Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 81
LAUGARDAGUR 7. júní 2008 53 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Ísland mun eiga fjóra keppendur í Norðurlanda- meistaramóti unglinga í fjölþraut- um sem fer fram í Jyväskylä í Finnlandi um helgina og búist er við góðum árangri enda hafa þess- ir krakkar staðið sig vel á þessu móti undanfarin ár. Krakkarnir koma úr fjórum félögum en þau eru Einar Daði Lárusson úr ÍR, Sveinn Elías Elías- son úr Fjölni, Guðrún María Pét- ursdóttir, Ármanni og Helga Mar- grét Þorsteinsdóttir, Breiðabliki. Þau Einar Daði, Sveinn Elías og Helga Margrét unnu öll til silfur- verðlauna í sínum aldursflokkum á þessu móti í fyrra, en þá keppti Einar Daði í flokki 17 ára og yngri, en þau Sveinn og Helga keppa aftur í sömu aldursflokkum núna. Á mótinu er keppt í þremur ald- ursflokkum, 17 ára og yngri, 18-19 ára og 20-22 ára. „Þrjú af þessum fjórum sem fara eiga mjög góða möguleika á að komast á pall eða sigra. Einar Daði, Sveinn og Helga unnu öll silfur í fyrra og árið þar á undan þá vann Sveinn sinn flokk og Einar varð í þriðja sæti. Þeir voru hvor í sínum flokknum í fyrra og voru þá báðir hársbreidd frá því að vinna,“ sagði Þráinn Hafsteinsson, annar þjálfari krakkanna en þessu sinni munu þeir félagar keppa innbyrð- is og því verður Íslendingaslagur um gullið í ár. - óój Ísland á fjóra keppendur á NM í fjölþrautum í Finnlandi um helgina og þrjú unnu silfur á mótinu í fyrra: Eiga góða möguleika á verðlaunum FJÖGUR GÓÐ SAMAN Sveinn Elías Elíasson, Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Guðrún María Pétursdóttir og Einar Daði Lárusson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EM 2008 Á Evrópumótinu verður notaður nýr bolti frá Adidas sem hefur valdið markmönnum þungum áhyggjum. „Á mótinu verða skoruð mörk sem myndu ekki sjást í öðrum keppnum. Hann breytir stöðugt um stefnu og til að lenda ekki í vandræðum er öruggast að kýla boltann í burtu,“ sagði Þjóðverjinn Jens Lehmann og hafa fleiri mark- menn tekið undir þetta. - hþh EM-boltinn veldur fjaðrafoki: Markmenn hafa áhyggjur ERFIÐUR BOLTI Lehmann hélt þessum bolta úti. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var í gær enn og aftur orðaður við endurkomu í ensku úrvals- deildina í breskum fjölmiðlum en þar eru Newcastle og West Ham sérstaklega nefnd í því samhengi. Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, staðfesti áhuga frá Englandi á BBC í gær. „Eitt úrvalsdeildarfé- lag hefur sýnt Eiði Smára sérstaklega mikinn áhuga og hann myndi klárlega skoða möguleikann á því að snúa aftur til Englands og spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Arnór. „Hann á hins vegar enn tvö ár eftir af samningi sínum við Barcelona og þó svo að tækifæri hans með liðinu hafi verið af skornum skammti á síðustu leiktíð þá líður honum og fjölskyldu hans vel í Barcelona. Hann mun því ekki rjúka til og taka neina skyndiákvörðun um framhaldið,“ sagði Arnór. - óþ Eiður Smári Guðjohnsen: Enn orðaður við ensk lið EFTIRSÓTTUR Arnór Guðjohnsen staðfesti í gær að enskt lið hefði mikinn áhuga á Eiði Smára. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI ÍBV er eina liðið með fullt hús stiga eftir fimm umferðir í 1. deild karla. Þeir unnu Fjarðabyggð örugglega 3-0 á heimavelli sínum í gær. Stjörnumenn unnu góðan sigur á Þór á Akureyri, 3-0 og Leiknir Reykjavík og Víkingur frá Ólafsvík gerðu markalaust jafntefli í Breiðholtinu. Njarðvíkingar unnu KA 1-0 á heimavelli sínum og KS/Leiftur náði stigi gegn Víkingi R. á Siglufirði. Þá unnu Selfyssingar 3-1 sigur á Haukum og eru í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir ÍBV. - hþh 1. deild karla í knattspyrnu: Eyjamenn með fullt hús stiga EYJAMENN Eru einir á toppnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.