Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 33
][ Sumarbústaði er hægt að leigja um allt landið. Ekki þarf að fara til útlanda til að komast aðeins í burtu frá hverdagsleikanum. Hvílum utanlandsferðirnar í ár og skell-um okkur í bústað. Hátíðir verða haldnar á fjórum stöðum í dag í tilefni stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs, á Kirkju- bæjarklaustri, Skriðuklaustri, í Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli. Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu. Hann tekur yfir jökulinn og stórt svæði umhverfis hann, meðal annars þjóðgarðana í Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli. Búið er að ráða 40 sum- arstarfsmenn til landvörslu og fastir þjóðgarðsverðir verða þrír. Einn þeirra er Regína Hreinsdóttir í Skaftafelli sem er að byrja sitt fyrsta sumar þar. Hún var tekin tali og spurð út í endurbætur sem gerðar hafa verið á Skaftafells- stofu á síðustu vikum en fyrst er forvitnast um hátíðahöldin í dag. „Dagskráin byrjar klukkan þrjú og skólabörnin hér í Öræfum ætla að hefja hana með söng,“ segir Regína glaðlega. „Að honum lokn- um mun Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar þjóðgarðsins, setja samkomuna. Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra flytur hátíðaræðu sem verður net- varpað héðan yfir á hinar þrjár stöðvarnar, á Kirkjubæjarklaustri, Skriðuklaustri og í Jökulsárgljúfr- um og að því loknu talar Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarð- ar, sem er formaður svæðisráðs suðursvæðis.“ Spurð um eigin þátt- töku í dagskránni svarar Regína hógvær: „Ætli ég dragi ekki hinn nýja fána Vatnajökulsþjóðgarðs hér að húni.“ Regína segir Skaftafellsstofu um það bil að verða tilbúna fyrir sumarvertíðina eftir gagngerar umbætur, meðal annars nýjar lagnir, nýtt gólfefni og skipulags- breytingar innandyra. „Þetta eru góðar breytingar,“ fullyrðir hún. „Snyrtingarnar hafa verið færðar aftast í salinn og afgreiðsluborð er nú þar sem þær voru áður. Fyrir bragðið er miklu bjartara yfir öllu. Fræðslusýningin færist yfir í vesturhluta hússins því í austur- hlutann er kominn veitingasalur eins og var upphaflega. Útsýnið úr gluggum hans og glerstofu er óvíða tignarlegra því þaðan blasir Skaftafellsjökull við og Hvanna- dalshnúkur sjálfur þegar bjart er í lofti. Sá sem rekur veitingasöl- una heitir Klaus Kretzel og hann ætlar að vera búinn að taka eld- húsið í notkun á þjóðhátíðardag- inn.“ Regína segir Skaftafell komið í sumarskrúða og fjölda ferða- manna hafa heimsótt það, það sem af er sumri. Í rigningunni síðustu daga hafi verið óskemmtilegt að geta ekki boðið gestum inn en nú sjái fyrir endann á því ástandi. Landverðir og annað sumarstarfs- fólk sé komið á svæðið og innan skamms verði öll starfsemi komin í fullan gang. gun@frettabladid.is Stærsti þjóðgarður Evrópu Regína Hreinsdóttir er nýr þjóðgarðsvörður í Skaftafelli og lítur björtum augum fram á veginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Útilegukortið gefur íslenskum og erlendum ferðamönnum kost á því að ferðast um land- ið á hagkvæman hátt. Þótt vissulega sé ódýrara að sofa í tjaldi en á hóteli á ferðalögum um landið getur verið dýrt að fara með alla fjölskylduna í margar útilegur yfir sumarið. Vilji maður spara svolítið er því tilvalið að fjárfesta í útilegukortinu svokall- aða. Í ár kemur útilegukortið út í þriðja sinn. Kortið kostar 12.900 krónur og veitir eiganda sínum, maka og fjórum börnum undir 16 ára aldri kost á frírri gistingu á 33 tjaldsvæðum víðs vegar um landið. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Allar nánari upplýsingar um kortið er að finna á heimasíðunni www.utilegukortid.is. Kortið fæst á tjaldsvæðum samstarfsaðila útilegukortsins, á þjónustustöðv- um N1, í Víkurverki og Segla- gerðinni Ægi. - þo Ódýrari ferðalög með útilegukortinu Útilegukortið veitir frían aðgang að 33 tjaldsvæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ávallt viðbúinn SLYSIN GERA EKKI BOÐ Á UNDAN SÉR EN ÞEGAR ÞAU VERÐA ER MIKILVÆGT AÐ HAFA RÉTTA BÚNAÐINN VIÐ HÖNDINA Sjúkrakassinn ætti allt- af að vera til taks í bílnum þegar farið er í ferðalög. Gott er að yfirfara hann reglu- lega og sjá til þess að nauðsynlegir hlutir eins og plástrar og verkjatöflur séu á sínum stað og ekkert vanti. Sjúkrakassa í bílinn má fá á flest- um bensínstöðvum. BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Jónsmessunótt á Fimmvörðuháls Skráning í Jónsmessunæturgöngu Útivistar í síma 562 1000 Upplifðu stemninguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.