Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 68
40 7. júní 2008 LAUGARDAGUR GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN Heima féllu tár í Stjórnarráðinu þegar fréttastofa áskrifendasjónvarps vakti athygli á gömlum kosninga- loforðum. Hún var sökuð um að hafa skoðun. Hér fara fjölmiðl- ar hins vegar í pólitískar herferðir. Berjast opinskátt fyrir sínum sjónarmiðum. Nú vill Der Spiegel til dæmis að Þjóðverjar hætti við svokallaða þróunaraðstoð, enda hafi hún ekki borið árangur. Frægt varð þegar vinstriblaðið Tageszeitung ákvað að gata ein ætti að heita eftir látnum foringja sósíalista. Hægriblaðið Die Welt var ósammála og þau fóru í eitt nett áróðurs- stríð. Börðust um árabil. Margir þýskir fjölmiðlar hafa þannig kirfilega yfirlýsta skoðun, sem endurspeglast í efnistökum. Og þykir allt í lagi. Svo langt gengur þetta að hérlendir blaðamenn hefja sumir lýsingu á starfi sínu með því að skilgreina heimssýn blaðanna. Það þekkist auðvitað á Íslandi líka, og sérstaklega á einum vígstöðvum, að á fjölmiðli ríki eitt sjónarmið, en í minna mæli. „Þeir byrja á því að elta þig og safna upplýsingum. Síðan ræna þeir kannski barninu þínu. Eftir einn, tvo daga skila þeir því, með því skilyrði að þú skrifir aldrei aftur svona frétt. Ef þeir ræna konunni þinni verður hún aldrei söm. En þú færð hana aftur,“ sagði afrískur blaðamaður í vikunni, þegar ég spurði hann um ritskoðun fjölmiðla í heimalandi hans. Einræðisherrann þar tekur mótmælum persónulega og óþægilegum fréttaflutningi sem árás. Í ríkinu á bara að vera ein góð skoðun. En fyrir stjarneygan gestinn er erfitt að ímynda sér að þýskir kjörnir fulltrúar myndu kvarta beinlínis undan fjölmiðlaumfjöllun, Þótt hún væri grímulaus áróður. Eða kannski einmitt vegna þessa. Það er nefnilega dómsvaldið, en ekki fjórða valdið, sem á að vera hlutlaust. Þeir sem kaupa blöðin, lesendur, ákveða síðan hvort þeir styðja herferðir blaðanna eður ei. Og stjórnmálamenn láta sér lynda að vera ósammála. Það virðist þykja fínna að nota mótrök en að kveinka sér. Eitthvað um lýðræði og rökræðu. Þýsk blaðakona tók viðtal við íslenskan ráðamann. Hún spurði hann eitthvað á þá leið hvort ekki gæti verið viðkvæmt í pólitískri umræðu að reka háskóla fyrir hagnað af fjárhættuspili. Hún segist svo geta svarið það að valdhafinn hafi bara yppt öxlum eins og til að spyrja – hvað með það? Þetta þótti henni skrýtið. Eins og svo margt sem hún sá á Íslandi. Fjórða valdið góða KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON SKRIFAR FRÁ BERLÍN 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Leyst u kross gátun a! ÞÚ GÆTIR UNNIÐ 27 DRESSES Á DVD Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur Góð vika fyrir... ... Símann Enn á ný tekst auglýsingameistaranum og kaþólikkanum Jóni Gnarr að færa Símanum gífurlegt umtal með nýrri auglýsingu; umtal sem er gulls ígildi og sterkara vopn en fimmtán heilsíðu- auglýsingar. Nú eru það móðgaðir og fúlir kaþólikkar sem auglýsa Símann með því að fjargviðrast yfir meintu taktleysi Jóns: „Trú- aður maður gerir ekki svona“ og hóta að segja upp viðskiptum við Sím- ann. Jón yppir bara öxlum og segir að fólk skilji ekki húmorinn hans. Jón er hættur að mæta í kirkjuna. Segist ekki vilja vera „paranoid“ í kirkju. ...Krúttin Eftir þá ömurlegu niðurlægingu að nýjasta mynd- band Sigur Rósar var bannað á Skífunni TV fengu krúttin heldur betur uppreisn æru og gott í skóinn þegar náttúrutónleikar yfirkrúttanna Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardalnum 28. júní spurðust út. Það verður frítt inn á þessa tónlistarveislu sumarsins og ekki er það minni plús fyrir sárblönk krúttin. ...Venjulegt fólk Er þá Baugsmálið ekki örugglega búið? Slæm vika fyrir... ... dýravini Dýravinir landsins höfðu ástæðu til að vera grátklökkir og gramir í vikunni. Fyrst tóku skag firskir bændur sig til og stút- uðu ísbjarnargreyi sem guð má vita hvernig álpaðist í sveitina. Ísbjörninn horfði í áttina til bændanna og hnusaði út í loftið sem var auðvitað næg ástæða til að þeir hættu að bíða eftir manninum með deyfiskotin. Dýravinum þótti umhverfisráðherra setja niður við drápið. Svo kom enn eitt áfallið úr Kattholti; kolsvört skýrsla og fjöldi kettlinga sem bíður ekkert annað en svæfingin. ... nýjan ritstjóra Fyrstu forsíðumyndir Moggans í ritstjórnartíð Ólafs Steph ensen voru pínlega vandræðaleg- ar. Fyrst var þeirri furðufrétt slegið upp að kría hefði sest á álftarhaus og flotið með henni um tjörn hjá Ólafs- vík. Talið var að álftin væri geldfugl og því opnari fyrir uppákomum sem þessari. Þegar betur var að gáð reyndist álftin úr plasti. Tveim- ur dögum síðar var meint mynd af Halaleikhópnum á forsíðunni, en sá leikhópur er skipaður bæði fötluðum og ófötluðum leikendum. Þegar betur var að gáð reyndist myndin vera af Peðinu, leikhópi fastagesta á Grand rokki. ... Þorstein Stephensen Iceland Airwaves er í uppnámi eftir að helsta lykil- fólk þessarar metn- aðarfullu hátíðar gekk á dyr. Eftir situr Þorsteinn Steph ensen með sárt ennið og talar um að skera hátíð- ina niður. Það er megabömmer fyrir tónlistaráhugafólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.