Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 60
32 7. júní 2008 LAUGARDAGUR áfram í Djíbúti nema staðið sé á bak við það verkefni. Þetta eru verkefni sem hafa fengið mjög krítíska skoðun og IFC, fjármögn- unarsjóður Alþjóðabankans, er til- búinn til að koma inn í fjármögn- un á hagkvæmnirannsóknum, og það á jafnvel við um aðra sjóði. Það er viðurkenning á að þetta sé gott verkefni og IFC er líklega líka tilbúið til að koma með REI í verkefnin í Indónesíu. Það er stór- kostlegur árangur og myndi hækka prófílinn á Íslendingum verulega. Það er athyglisvert að rafmagn er það sem stendur helst þróun fyrirtækja í Afríku fyrir þrifum. Þetta er eitthvað sem þessar þjóð- ir líta á sem raunhæfa aðstoð. Það sem manni finnst erfiðast við REI-málið er að búið er að vekja svo miklar vonir með því að sýna fram á kunnáttu og vilja til að framkvæma. Með svona mikla til- trú væri skelfilegt að geta ekki uppfyllt það sem rætt hefur verið um. Ég veit að allir starfsmenn REI hafa fengið atvinnutilboð og eru með atvinnutilboð. Þetta eru menn sem mikil eftirspurn er eftir og það sem hefur haldið þeim hjá REI er að þeim finnst vænt um verkefnin og vilja klára það sem þeir hafa lofað. Það er vegna þess að verkefnin eru sannarlega þess virði að þau nái fram að ganga. Þú hefur sagt að þú og starfs- menn REI hafið haft hug á að fóstra verkefni fyrirtækisins. Ég og starfsmennirnir buðum stjórn Orkuveitunnar að við skyld- um taka verkefnin að okkur og sjá um að fjármagna þau. Kveikjan að því var sú að miðað við yfirlýsing- ar nokkurra borgarfulltrúa þá var ekki vilji til að standa að baki þeim. Við ræddum við banka til að sjá hvort þetta væri óraunhæft og vorum mjög bjartsýnir á að við gætum gert þetta. Hins vegar gátum við ekki farið af stað með það nema um slíkt væri gagn- kvæmur vilji. Sú hugmynd fór ekki lengra en við höfðum þá trú á verkefnunum að við vorum tilbún- ir til að setja okkur sjálfa undir. Hefur þú undirbúið að stofna þitt eigið fyrirtæki og reynt að fá lykilstarfsmenn REI til starfa þar sem þú nýtur trausts þeirra? Það hefur ekkert verið ákveðið um það og of snemmt að svara einhverju um þetta. En þú ræddir við Kaupþing um að stofna fyrirtæki? Það er rétt að við töluðum við Kaupþing til að kanna það hvort grundvöllur væri fyrir stofnun félags starfsmanna um fjármögn- un á verkefnunum. Þeir voru mjög jákvæðir á að það væri hægt að búa þetta til. En við höfum hins vegar ekki gert neitt meira ennþá. Stjórn Orkuveitunnar og REI verða að marka stefnu um hvaða verkefni verður haldið áfram með og hvað þau vilja bakka þau mikið upp og hvernig fé verður fundið til þess. Það er kannski það sem hefur vantað, skýrs sýn á þetta. Það er alveg ljóst að það er ekki hægt að fara í svona verkefni öðruvísi en að leggja eitthvað fram sjálfur. Hafa ekki erlendir aðilar þá leitað til þín persónulega og beðið þig um að stjórna útrásarfyrirtæki á þeirra vegum? Jú, ég hef fengið tilboð um það. Frá hverjum? Frá bandarískum fjárfestinga- sjóði sem ég vil ekki nafngreina. Þeir hafa boðið mér slíkt sam- starf. Þeir buðust til að fjármagna startið á jarðhitafyrirtæki. Þetta hlýtur að vera mjög spenn- andi tækifæri fyrir þig? Hafa fjár- hæðir verið nefndar í þessu sam- bandi? Já, þetta er spennandi tækifæri. Þetta eru aðilar sem vilja komast inn í þennan jarðhitaiðnað og eng- inn er að velta fyrir sér minna en 300 milljónum dollara í stofnfé. Þetta eru einfaldlega svo stór verkefni að það er ekki hægt að fara af stað fyrir minna. Mundir þú ekki bjóða lykil- starfsmönnum REI starf ef þú tækir ákvörðun um að stofna slíkt fyrirtæki? Þetta eru allt hæfir starfsmenn en ég myndi ekki vilja skemma fyrir REI. Kannski má segja að ef ég stofnaði slíkt fyrirtæki myndi ég taka við þeim ef þeir væru að leita sér að vinnu. Ég myndi hins vegar ekki gera innrás í REI til að ná starfsmönnum sem þar vinna. Forseti Íslands Nú er vitað að þú ert góður vinur forseta Íslands. Getur þú sagt mér meira um vináttu ykkar og sam- starf í málefnum orkuútrásarinn- ar? Forsetinn hefur unnið gríðar- lega gott starf í orkuútrásinni. Bæði hefur hann bætt ímynd landsins í heiminum sem vist- vænnar orkuþjóðar. Auk þess hefur hann verið óþreytandi í því að nota ferðir embættisins til að tengja íslensku fyrirtækin inn í útrásina. Þannig hefur hann leit- að uppi fólk sem tengist útrásinni og fengið til landsins. Það er stöðugur straumur fólks til landsins fyrir hans tilstuðlan til að sjá þetta með eigin augum og það hefur haft gríðarlega mikið að segja. Samspilið á milli forsetans, orkuverkefna og þess að við erum lítil þjóð sem vinnur saman hefur gefið íslensku þjóð- inni ótrúlega sterka stöðu. Þú hafðir á orði við uppsögn þína að þú værir því feginn að losna frá fyrirtækinu á þeim tímapunkti. Hvað áttir þú við? Það voru hlutir í stefnu fyrir- tækisins sem ég var ekki sáttur við. Mér var Bitruvirkjun efst í huga því það var erfitt að hlusta á eigendur og stjórnarmenn fagna því þegar hún var slegin af. Við byrjuðum á þessu verkefni áður en Orkuveitan var stofnuð. Skoðun Skipulagsstofnunar var sú þriðja í röðinni og fyrirtækið er búið að setja í þetta milljarð króna og starfsmenn þrettán ára ötult starf. Mér fannst ekki við hæfi að menn fögnuðu þessari niðurstöðu og finnst sorglegt að klára þetta ekki. Bitruvirkjun Á næsta ári er von á rammaáætl- un II um nýtingu vatnsafls og jarð- varma. Þar er fjallað um svæði eins og Kerlingarfjöll, Torfajökul og Brennisteinsfjöll sem ef til vill eru að margra mati ekki síðri nátt- úruperlur en Bitra. Í þessu sam- hengi, og ef ekki má virkja á Bitru þar sem fyrir eru raflínur og vegir, eru menn þá ekki komnir í ógöng- ur. Er ekki búið að draga línuna á kolröngum stað? Hvaða virkjun kemst í gegnum þetta nálarauga? Ég spurði mig þessarar sömu spurningar af því að svæðið er í mínum huga langt frá því að vera óraskað né myndi þessi virkjun skemma mikið fyrir. Er þetta ekki einfaldlega yfirlýs- ing um að við séum hætt að virkja þessa orku? Hvað þá? Það hefur komið fram að aug- ljósasta leiðin til að forðast djúpa kreppu er að fá erlent fjármagn inn í landið. Við erum með tæki- færi til uppbyggingar ef orka er til staðar og ef við erum ekki áreiðan- legur viðsemjandi þá verður erfitt að tryggja önnur verkefni seinna. Ég held að uppbygging orkuvera sé lykilatriði. Laun þín hafa verið gagnrýnd. Hver samdi við þig um forstjóra- launin hjá REI? Mín laun hjá REI voru bara laun mín hjá Orkuveitunni með 20 pró- senta álagi. Það var í rauninni það sem ég var tilbúinn að færa mig fyrir. Ég hefði kannski ekki gert það hefði ég séð inn í framtíðina. Það var Haukur Leósson sem samdi við mig um launin. 2,6 milljónir Er eðlilegt að fyrirtæki í almanna- eigu borgi 2,6 milljónir í laun á mánuði? Ég held að þú getir ekki borgað mikið minna í fyrirtæki eins og REI. Miðað við mín laun hjá Orku- veitunni, sem eru tvær milljónir, held ég að það sé í samræmi við það sem gengur hjá öðrum fyrir- tækjum í almannaeigu fyrir svip- að starf. Menn verða líka að hugsa þetta frá hinni hliðinni. Ef menn ætla að borga lægri laun þá missa þeir frá sér fólkið. Starfsmaður getur ekki unnið hjá fyrirtæki í almannaeigu af hreinni hugsjón. Það er algjörlega nauðsynlegt fyrir Orkuveituna að borga sömu laun og önnur orkufyrirtæki og verkfræðistofur. Ég held að menn ættu að hugsa um hvað gerist ef þessu væri öðru- vísi farið. Þá næði fyrirtækið ekki til sín fólki með reynslu og kunn- áttu. Þá leiðir það til annars tveggja. Ráða verður fleiri starfs- menn, sem leiðir ekki endilega til sparnaðar, og hins vegar þá verður öryggið og þessi góða þjónusta ekki til staðar. Þá fer það að meiða allt samfélagið. Menn tala oft um störf í opin- bera geiranum sem annars flokks. Ég hef aldrei skilið það því þetta eru mikilvægustu störfin sem snú- ast um þjónustu sem má ekki bregðast. Það sorglegasta við mál Jakobs Frímanns Magnússonar til dæmis, voru upplýsingarnar um hvað fáir starfsmenn Reykjavík- urborgar eru vel launaðir. Hvern- ig ætla menn sér að fá hæft fólk? Með því að borga lág laun ertu ekki gera neitt annað en að reka þjálfunarbúðir fyrir aðra. Er það ekki réttmæt gagnrýni að þú hafir alla tíð stjórnað Orkuveit- unni eins og það væri fyrirtæki á markaði? Ég lít ekki á það sem gagnrýni. Ég er stoltur af því ef menn telja að ég hafi alltaf stjórnað fyrirtæk- inu á þann hátt. Fyrirtæki á mark- aði eru þau fyrirtæki sem þurfa að standast mestu kröfurnar. SKOÐAR NÝ TÆKIFÆRI Guðmundur Þóroddsson staðfestir að hann hafi rætt við Kaupþing um að fjármagna yfirtöku á verkefnum REI. Kaupþingsmenn tóku vel í þá hugmynd, en ekki varð framhald á málinu sökum þess að til þess þurfti að vera samkomulag innan stjórnar Orkuveitunnar og REI. Þá hafi bandarískur fjárfestingasjóður leitað til hans um stofnun nýs jarðhitafyrirtækis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég veit að allir starfs- menn REI hafa fengið atvinnu- tilboð og eru með atvinnutil- boð. Þetta eru menn sem mikil eftirspurn er eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.