Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 44
● heimili&hönnun „Þetta horn hefur mikla þýðingu í mínu lífi því hér sit ég kvölds og morgna og hugleiði í um það bil hálftíma í senn,“ segir Kristbjörg Kristmundsdóttir jógakennari og sýnir lítið altari á heimili sínu sem ýmsum smáhlutum er stillt upp á. Hún segir mikla orku samankomna á þessum stað enda hafi hún hugleitt þar í svo mörg ár. Hornið sé eins og ljós- súla sem hún tengi sig við. Á miðju altarinu er mynd af hinum indverska Asutosh Muni, jógameistara Kristbjargar. „Hann er munkur og mikill jógi,“ tekur hún fram. Íslensk- ur bergkristall er þarna líka sem Kristbjörg kveðst hafa ýmist á altarinu eða úti í glugga til að leyfa sólinni að skína á hann. „Oft set ég hringinn minn og hálsmenin á steininn til hreinsunar og hleðslu,“ segir hún. Þarna er líka pendúll sem hjálpar henni að velja blómadropa fyrir fólk. „Hann er eiginlega framlenging á skyggninni,“ útskýrir hún. Öðuskel og appelsínugul kerti eru ótalin. „App- elsínuguli liturinn táknar gleði, hamingju og alls- nægtir,“ fræðir Kristbjörg blaðamann um og sýnir líka krossfisk sem hún kveðst hafa fundið í fjöru þegar hún stóð á miklum krossgötum í lífinu. Hann hefur margar skírskotanir. Blómadropar eru ómiss- andi við hugleiðsluna og að lokum bendir Krist- björg á litla bjöllu sem hún kveðst hafa fengið á Indlandi. „Þegar búið er að biðja bænirnar sínar er gott að hringja bjöllunni,“ segir hún. „Það er hefð á Indlandi og óháð öllum trúarbrögðum.“ - gun HILLAN MÍN Helgur staður á heimilinu S tólarnir á myndunum eru eftir danska hönnuðinn Nönnu Ditzel (1923-2005) sem útskrifaðist sem húsgagna- hönnuður frá Konunglega listaháskólanum í Kaup- mannahöfn árið 1946. Ditzel stofnaði fyrirtæki ásamt manni sínum skömmu eftir útskrift, en þá störfuðu ekki margar konur í faginu. Hún lét þó hvorki það né ótímabæran dauða eiginmanns síns stöðva sig, heldur hélt ótrauð árfram og var óhrædd við að prófa nýja hluti, efni og tækni. Á löngum ferli hannaði Ditzel meðal annars þekkt húsgögn eins og fiðrildastólinn og skeljastólinn og einnig skartgripi og listmuni. Hlaut hún fjölda verðlauna og viðurkenn- inga fyrir störf sín. - stp Húsgagnahönnun með sál „Alls staðar þar sem fólk hugleiðir reglulega safnast mikil birta og ljós,“ segir Kristbjörg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bench for Two eftir Nönnu Ditzel. Ditzel hlaut fjölda verðlauna fyrir húsgögn sín. Hér fyrir neðan er Egg Chair. 7. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.