Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM SUMAR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Hátískuhúsin sýndu mjög ólíka hönn-un á nýafstaðinni tískuviku í ParísTískuvik h
Hátíska
í París
HREINLÆTI Í ELDHÚSINUMikilvægt er að skipta reglulega um tuskur í eldhúsinu og þvo vaska, bretti og upp-þvottabursta vel til þess að koma í veg fyrir að bakteríur nái að þrífast þar.HEIMILI 2
BORIÐ Á VIÐINNSólpallarnir og garðhús-gögnin geta líka brunnið í sólinni og því er nauðsynlegt að bera viðeigandi vörn á viðinn.
SUMAR 5
Kvartbuxur
Pils
Síðir toppar
Kjólar
Gallabuxur
Jakkar
suðurlandFIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008
Tyrkjaránsseturí undirbúningi í EyjumBLS. 6
Sími: 512 5000
FIMMTUDAGUR
10. júlí 2008 — 186. tölublað — 8. árgangur
ORKUMÁL Málaferli landeiganda við
Þjórsá gegn ríkinu og Landsvirkj-
un vegna svokallaðra Titan-samn-
inga munu tefja framgang virkj-
ana í neðri hluta Þjórsár, segir
Friðrik Sophusson, forstjóri Lands-
virkjunar.
Því er líklegt að byrjað verði á
Búðarhálsvirkjun í Tungnaá. Öll
leyfi eru til staðar og hægt að hefja
framkvæmdir eftir að útboð hefur
farið fram. Tekin verður ákvörðun
um röð virkjana á næstu vikum,
segir Friðrik. Áformað er að reisa
þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórs-
ár, til viðbótar við Búðarhálsvirkj-
un.
Orka úr Búðarhálsvirkjun yrði
að líkindum seld Rio Tinto Alcan,
sem áformar að auka framleiðslu í
álveri sínu í Straumsvík, segir
Helgi Bjarnason, verkfræðingur
hjá Landsvirkjun Power.
Afl Búðarhálsvirkjunar verður
um 90 megavött, en Rio Tinto Alcan
vill um 75 megavött vegna fram-
leiðsluaukningar í Straumsvík.
Ekki verður um eiginlega stækkun
álversins að ræða, eins og hafnað
var í íbúakosningu, heldur aukna
framleiðslu í sama fjölda kerja
með nýrri tækni.
Verði Búðarhálsvirkjun sett
fremst í röðina væri hægt að fara í
útboð vegna hennar í haust, segir
Helgi. Þá gæti virkjunin verið
komin í notkun síðla árs 2011.
Landsvirkjun vill þó helst bjóða
allar virkjanirnar út saman til að fá
hagkvæmari tilboð.
Stefna landeiganda vegna Titan-
samninganna hefur fengið flýti-
meðferð fyrir héraðsdómi. Mála-
ferlin munu meðal annars tefja
vinnu við samninga við landeigend-
ur og þar með umsókn um virkj-
analeyfi, segir Friðrik.
- bj /sjá síðu 18
Virkjunin við
Búðarháls sett
fremst í röðina
Málaferli vegna Titan-samninga tefja áformaðar
virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Stærstur hluti ork-
unnar fer líklega til álversins í Straumsvík.
HÁTÍSKUVIKA Í PARÍS
Skilyrði að vera með
vinnustofu í París
tíska heimili sumar
Í MIÐJU BLAÐSINS
SUÐURLAND
Skapandi ungmenni og
söfnunarglaðir sjóarar
Sérblað um Suðurland
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Miklar framfarir
Hreysti er 20 ára um
þessar mundir en
fyrirtækið hefur frá
upphafi verið leiðandi í
sölu æfingartækja og
fæðubótarefna.
TÍMAMÓT 30
12 15
15
1413
20
SVIPAÐ Í dag verða vestan 3-8
m/s vestan til annars hæg breytileg
átt. Skýjað suðaustan til annars víð-
ast bjart með köflum. Áfram hætt
við þokulofti með ströndum. Hiti
10-20 stig hlýjast sunnan til.
VEÐUR 4
26
79
/
IG
01
Þú færð Shimano
í næstu
sportvöruverslun
hjól
Popp og reggí
Ný plata er væntanleg
frá Emilíönu Torrini.
Fyrsta lagið er létt
popp-reggí og
lofar góðu.
FÓLK 40
Við veisluborðið
„Hvers vegna er vinnuframleiðni
mun minni á Íslandi en annars
staðar um Norðurlönd?“ spyr
Þorvaldur Gylfason.
Í DAG 26
MARGRÉT EDDA JÓNSDÓTTIR
Eldskírn í Sjallanum
Dóttir Jóns Gnarr syngur
með Merzedes Club
FÓLK 50
STJÓRNMÁL Liðskönnun fylgis-
manna stóriðjustopps í þingflokki
Samfylkingarinnar leiðir í ljós að í
raun sé minnihlutastuðningur við
umhverfisstefnu flokksins, Fagra
Ísland, innan þingflokksins.
Í þeirra röðum gætir óánægju
með þróun umhverfis- og stóriðju-
mála enda tvö ný álver í pípunum
sem sé tveimur álverum of mikið.
Óánægjunni var lýst á sérstökum
fundi þingflokksins um umhverf-
ismál á þriðjudag. Var efnt til
fundarins að ósk Þórunnar Svein-
bjarnardóttur umhverfisráðherra
og voru umræður stormasamar,
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins.
Þótt álver á Bakka og í Helguvík
hafi verið í farvatninu um skeið
tók – að mati fylgismanna stór-
iðjustopps – steininn úr þegar
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra tók á dögunum fyrstu
skóflustunguna að Helguvíkurál-
verinu og spyrti þar með sjálfan
sig og flokkinn við framkvæmd-
ina.
Hinir óánægðu segja álverið í
bága við loforð og stefnu flokksins
og telja Björgvin hafa skaðað
ímynd hans. Engar ákvarðanir
voru teknar á fundinum. - bþs
Samfylkingarþingmenn tókust á um umhverfismál á sérstökum þingflokksfundi:
Minnihluti með Fagra Íslandi
FÓLK „Mér finnst þetta ekkert
leiðinlegt. Ég vissi líka að ef ég
hefði ekki tekið þetta að mér, þá
hefði bara einhver annar verið
fenginn í staðinn og það hefði
ekki verið eins gaman,“ segir
Ólafur Egill Egilsson leikari.
Ólafur brá sér í gær í hlutverk
föður síns, Egils Ólafssonar, leik-
ara og Stuðmanns. Þetta var gert
fyrir nýja auglýsingu Landsbank-
ans þar sem frægir tónleikar
Stuðmanna og Grýlnanna á þjóð-
hátíð 1982 eru endurskapaðir.
Bryndís Jakobsdóttir fer með
hlutverk móður sinnar, Ragn-
hildar Gísladóttur. Fleiri Stuð-
mannabörnum bregður fyrir,
sem og Sprengjuhöllinni.
-hdm/sjá síðu 50
Ólafur Egill Egilsson og Bryndís Jakobsdóttir:
Leika foreldra sína í auglýsingu
BÖRNIN LEIKA FORELDRANA Ólafur
Egill Egilsson og Bryndís Jakobsdóttir í
hlutverkum foreldra sinna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
R
N
ÞÓ
R
Óskalistinn að tæmast?
HK gengur illa að
finna sér nýjan
þjálfara. Fjórir efstu
kostirnir á óskalist-
anum afþökkuðu
að taka við botnliði
Landsbankadeildar-
innar.
ÍÞRÓTTIR 46
VEÐRIÐ Í DAG
EINUM VÆNUM LANDAÐ Ellefu laxar komu á land í Laxá í Kjós á morgunvaktinni í
gær. Að sögn starfsmanns í Veiðihúsinu hefur veiðin gengið þokkalega en það eina
sem plagar veiðimenn í blíðviðrinu er vatnsleysi. Laxagöngur eru sterkar í ánni, sem
og í öðrum ám á suðvesturhorninu, og fiskurinn vel dreifður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR