Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 83
LAUGARDAGUR 7. júní 2008 55 FÓTBOLTI Eins og kunnugt er var Guðjón Þórðarson, þjálfari Skaga- manna, dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fimmtudag. Bannið fékk Guðjón vegna ummæla sem hann lét falla eftir leik Keflavíkur og ÍA í lok síðasta mánaðar. Guðjón er fyrsti þjálfarinn í efstu deild sem settur er í leikbann fyrir ummæli. Guðjón vildi lítið tjá sig um málið á fimmtudag en hann tjáði sig við Fréttablaðið í gær eftir að hafa skoðað dóminn og sofið á málinu. „Ég tek þessu illa. Þeir tengja ummælin þess utan leiknum en þessi ummæli tengjast ekki leikn- um samkvæmt laganna hljóðan. Þar segir að þegar dómari er geng- inn til búningsklefa er vettvangi lokið,“ sagði Guðjón í gær en hann getur ekki stýrt sínu liði gegn HK á sunnudag. „Ég má ekki vera í búningsklef- anum klukkutíma fyrir leik en má fara inn þegar dómari hefur geng- ið til klefa. Samkvæmt þessu er ekki rétt að tengja ummæli mín við leikinn því þegar þau féllu hafði ég gengið til klefa líkt og dómarinn og fer síðan aftur út í viðtöl,“ sagði Guðjón. Ekki hefur verið tekið nein ákvörðun á Akranesi um hvort þeir fari lengra með málið. „Ég er að skoða hvort ég geri eitthvað. Það er til fullt af leiðum en ég kemst ekki lengra með málið hjá KSÍ. Ég mun skoða þetta í róleg heitunum því þetta er klárt ofbeldi,“ sagði Guðjón en hann er ósáttur við að honum sé meinað að sinna starfinu sínu. „Það er talað um að ég hafi skað- að ímynd íslenskrar knattspyrnu en ef það er skoðuð könnun á Vísi þar sem spurt sé hvort ég hafi skaðað ímynd íslenskrar knatt- spyrnu þá kemur í ljós að það eru ansi margir ósammála KSÍ. Nú er mér ekki heimilt að vinna mína vinnu og það er alvarlegt mál þegar mönnum er meinað að vinna vinnuna sína. Það finnst mér vera alvarlegasti hlutinn því það er verið að hafa áhrif á mína lífsaf- komu með þessum dómi,“ sagði Guðjón sem segist standa við allt sem hann sagði í viðtalinu umrædda. Ólafur Ragnarsson dómari, sem dæmdi leikinn í Keflavík, hefur aðeins dæmt þann eina leik í sumar og dæmir ekki á sunnudag. Hvað finnst Guðjóni um það? „Það skiptir mig engu máli en ég er feg- inn að hann sé ekki að dæma. Það að hann sé ekki að dæma segir kannski sína sögu,“ sagði Guðjón Þórðarson að lokum. henry@frettabladid.is Þetta er ofbeldi Guðjón Þórðarson segist taka leikbanninu sem hann fékk illa. Hann segir dóminn vera klárt of- beldi sem hafi áhrif á hans lífsafkomu. EKKI SÁTTUR Guðjón Þórðarson er ekki sáttur við bannið sem hann var dæmdur í og segist taka dómnum illa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Akureyri handboltafélag hyggst leysa úr fjárhagsvanda sínum með því að sníða sér stakk eftir vexti. Auglýsingatekjur fara að stærstum hluta í að borga niður háa skuld félagsins en búið er að gera upp við alla leikmenn sem áttu inni laun. Fjárhags- vandinn tekur sinn toll. Óvíst er hvort Rúnar Sigtryggsson þjálfi liðið áfram. „Það er ekki víst að ég þjálfi og það er óvíst hverjir spila. Það er verið að vinna að þessu en það gengur hægt og áður en kemur að því að ræða þetta þarf að taka á þessum fjárhagsvanda. Það tekur sinn tíma og við vitum á hverju það bitnar. Menn hafa ekki endalausa þolinmæði til að bíða og Sveinbjörn mark- maður og Ásbjörn eru þegar farnir,“ sagði Rúnar við Fréttablaðið í gær. Ferðakostnaður er einn stærsti kostnaður deildar- innar. Hann var sjö til átta milljónir á síðasta tímabili en keyrt var með rútu í alla deildarleikina með karla- og kvennaliðið.Hann minnkar nú þar sem kvennalið- ið spilar undir merkjum KA en Hannes Karlsson, for- maður Akureyrar handboltafélags, segir að allra leiða verði leitað til að lækka ferðakostnaðinn. „Mark- miðið næsta vetur er að halda honum í algjöru lág- marki. Ódýrasta leiðin er að nota einkabíla og eins og staðan er núna stefnir allt í það. Leikmenn þurfa þó ekki að keyra sjálfir,“ sagði Hannes en í síðustu umferðunum í vor keyrðu leikmenn á einkabílum suður. Rúnar er eðlilega ósáttur við ástandið. „Það er ekki ásættanlegt að keyra þetta á einkabílum. Tekjurnar eru nægar en það hefur ekki verið spilað rétt úr hlut- unum. Skuldin er þessi,“ sagði Rúnar sem er ekki í vafa um á hverju þetta kemur mest niður. „Það eru gæði liðsins sem verða verst úti, þau minnka til muna,“ segir Rúnar sem hefur meiri áhyggj- ur en Hannes. „Handboltans vegna veldur þetta mér áhyggjum og persónulega er leiðinlegt hvernig þetta er orðið. Þetta er ekki í mínum höndum eða leikmanna heldur félaganna. Ef þú ætlar að ná árangri þarf að vanda til varðandi ferðamáta og umgjörð. Það er ekki síður mikilvægt en annað. Við erum eina landsbyggð- arliðið sem er eftir í úrvalsdeildinni og ef þessir menn ætla að gera það þá verðum við ekki í þessu mikið lengur,“ segir Rúnar. - hþh Óvíst er hvort Rúnar Sigtryggsson þjálfi Akureyri á næsta tímabili: Ekki boðlegt að nota einkabíla BREYTINGAR Miklar breytingar verða á leikmannahópi Akureyrar. Einar Logi Frið- jónsson er á förum og gæti hann farið til útlanda. Magnús Stefánsson mun einnig yfirgefa Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/PEDROMYNDIR Lyf skipta sköpum! „Heilbrigð efri ár - mikilvægt hagsmunamál!“ „Miklar breytingar hafa átt sér stað á almennri lýðheilsu Íslendinga síðustu áratugi. Ber þá ekki síst að þakka eftirliti með hjarta- og æðasjúkdómum, m.a. með mælingum á blóðþrýstingi og blóðfitu og viðeigandi með- ferðarúrræðum. Aukin þekking, almenn heilsuefling og það að fylgst er mun fyrr með almennu heilsufari fólks, hefur leitt til þess að hægt hefur verið að koma í veg fyrir eða seinka ýmsum alvarlegum áföllum. Slíkar forvarnir stuðla ekki einungis að auknu heilbrigði á efri árum heldur einnig meiri lífsgæðum. Meiri þekking, árvekni og fjölbreytilegar meðferðarlausnir gera okkur því kleift að horfa björtum augum til langrar framtíðar án óþarfa kvilla og verkja.“ Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarfræðingur. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.