Fréttablaðið - 07.06.2008, Side 48

Fréttablaðið - 07.06.2008, Side 48
● heimili&hönnun Puerta America flokkast undir svokallað design hotel eða hönnunarhótel þar sem allt niður í minnstu smá- atriði eru sérhönnuð til að gera upplifun gestanna stórfenglegri. Arkitektar frá öllum heimshornum voru ráðnir til verksins og fékk hver og einn að hanna eina hæð á hótelinu alveg eftir sínu höfði. Jean Nouvel, Zaha Hadid, Marc Newson og Arata Isozaki voru á meðal þeirra sem komu að verkinu. Hótelið er tólf hæða og með 342 herbergjum, sem skiptast í 308 hefðbundin herbergi, 22 minni svítur og 12 stærri svítur, sem eru á efstu hæð hótelsins, og öll ríkmannlega búin. Hver hæð er 1.200 fermetrar og því fékk hver og einn arkitekt nokkuð stórt rými til að vinna með. Miklar væntingar voru bundnar við hótelið þegar framkvæmdir hófust á því árið 2003 og er óhætt að segja að þær hafi staðist. Puerta America er í alla staði glæsilegt, enda hefur aðsóknin verið góð síðan það var opnað árið 2006 þótt verð á gistingu sé ekki í lægri kantinum. Allar nánari upplýsingar má finna á www.hotelpu- ertamerica.com. - mmr Öllu tjaldað til ● Puerta America í Madríd þykir vera með glæsilegri hótelum í heimi enda eiga nokkrir af færustu arkitektum veraldar heiðurinn að hönnun þess. Hótelið er afar glæsilegt að utan og litadýrðin stórbrotin. Jean Nouvel hannaði bygginguna að utan. MYND/PUERTA AMERICA Arata Isozaki hannaði þessa dökku og virðulegu setustofu á tíundu hæð hótelsins. Teresa Sapey hannaði bílastæðahús hótelsins, sem er ekki af verri endanum. Marc Newson hannaði þennan flotta bar á fyrstu hæð hótelsins. Kathryn Findlay hannaði áttundu hæð hótelsins, sem minnir nokkuð á geimstöð. Christian Liaigre hannaði veitingastaðinn á fyrstu hæð hótelsins. Baðherbergi í einu herbergja hótelsins eftir Ron Arad. Óvenjulegt en flott herbergi sem Zaha Hadid hannaði. Hluti af svokölluðum Plasma-rýmum sem einkennir eina hæð hótelsins. Eve Castro Iraola og Holger Kehne hönnuðu hæðina. 7. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR12

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.