Fréttablaðið - 20.06.2008, Síða 82

Fréttablaðið - 20.06.2008, Síða 82
46 20. júní 2008 FÖSTUDAGUR r. nóttin fyrir gesti félaga EM 2008 Portúgal-Þýskaland 2-3 0-1 Bastian Schweinsteiger (22.), 0-2 Miroslav Klose (26.), 1-2 Nuno Gomes (40.), 1-3 Michael Ballack (61.), 2-3 Helder Postiga (87.) VISA-bikar karla: KR-KB 1-0 1-0 Björgólfur Takefusa (49.) Fjarðabyggð-FH 0-2 Jónas Grani Garðarsson, Matthías Guðmundsson. Breiðablik-KA 1-0 Prince Rajcomar. Hamar-Selfoss 2-1 Boban Ristic 2 - Ingþór Jóhann Guðmundsson. Fram-Hvöt 2-1 Grímur Björn Grímsson, Hjálmar Þórarinsson - Mirnes Smjalovic. Fjölnir-KFS 6-0 Tómas Leifsson 2, Ólafur Páll Johnson, Pétur Georg Markan, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Ólafur Páll Snorrason. Þór-Valur 0-1 - Bjarni Ólafur Eiríksson. Keflavík-Stjarnan 2-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson, sjálfsmark - Ellert Hreinsson. ÚRSLIT FÓTBOLTI Þjóðverjar voru fyrstir til þess að bóka farseðil í undan- úrslit EM eftir sigur á Portúgal, 3- 2, í mögnuðum knattspyrnuleik. Þjóðverjar mæta sigurvegaranum í leik Króatíu og Tyrklands í undan- úrslitunum. Leikurinn fór rólega af stað en Portúgalar voru þó skeinuhættari. Það voru engu að síður Þjóðverjar sem komust yfir. Schweinsteiger batt endahnútinn á magnaða skyndisókn þeirra. Markið kveikti heldur betur í Þjóðverjunum því Miroslav Klose kom þeim í 2-0 fjórum mínútum síðar þegar hann stangaði aukaspyrnu Schwein- steigers í markið af stuttu færi. Portúgalar gáfust ekki upp og Nuno Gomes minnk- aði muninn fyrir hlé er hann tók frákast í kjölfar þess að Lehmann varði frá Ronaldo í dauða- færi. Portúgal byrjaði síðari hálf- leikinn vel, var nálægt því að jafna en það voru Þjóðverjar sem skoruðu líkt og í fyrri hálf- leik. Að þessu sinni Ballack með skalla í teignum eftir að hafa verið illa dekkaður. Það var flest sem benti til þess að Þjóðverjar væru að landa þægilegum sigri þegar vara- maðurinn Helder Postiga skallaði boltann glæsilega í netið og gaf Portúgölum von. Þeir sóttu grimmt það sem eftir lifði leiks en náðu ekki að opna þýsku vörnina og Þjóð- verjar fögnuðu í leikslok. - hbg Átta liða úrslit EM hófust í gær með leik Þýskalands og Portúgal: Portúgal réð ekki við þýska stálið GEÐVEIK BARÁTTA Leikmenn KB gáfu ekkert eftir á KR-vellinum í gær og hér fær KR- ingurinn Guðjón Baldvinsson fría flugferð í boði Gunnars Jarls Jónssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MAGNAÐIR Þjóðverjar halda áfram að sýna mátt sinn á stórmótum og skildu Ron- aldo og félaga eftir í keppninni í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Það var ekki mikil reisn yfir leik KR í gær þó svo Vestur- bæjarrisinn hafi teflt sína sterk- asta liði fram gegn hinu eins árs gamla félagi KB. Það vann naum- an 1-0 sigur á Breiðholtsliðinu, sem leikur í þriðju deild, og kom sigurmarkið frá Björgólfi Takefusa á 49. mínútu. Markalaust var í hálf- leik en KR-ingar sköpuðu sér afar fá færi í fyrri hálfleiknum. Snemma leiks átti KB að fá víta- spyrnu og sluppu heimamenn þar með skrekkinn. Lið KR var afar andlaust og hreint út sagt lélegt. Leikmenn KB komu hins vegar dýrvitlausir til leiks og höfðu engu að tapa. Þeir áttu meðal annars skot í slá úr aukaspyrnu í síðari hálfleik en ógnuðu annars lítið. KR var miklu meira með boltann og skapaði sér nokkur ágæt færi í síðari hálfleik. Ragnar Daði Jóhannsson, markmaður KB , átti líklega leik lífs síns og varði nokkrum sinnum glæsilega. KR- ingum tókst ekki að bæta við marki og sum skot þeirra voru sorglega léleg. Það sýndi sig í gær að það getur allt gerst í bikarkeppninni. Litlu liðin spila gjarnan með hjartanu en stóru liðin nenna vart að klára skylduverkefnið. Það var uppi á teningnum í gær en á endanum komst KR áfram í sextán liða úrslit bikarsins. „Ég verð að segja að strákarnir spiluðu með hjartanu, það var stórkostlegt að sjá til þeirra og þeir gáfu KR-ingum ekkert eftir. Við áttum að fá víti en dómarinn var gunga að flauta ekki, það sáu þetta allir. Gríska leikskipulagið gekk ágætlega upp hjá okkur og við vissum að við þyrftum að berj- ast aftarlega til að komast með sæmd frá þessu. Það gekk upp,“ sagði Magnús Einarsson, þjálfari KB, brosmildur í leikslok. „Það er engin spurning að KB fer sem sigur vegari úr þessum leik. Þegar við skiptum í 4-2-4 féllu þeir bara til baka. Við ætluðum að taka þá á úthaldinu í lokin,“ sagði Magnús. KR-ingurinn Guðjón Baldvins- son var ósáttur í leikslok. „Þetta var arfaslakt. Menn voru ekkert með hausinn í þetta. Við vorum til- búnir í leik- inn en eins og þeir spiluðu er þetta alltaf erfitt,“ sagði Guðjón, sem var þó ánægð- ur með að komast áfram. „Þeir stóðu sig vel og eiga hrós skilið.“ - hþh KR vann nauman sigur á 3. deildarliði KB í gær: „KB fer úr leiknum sem sigurvegarinn“ ÞÉTTIR Á VELLI SEM OG Í VÖRN Eins og sjá má eru ekki endilega allir leikmenn KB í kjörþyngd en þeir veittu stórveldinu KR verðuga keppni í gær. Á minni myndinni er Elvar Geir Magnússon, forseti KB, sem var ánægður með sína menn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Mörk Jónasar Grana Garðarssonar og Matthíasar Guðmundssonar komu bikar- meisturum FH í 16 liða úrslit í VISA-bikar karla. „Það var ágætt að sleppa með 0-0 inn í hálfleik en mér fannst úrslitin sanngjörn að lokum,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Magni Fannberg, þjálfari Fjarðabyggðar, sá eftir dauðafær- unum sem fóru forgörðum í fyrri hálfleik. „Við hefðum átt að vera 2-0 yfir í leikhléi ef allt hefði verið eðlilegt. En þetta er einfaldlega munurinn á liðunum.“ - gg Fjarðabyggð gegn FH: Sigur hjá FH BARÁTTA Leikmenn Fjarðabyggðar gáfu FH ekkert eftir í gær. MYND/GG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.