Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 86
58 7. júní 2008 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. sælgæti, 6. guð, 8. duft, 9. angan,
11. gelt, 12. orðtak, 14. urga, 16. klafi,
17. ennþá, 18. málmur, 20. tveir eins,
21. hófdýr.
LÓÐRÉTT
1. fjúk, 3. kringum, 4. gróðrahyggja,
5. hamfletta, 7. sambandsríkis, 10.
skraf, 13. atvikast, 15. sál, 16. pota,
19. ónefndur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. buff, 6. ra, 8. mél, 9. ilm,
11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. ok, 17.
enn, 18. tin, 20. dd, 21. asni.
LÓÐRÉTT: 1. drif, 3. um, 4. fégirnd,
5. flá, 7. alríkis, 10. mas, 13. ske, 15.
andi, 16. ota, 19. nn.
Tæplega helmingur þeirra Pólverja sem búa hér á
landi kýs frekar að horfa á útsendingar frá heima-
landi sínu af EM en útsendingar RÚV. Þetta segir
Maciek Kaczynski, dyggur stuðningsmaður pólska
landsliðsins og starfsmaður RVR-Kontrol. Frétta-
blaðið náði í skottið á Maciek og reyndi forvitnast
hvernig honum litist að horfa á Evrópumótið í
knattspyrnu með íslenskri lýsingu. Til að forðast
allan misskilning þá er Maciek ekkert skyldur
forseta landsins, Lech Kaczynski, þótt þeir beri
sama eftirnafn.
„Við náum beinum útsendingum í gegnum
gervihnöttinn og getum þannig fylgst með okkar
mönnum,“ segir Maciek en mikil stemning er í
Póllandi um þessar mundir vegna þátttökunnar á
EM enda í fyrsta skipti sem liðið nær svona langt í
þessari keppni.
Maciek segist hafa heyrt af því að í stærstu
borgunum ætli fólk að hengja pólska fánann upp
hvar sem það verður hægt. Hann íhugi jafnvel að
taka upp sið landa sinna og setja pólska fánann út á
svalir þegar leikir liðsins færu fram. Hins vegar er
fyrsti leikurinn mjög erfiður, gegn erkifjendunum í
Þýskalandi. „Þýskaland er með mjög sterkt lið en
Leo Beenhakker er að gera mjög góða hluti. Ég spái
því að leikurinn fari annaðhvort 1-1 eða 0-0. Við
megum alltént ekki tapa honum.“
Samkvæmt Hagstofunni búa tæplega níu þúsund
manns hér á landi sem eru með pólskt ríkisfang.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sú tala þó
mun hærri að mati Pólverja því inni í þeirri tölu eru
ekki þeir Pólverjar sem hafa fengið íslenskt
ríkisfang á undanförnum árum. - fgg
Pólverjar sleppa íslenskri EM
HORFIR Á PÓLSKU ÚTGÁFUNA Maciek hyggst ekki horfa á
Hrafnkel Kristjánsson eða Þorstein Joð heldur kýs frekar pólska
starfsbræður þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
„Eftir yndislegan fund í ráðhúsinu fyrr í
vikunni með öllum sem að þessum málum
koma, meðal annarra borgarstjóra og Stefáni
Eiríkssyni lögreglustjóra þar sem kom fram
einlægur vilji til að leysa vandamál í samein-
ingu fengum við bréf þar sem okkur er gert
að stytta afgreiðslutímann,“ segir Kormákur
Geirharðsson, vert á Ölstofunni.
Honum, ásamt eigendum Vegamóta, hefur
borist bréf frá borgaryfirvöldum þar sem
þeim er gert að loka stöðum sínum klukkan
þrjú um helgar en ekki hálf sex, eins og verið
hefur. Samkvæmt tilskipun á þessi breyting
að taka gildi hálfum mánuði frá dagsetningu
bréfsins sem barst þeim á fimmtudag.
Fréttablaðið hefur fjallað um ýfingar íbúa í
miðborginni við veitingastaðaeigendur en
eftir að reykingabannið gekk í gildi hefur
hávaði við veitingastaði aukist til muna.
Lögreglustjóri hefur mælt með styttri
afgreiðslutíma sem lausn á þessum vanda
en veitingastaðaeigendur vilja meina að það
sé engin lausn.
Það er þungt í Kormáki hljóðið vegna
þessa. Hann segir þetta hnífstungu í bakið
því þrátt fyrir viljayfirlýsingar þess efnis
um að leysa beri vandann í samein-
ingu, séu boð og bönn eina sem í
boði er. „Við munum berjast gegn
þessu. Og þurfum að verja
hundruðum þúsunda í lögfræði-
kostnað,“ segir Kormákur sem
segir rekstrargrundvelli kippt
undan staðnum með þessu. Og
það sem verra er, þá mun
vandinn enn vera til staðar eftir
sem áður að hans mati verði þetta
lendingin. „Heilbrigðis- og sam-
göngunefnd byggir þetta á skýrslum
lögreglustjóra um kvartanir. Við
höfum viljað skoða það nánar, teljum
þessar kvartanir koma mest frá einu
símanúmeri og það er hart ef ég get,
ef mér býður svo við að horfa, lagt
einhvern tiltekinn stað í einelti.
Hringt stöðugt í lögreglu með
kvartanir og komið því svo
fyrir að honum sé bara lokað.
Við erum með hundrað
manns í vinnu.“
- jbg
Opnunartími Ölstofu og Vegamóta styttur
KORMÁKUR GEIRHARÐSSON
Þeir á Ölstofunni ætla að berjast
gegn tilskipun um styttan opnunar-
tíma með öllum tiltækum ráðum.
PERSÓNAN
Árni Finnson
Aldur: 50 ára.
Starf: Formaður
Náttúruverndar-
samtaka Íslands,
og starfa fyrir
Green Peace á
Norðurlöndum.
Fjölskylda:
Kvæntur Hrafn-
hildi Arnkelsdótt-
ur, skrifstofustjóra Hagstofunnar.
Þau eiga tvær dætur, Láru og
Karítas.
Foreldrar: Hulda Árnadóttir,
fyrrverandi kennari, og Finnur Torfi
Hjörleifsson, fyrrverandi dómari.
Búseta: Grandavegi, Vesturbæ.
Stjörnumerki: Hrútur.
Árni Finnson harmaði að ísbjörninn í
Skagafirði náðist ekki lifandi, en ísbirnir
eru í útrýmingarhættu.
Það er kreppa og dýrtíð. Tveir veitingastaðir á
Laugavegi 22 spyrna við fótum og bjóða upp á
ódýrari mat en gengur og gerist. Fólkið sem rekur
staðina segist hugsa um annað en gróða. Það er
sátt ef það kemur út á núlli.
„Við vorum bara búin að fá nóg af því að fá
okkur samlokur og gos á 2.500 kall,“ segir Íris
Dögg Konráðsdóttir, einn af eigendum 22, sem
opnaði fyrir viku undir gamla nafninu. Hafði heitið
Barinn um hríð. „Við erum að gera okkar besta til
að standa okkur á krepputímum,“ segir Íris.
„Matseðilinn er skemmtilegur og pínulítið öðruvísi
en gengur og gerist og dýrasti rétturinn kostar
1.290 kr, alvöru steikarsamloka úr nautafille.“
Við hliðina er Santa María, veitingastaður í
mexíkóskum stíl þar sem enginn réttur kostar yfir
þúsund krónum. María Hjálmtýsdóttir rekur
staðinn ásamt mexíkóskum eiginmanni sínum,
Ernesto Ortiz. „Fyrst og fremst byrjuðum við með
staðinn vegna þess að við tímdum voða lítið að fara
út að borða sjálf því okkur fannst allt svo hrika-
lega dýrt,“ segir María. „Við lítum frekar á þetta
sem atvinnusköpun fyrir fjölskylduna og það góða
fólk sem vill vinna með okkur. Við opnuðum ekki
staðinn til að sitja sjálf heima og bíða eftir
peningum í vasann. Okkur langar hvorki í Rolex né
Range Rover. Ef okkur tekst að borga öllum laun
og borga alla reikninga er takmarkinu náð. Við
látum allt kosta þannig að okkur finnist við vera
sanngjörn og allir séu glaðir.“
Móttökur almennings hafa verið frábærar og
fullt er út úr dyrum á hverju kvöldi – „enda margir
orðnir leiðir á okrinu,“ segir María. „Einhverjir
veitingahúsaeigendur hér í nágrenninu hafa þó
látið okkur vita að þeim finnist þetta ósanngjörn
samkeppni við sig. En við höldum okkar striki,
enda þurfum við ekki að smyrja ofan á matinn
fyrir tíu milljóna króna svarthvítri og ferkantaðri
innanhúshönnun. Þegar við opnuðum staðinn
héldum við í sem mest af innréttingunum og
máluðum svo bara sjálf.“ gunnarh@frettabladid.is
ÍRIS OG MARÍA: TVEIR ÓDÝRIR VEITINGASTAÐIR VEKJA ATHYGLI
Berja niður okrið á Laugavegi
REYNUM AÐ STANDA OKKUR Á KREPPUTÍMUM Íris Dögg
Konráðsdóttir, ein af eigendum 22. Hún var orðin leið á því
að borga 2.500 krónur fyrir samloku og gos. Nú kostar dýrasti
rétturinn 1.290 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
LANGAR HVORKI Í ROLEX NÉ RANGE ROVER Ernesto Ortiz hjá
Santa María þar sem allir réttir eru undir þúsundkallinum.
Sannkölluð vin í eyðimörkinni. FRÉTTALAÐIÐ/RÓSA
Furðuleg saga gengur þess efnis
að Megas hafi selt lagið „Ef þú
smælar framan í heiminn” í auglýs-
ingu Toyota. Íslenska
auglýsingastofan á að
hafa skrifað handritið,
Pegasus kvikmyndað
og Megas að hafa
þegið 1,3 milljón
fyrir. Mun þetta
þá vera fyrsta
lag sem Megas
selur í auglýs-
ingu. Gríðarleg
leynd er um málið og allir aðilar
neita að staðfesta eitt eða neitt
nema umboðsmaður Megasar,
Rúnar Birgisson, sem segir ekkert
slíkt í spilunum. Þegar Megas sé
annars vegar sjái ekki í hann fyrir
kjaftasögum en Rúnar eigi hins
vegar fullt af óútfylltum reikningum
sem hann vilji gjarnan senda út
vanti einhvern lag í auglýsingu.
Jón Gnarr lýsti því yfir við Frétta-
blaðið að hann treysti sér ekki
lengur í messur hjá kaþólsku kirkj-
unni eftir tvær Síma-aug-
lýsingar. Andrúmsloftið
væri með þeim hætti
að honum fyndist hann
ekki velkominn. Ekki
er hins vegar að sjá
á vefsíðu kaþólsku
kirkjunnar að henni
sé eitthvað mikið í
nöp við grínistann
því á heimasíðu
hennar er Jón Gnarr enn titlaður
sem umsjónarmaður bókasölu.
Sturla Jónsson og félagar tilkynntu
í gær stofnun Lýðræðisflokksins.
Stuttu síðar steig Ástþór Magnús-
son fram og sagðist eiga nafnið og
myndi ekki láta það af hendi. Sturla
svaraði því til að annað nafn skyldi
fundið og klykkti út
með góðri lífsspeki:
„Lífið er of stutt til þess
að vera að standa í
deilum.“ Það var
einmitt það.
-jbg/fgg/shs
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8
1 Sigurður Tómas Magnússon.
2 Austurríki og Sviss.
3 Jón Gnarr.