Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 10
10 7. júní 2008 LAUGARDAGUR
BRUNI Tilkynnt var um eldsvoða í
járnblendistöðinni Grundartanga
í gærmorgun. „Það kviknaði
meðal annars í tækjabúnaði og
var töluverður eldur en greiðlega
gekk þó að slökkva hann,“ segir
talsmaður slökkviðliðs Akraness.
Einar Þorsteinsson hjá
Járnblendifélaginu segir að
eldurinn hafi komið upp í nýrri
framleiðslulínu á magnesíum-
járnblendi. „Tjónið er líklega upp
á nokkrar milljónir króna,“ segir
Einar og bætir við að aðalatriðið
sé að engin slys hafi orðið á fólki
og að allir hafi brugðist rétt við.
- ges
Slökkvistarf gekk greiðlega:
Eldsvoði í járn-
blendistöð
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt
foreldrum manns sem lést í
umferðarslysi árið 2001 samtals
fjórar milljónir króna í miskabæt-
ur. Dóttur mannsins sem olli
slysinu er gert að greiða bæturnar
ásamt Vátryggingafélagi Íslands.
Héraðsdómur hafði áður kveðið
upp sýknudóm í málinu.
Slysið varð í Keflavík þegar
eldri maður sveigði í veg fyrir bíl
með þeim afleiðingum að ökumað-
ur hans lést. Hæstiréttur komst að
þeirri niðurstöðu að um stórfellt
gáleysi af hálfu mannsins hefði
verið að ræða. Hann er látinn og
því kom það í hlut erfingjans að
greiða hans hluta. - sh
Foreldrum dæmdar milljónir:
Olli dauða með
miklu gáleysi
PAKISTAN, AP Al-Kaída-foringi í Afganistan hefur lýst
yfir ábyrgð á sjálfsmorðs-bílsprengjutilræðinu við
danska sendiráðið í Islamabad á mánudag, sem
kostaði sex manns lífið, þar á meðal einn danskan
ríkisborgara. Því er jafnframt hótað að láta slíkum
hryðjuverkaárásum „rigna“ yfir lönd þar sem
skopmyndir af Múhameð spámanni eru birtar.
Borið er í yfirlýsingunni lof á þá „heilögu stríðs-
menn“ í Pakistan sem hjálpað hefðu til við fram-
kvæmd tilræðisins. Þetta virtist staðfesta það sem
dönsk yfirvöld grunaði.
Yfirlýsingin, sem birt var á vef íslamskra öfga-
manna, var dagsett á þriðjudag og undirrituð af
Mustafa Abu al-Yazeed. Þar segir að tilræðið væri
framið í samræmi við heit Osama bin Ladens um að
hefna fyrir endurbirtingu skopmyndar af Múhameð í
dönskum dagblöðum. Bætt er við að biðjist Danir
ekki afsökunar muni fleiri árásir fylgja í kjölfarið. - aa
Al-Kaída lýsti yfir ábyrgð á hryðjuverki við danska sendiráðið í Islamabad:
Hefnd fyrir skopteikningar
RANNSÓKN Lögregla kannar eyðilagða bíla og fleiri verksum-
merki á vettvangi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LITHÁEN Tuttugu og fimm ungbörn
á aldrinum sjö til tólf mánaða
kepptu í skriðkeppni í Vilnius,
höfuðborg Litháens, í tilefni af
Alþjóðlega barnaverndardegin-
um.
Börnin skriðu eftir fimm metra
langri braut í átt að foreldrum
sínum, sem stóðu við endalínuna.
Sigurbarnið skreið í mark á ellefu
sekúndum.
Vinsældum þessarar árlegu
keppni hefur vaxið fiskur um
hrygg frá því hún var haldin fyrst
fyrir níu árum og er orðin vinsæl
meðal áhorfenda sem flykkjast á
„völlinn“ til að fylgjast með
þessari sérstæðu íþrótt. - vsp
Skriðkeppni nýtur æ meiri vinsælda í Vilnius:
Sigurvegarinn fór braut-
ina á ellefu sekúndum
UNGBÖRN eru látin skríða af öllum krafti
í vinsælli keppnisíþrótt.
Hobbyhúsið ehf – Dugguvogi 12 – 104 Reykjavík
s: 517 7040 – www.hobbyhusid.is
Tilboð meðan birgðir endast!
Vinsælustu húsbílarnir með öruggt endursöluverð.
Góðir lánamöguleikar. Getum einnig afgreitt erlendis.
T 500 VAN
Verð: 7.600.000*
T 600 FC
Verð: 7.900.000*
T 650 FLC
Verð: 8.950.000*
Opnunartími:
Mán-fös: 10:00-18:00
Lau-sun: 13:00-16:00
*Verð miðast við € 115
MENNTAMÁL Samkvæmt nýjum
lögum um opinbera háskóla hafa
fulltrúar utan skólans meirihluta í
háskólaráði. Þetta hefur valdið
mikilli úlfúð innan Háskóla Íslands
og hafa nokkrar umræður skapast
um málið.
Gísli Már Gíslason, formaður
Félags prófessora við ríkisháskóla,
segir skipan ráðsins óeðlilega.
„Háskólasamfélagið á aðeins tvo
fulltrúa þar og þeir, auk fulltrúa
nemenda, eru í minnihluta í ráð-
inu, fólk utan háskólans í meiri-
hluta. Þetta teljum við ekki rétt,“
segir Gísli.
„Samsetning háskólaráðs er ekki
í takt við okkar tillögur,“ segir
Kristín Ingólfsdóttir rektor. „En
nú hafa verið sett lög um málið
sem við munum að sjálfsögðu fara
eftir. Að öðru leyti eru þau að
mestu í takt við okkar tillögur.“ Í
umsögn rektors um lögin var lagt
til að háskólaráð yrði 11 manna og
í því sætu fulltrúar allra fimm
fræðasviða skólans.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra segir skipan
ráðsins eðlilega. Í umræðu um
lögin á þingi sagði hún markmið
laganna beinlínis vera að meiri-
hluti háskólaráðs sé skipaður fólki
utan skólans.
„Með nýju lögunum aukum við
frelsi háskólasamfélagsins,“ segir
Þorgerður. „Í raun mætti frekar
gagnrýna okkur fyrir að taka ekki
skrefið til fulls og skipa eingöngu
fulltrúa utan háskólans í háskóla-
ráð.“
Samkvæmt nýju lögunum skip-
ar ráðherra rektor að fenginni til-
lögu háskólaráðs. „Við höfum hing-
að til búið við jafningjalýðræði og
kosið á meðal okkar um rektor og
stjórnendur. Við óttumst að nýju
lögin boði breytingar þar á, enda
er þar fallið frá hæfiskröfum,“
segir Gísli Már. Hann segir menn
einnig óttast að akademískt frelsi
þeirra sé í hættu og stjórnunarstíll
fyrirtækja sé kominn í háskólann.
Kristín óttast ekki skort á aka-
demísku frelsi, rektor sé formaður
háskólaráðs og muni standa vörð
um það. „Hið sama gildir um ráðn-
ingu rektors. Strangt til tekið getur
háskólaráð tekið þá ákvörðun að
rektor verði ráðinn en ekki kjör-
inn. En við sem háskólasamfélag
höfum mikið um það að segja með
rektor sem formann háskólaráðs
hver framtíðin verður,“ segir
Kristín.
Þorgerður Katrín tekur undir
þetta og segir lögin ef eitthvað er
tryggja enn frekar akademískt
frelsi við háskólann.
kolbeinn@frettabladid.is
Ósætti um ný
háskólalög
Töluverð óánægja er innan Háskóla Íslands með ný
lög um opinbera háskóla. Fulltrúar utan skólans í
meirihluta í háskólaráði. Ráðherra segir það eðlilegt
en háskólafólk óttast ítök atvinnulífsins.
ÞORGERÐUR KATRÍN
GUNNARSDÓTTIR
GÍSLI MÁR
GÍSLASON
KRISTÍN
INGÓLFSDÓTTIR
PÖNDUR Í PEKING Átta pöndur voru
sýndar almenningi í fyrsta sinn í dýra-
garði í Peking, en þangað voru þær
fluttar sérstaklega til að gleðja gesti
Ólympíuleikanna í sumar.
NORDICPHOTOS/AFP
ÚLFÚÐ Í HÁSKÓLANUM Töluverð óánægja er innan háskólans um ný lög um opin-
bera háskóla og óttast sumir ítök atvinnulífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM