hýsa þá sem
verða handteknir vegna óláta. - hþh
Öryggisgæslan á EM:
Lögreglan sendi
bullum bréf
MIKIL GÆSLA Óeirðalögreglan verður
alltaf til taks. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
EM 2008 Í ár var brugðið á þá
nýbreytni að halda fegurðarsam-
keppni milli þeirra þjóða sem
taka þátt í EM í ár. Keppnin var
haldin í Þýskalandi og þótti sú frá
Tékklandi fegurst fljóða. Gríski
keppandinn lenti í öðru sæti og sá
tyrkneski í því þriðja.
- hþh
Nýbreytni fyrir EM:
Tékknesk fegurð
MYNDARLEGAR Sigurvegarinn er hér í
miðjunni með stöllum sínum frá Tyrk-
landi til vinstri og þeirri grísku til hægri.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
EM 2008 Flest bestu hótel Sviss og
Austurríkis hafa verið hertekin af
keppnisliðunum sextán og öllu því
hafurtaski sem þeim fylgja.
Portúgalar gista á Beau-Rivage
sem er fimm stjörnu hótel með
útsýni yfir Neuchatel-vatn og
Frakkar gista á Le Mirador Kemp-
inski á svissnesku Rívíerunni með
útsýni yfir Genfarvatn og frönsku
Alpana. - hþh
Væsir ekki um stjörnurnar:
Lúxus á liðunum
GLÆSILEGT Hótel Portúgala er eitt af
þeim bestu í heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Ísland mætir Rúmeníu á útivelli í dag kl. 16.00
í seinni leik liðanna í undankeppni EM í
handbolta kvenna en Rúmenía vann fyrri
leikinn með talsverðum yfirburðum, 23-37,
í Laugardalshöll. Landsliðskonan Hrafnhild-
ur Skúladóttir, sem leikur með SK Århus í
Danmörku, nær merkum áfanga í leiknum
en hún leikur sinn 100. landsleik fyrir Íslands
hönd í dag.
„Þetta leggst ágætlega í mig og það er
mjög gaman að mæta jafn sterku liði og Rúmenía er.
Þær eru þrælgóðar og lentu í fjórða sæti á HM í desember
á síðasta ári og það er ekki á hverjum degi sem maður fær
tækifæri til þess að spila við topp-fjögur þjóð í heiminum,“
sagði Hrafnhildur sem kvað góða stemningu í íslenska liðinu
fyrir leiknum.
„Það er hugur í íslenska landsliðshópnum að gera betur en
síðast og klára þetta verkefni með sæmd,“ sagði Hrafnhildur
sem kvað íslenska liðið geta tekið margt jákvætt út úr
fyrri leik liðanna þrátt fyrir fjórtán marka tap.
„Fyrri hálfleikurinn í leiknum í Laugardalshöll var mjög
slakur af okkar hálfu og það var auðvitað ekki gott að
vera þrettán mörkum undir í hálfleik. Við náðum hins
vegar að halda betur í við þær í síðari hálfleik og við
verðum bara að halda því áfram sem frá var horfið þar.
Það er margt jákvætt sem við getum tekið með okkur
úr þessum seinni hálfleik og við verðum bara að gera
það,“ sagði Hrafnhildur sem telur möguleika Íslands í
seinni leiknum í Rúmeníu fyrst og fremst liggja í góðum
varnarleik.
„Möguleikarnir okkar eru ekkert í sóknarleiknum á
móti svona sterku liði, heldur þurfum við að verjast af
grimmd og spila geðveika vörn. Góður varnarleikur gæti
þannig gefið okkur möguleikann á hraðaupphlaupum
sem við verðum að keyra og nýta til þess að fá auðveld
mörk. Þar liggur okkar helsti möguleiki á sigri,“ sagði
Hrafnhildur.
HANDKNATTLEIKSKONAN HRAFNHILDUR SKÚLADÓTTIR: LEIKUR SINN 100. LANDSLEIK FYRIR ÍSLAND HÖND Í DAG
Hugur í okkur að klára verkefnið með sæmd
> Stórleikir í Landsbankadeild kvenna
5. umferð Landsbankadeildar kvenna í fótbolta fer fram
í dag. Valur og KR eru á toppi deildarinnar með fullt hús
stiga eftir fjórar umferðir. Valur mætir Keflavík á útivelli en
KR lenti einmitt í miklum erfiðleikum
þar í 1. umferðnni. KR fær Stjörnuna
í heimsókn en Stjörnustúlkur eru
í þriðja sæti deildarinnar
sem stendur.
Þór/KA hefur bitið
hressilega frá sér
eftir stórt tap gegn Val í 1. umferð
og mætir Fjölni á útivelli. Þá mæta
nýliðar Aftureldingar liði HK/Víkings
og Breiðablik fær Fylki í heimsókn.
Allir leikirnir fara fram kl. 14.00.
Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn.
Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans.
sun. 8. júní
sun. 8. júní
sun. 8. júní
sun. 8. júní
sun. 8. júní
6. umferð
FH Fjölnir14:00
Fram Grindavík14:00
HK ÍA14:00
Valur 14:00
Keflavík KR14:00
Breiðablik
Landsbankadeild karla
Fjölnirlau. 7. júní
lau. 7. júní
lau. 7. júní
lau. 7. júní
lau. 7. júní
5. umferð
Þór/KA
Keflavík Valur14:00
14:00
Afturelding HK/Víkingur14:00
KR Stjarnan14:00
Breiðablik 14:00 Fylkir
Landsbankadeild kvenna