Fréttablaðið - 07.06.2008, Side 81

Fréttablaðið - 07.06.2008, Side 81
LAUGARDAGUR 7. júní 2008 53 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Ísland mun eiga fjóra keppendur í Norðurlanda- meistaramóti unglinga í fjölþraut- um sem fer fram í Jyväskylä í Finnlandi um helgina og búist er við góðum árangri enda hafa þess- ir krakkar staðið sig vel á þessu móti undanfarin ár. Krakkarnir koma úr fjórum félögum en þau eru Einar Daði Lárusson úr ÍR, Sveinn Elías Elías- son úr Fjölni, Guðrún María Pét- ursdóttir, Ármanni og Helga Mar- grét Þorsteinsdóttir, Breiðabliki. Þau Einar Daði, Sveinn Elías og Helga Margrét unnu öll til silfur- verðlauna í sínum aldursflokkum á þessu móti í fyrra, en þá keppti Einar Daði í flokki 17 ára og yngri, en þau Sveinn og Helga keppa aftur í sömu aldursflokkum núna. Á mótinu er keppt í þremur ald- ursflokkum, 17 ára og yngri, 18-19 ára og 20-22 ára. „Þrjú af þessum fjórum sem fara eiga mjög góða möguleika á að komast á pall eða sigra. Einar Daði, Sveinn og Helga unnu öll silfur í fyrra og árið þar á undan þá vann Sveinn sinn flokk og Einar varð í þriðja sæti. Þeir voru hvor í sínum flokknum í fyrra og voru þá báðir hársbreidd frá því að vinna,“ sagði Þráinn Hafsteinsson, annar þjálfari krakkanna en þessu sinni munu þeir félagar keppa innbyrð- is og því verður Íslendingaslagur um gullið í ár. - óój Ísland á fjóra keppendur á NM í fjölþrautum í Finnlandi um helgina og þrjú unnu silfur á mótinu í fyrra: Eiga góða möguleika á verðlaunum FJÖGUR GÓÐ SAMAN Sveinn Elías Elíasson, Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Guðrún María Pétursdóttir og Einar Daði Lárusson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EM 2008 Á Evrópumótinu verður notaður nýr bolti frá Adidas sem hefur valdið markmönnum þungum áhyggjum. „Á mótinu verða skoruð mörk sem myndu ekki sjást í öðrum keppnum. Hann breytir stöðugt um stefnu og til að lenda ekki í vandræðum er öruggast að kýla boltann í burtu,“ sagði Þjóðverjinn Jens Lehmann og hafa fleiri mark- menn tekið undir þetta. - hþh EM-boltinn veldur fjaðrafoki: Markmenn hafa áhyggjur ERFIÐUR BOLTI Lehmann hélt þessum bolta úti. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var í gær enn og aftur orðaður við endurkomu í ensku úrvals- deildina í breskum fjölmiðlum en þar eru Newcastle og West Ham sérstaklega nefnd í því samhengi. Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, staðfesti áhuga frá Englandi á BBC í gær. „Eitt úrvalsdeildarfé- lag hefur sýnt Eiði Smára sérstaklega mikinn áhuga og hann myndi klárlega skoða möguleikann á því að snúa aftur til Englands og spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Arnór. „Hann á hins vegar enn tvö ár eftir af samningi sínum við Barcelona og þó svo að tækifæri hans með liðinu hafi verið af skornum skammti á síðustu leiktíð þá líður honum og fjölskyldu hans vel í Barcelona. Hann mun því ekki rjúka til og taka neina skyndiákvörðun um framhaldið,“ sagði Arnór. - óþ Eiður Smári Guðjohnsen: Enn orðaður við ensk lið EFTIRSÓTTUR Arnór Guðjohnsen staðfesti í gær að enskt lið hefði mikinn áhuga á Eiði Smára. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI ÍBV er eina liðið með fullt hús stiga eftir fimm umferðir í 1. deild karla. Þeir unnu Fjarðabyggð örugglega 3-0 á heimavelli sínum í gær. Stjörnumenn unnu góðan sigur á Þór á Akureyri, 3-0 og Leiknir Reykjavík og Víkingur frá Ólafsvík gerðu markalaust jafntefli í Breiðholtinu. Njarðvíkingar unnu KA 1-0 á heimavelli sínum og KS/Leiftur náði stigi gegn Víkingi R. á Siglufirði. Þá unnu Selfyssingar 3-1 sigur á Haukum og eru í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir ÍBV. - hþh 1. deild karla í knattspyrnu: Eyjamenn með fullt hús stiga EYJAMENN Eru einir á toppnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.