Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 48
● heimili&hönnun Puerta America flokkast undir svokallað design hotel eða hönnunarhótel þar sem allt niður í minnstu smá- atriði eru sérhönnuð til að gera upplifun gestanna stórfenglegri. Arkitektar frá öllum heimshornum voru ráðnir til verksins og fékk hver og einn að hanna eina hæð á hótelinu alveg eftir sínu höfði. Jean Nouvel, Zaha Hadid, Marc Newson og Arata Isozaki voru á meðal þeirra sem komu að verkinu. Hótelið er tólf hæða og með 342 herbergjum, sem skiptast í 308 hefðbundin herbergi, 22 minni svítur og 12 stærri svítur, sem eru á efstu hæð hótelsins, og öll ríkmannlega búin. Hver hæð er 1.200 fermetrar og því fékk hver og einn arkitekt nokkuð stórt rými til að vinna með. Miklar væntingar voru bundnar við hótelið þegar framkvæmdir hófust á því árið 2003 og er óhætt að segja að þær hafi staðist. Puerta America er í alla staði glæsilegt, enda hefur aðsóknin verið góð síðan það var opnað árið 2006 þótt verð á gistingu sé ekki í lægri kantinum. Allar nánari upplýsingar má finna á www.hotelpu- ertamerica.com. - mmr Öllu tjaldað til ● Puerta America í Madríd þykir vera með glæsilegri hótelum í heimi enda eiga nokkrir af færustu arkitektum veraldar heiðurinn að hönnun þess. Hótelið er afar glæsilegt að utan og litadýrðin stórbrotin. Jean Nouvel hannaði bygginguna að utan. MYND/PUERTA AMERICA Arata Isozaki hannaði þessa dökku og virðulegu setustofu á tíundu hæð hótelsins. Teresa Sapey hannaði bílastæðahús hótelsins, sem er ekki af verri endanum. Marc Newson hannaði þennan flotta bar á fyrstu hæð hótelsins. Kathryn Findlay hannaði áttundu hæð hótelsins, sem minnir nokkuð á geimstöð. Christian Liaigre hannaði veitingastaðinn á fyrstu hæð hótelsins. Baðherbergi í einu herbergja hótelsins eftir Ron Arad. Óvenjulegt en flott herbergi sem Zaha Hadid hannaði. Hluti af svokölluðum Plasma-rýmum sem einkennir eina hæð hótelsins. Eve Castro Iraola og Holger Kehne hönnuðu hæðina. 7. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.