Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM SUMAR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Hátískuhúsin sýndu mjög ólíka hönn-un á nýafstaðinni tískuviku í ParísTískuvik h Hátíska í París HREINLÆTI Í ELDHÚSINUMikilvægt er að skipta reglulega um tuskur í eldhúsinu og þvo vaska, bretti og upp-þvottabursta vel til þess að koma í veg fyrir að bakteríur nái að þrífast þar.HEIMILI 2 BORIÐ Á VIÐINNSólpallarnir og garðhús-gögnin geta líka brunnið í sólinni og því er nauðsynlegt að bera viðeigandi vörn á viðinn. SUMAR 5 Kvartbuxur Pils Síðir toppar Kjólar Gallabuxur Jakkar suðurlandFIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 Tyrkjaránsseturí undirbúningi í EyjumBLS. 6 Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 10. júlí 2008 — 186. tölublað — 8. árgangur ORKUMÁL Málaferli landeiganda við Þjórsá gegn ríkinu og Landsvirkj- un vegna svokallaðra Titan-samn- inga munu tefja framgang virkj- ana í neðri hluta Þjórsár, segir Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar. Því er líklegt að byrjað verði á Búðarhálsvirkjun í Tungnaá. Öll leyfi eru til staðar og hægt að hefja framkvæmdir eftir að útboð hefur farið fram. Tekin verður ákvörðun um röð virkjana á næstu vikum, segir Friðrik. Áformað er að reisa þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórs- ár, til viðbótar við Búðarhálsvirkj- un. Orka úr Búðarhálsvirkjun yrði að líkindum seld Rio Tinto Alcan, sem áformar að auka framleiðslu í álveri sínu í Straumsvík, segir Helgi Bjarnason, verkfræðingur hjá Landsvirkjun Power. Afl Búðarhálsvirkjunar verður um 90 megavött, en Rio Tinto Alcan vill um 75 megavött vegna fram- leiðsluaukningar í Straumsvík. Ekki verður um eiginlega stækkun álversins að ræða, eins og hafnað var í íbúakosningu, heldur aukna framleiðslu í sama fjölda kerja með nýrri tækni. Verði Búðarhálsvirkjun sett fremst í röðina væri hægt að fara í útboð vegna hennar í haust, segir Helgi. Þá gæti virkjunin verið komin í notkun síðla árs 2011. Landsvirkjun vill þó helst bjóða allar virkjanirnar út saman til að fá hagkvæmari tilboð. Stefna landeiganda vegna Titan- samninganna hefur fengið flýti- meðferð fyrir héraðsdómi. Mála- ferlin munu meðal annars tefja vinnu við samninga við landeigend- ur og þar með umsókn um virkj- analeyfi, segir Friðrik. - bj /sjá síðu 18 Virkjunin við Búðarháls sett fremst í röðina Málaferli vegna Titan-samninga tefja áformaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Stærstur hluti ork- unnar fer líklega til álversins í Straumsvík. HÁTÍSKUVIKA Í PARÍS Skilyrði að vera með vinnustofu í París tíska heimili sumar Í MIÐJU BLAÐSINS SUÐURLAND Skapandi ungmenni og söfnunarglaðir sjóarar Sérblað um Suðurland FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Miklar framfarir Hreysti er 20 ára um þessar mundir en fyrirtækið hefur frá upphafi verið leiðandi í sölu æfingartækja og fæðubótarefna. TÍMAMÓT 30 12 15 15 1413 20 SVIPAÐ Í dag verða vestan 3-8 m/s vestan til annars hæg breytileg átt. Skýjað suðaustan til annars víð- ast bjart með köflum. Áfram hætt við þokulofti með ströndum. Hiti 10-20 stig hlýjast sunnan til. VEÐUR 4 26 79 / IG 01 Þú færð Shimano í næstu sportvöruverslun hjól Popp og reggí Ný plata er væntanleg frá Emilíönu Torrini. Fyrsta lagið er létt popp-reggí og lofar góðu. FÓLK 40 Við veisluborðið „Hvers vegna er vinnuframleiðni mun minni á Íslandi en annars staðar um Norðurlönd?“ spyr Þorvaldur Gylfason. Í DAG 26 MARGRÉT EDDA JÓNSDÓTTIR Eldskírn í Sjallanum Dóttir Jóns Gnarr syngur með Merzedes Club FÓLK 50 STJÓRNMÁL Liðskönnun fylgis- manna stóriðjustopps í þingflokki Samfylkingarinnar leiðir í ljós að í raun sé minnihlutastuðningur við umhverfisstefnu flokksins, Fagra Ísland, innan þingflokksins. Í þeirra röðum gætir óánægju með þróun umhverfis- og stóriðju- mála enda tvö ný álver í pípunum sem sé tveimur álverum of mikið. Óánægjunni var lýst á sérstökum fundi þingflokksins um umhverf- ismál á þriðjudag. Var efnt til fundarins að ósk Þórunnar Svein- bjarnardóttur umhverfisráðherra og voru umræður stormasamar, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Þótt álver á Bakka og í Helguvík hafi verið í farvatninu um skeið tók – að mati fylgismanna stór- iðjustopps – steininn úr þegar Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra tók á dögunum fyrstu skóflustunguna að Helguvíkurál- verinu og spyrti þar með sjálfan sig og flokkinn við framkvæmd- ina. Hinir óánægðu segja álverið í bága við loforð og stefnu flokksins og telja Björgvin hafa skaðað ímynd hans. Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum. - bþs Samfylkingarþingmenn tókust á um umhverfismál á sérstökum þingflokksfundi: Minnihluti með Fagra Íslandi FÓLK „Mér finnst þetta ekkert leiðinlegt. Ég vissi líka að ef ég hefði ekki tekið þetta að mér, þá hefði bara einhver annar verið fenginn í staðinn og það hefði ekki verið eins gaman,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikari. Ólafur brá sér í gær í hlutverk föður síns, Egils Ólafssonar, leik- ara og Stuðmanns. Þetta var gert fyrir nýja auglýsingu Landsbank- ans þar sem frægir tónleikar Stuðmanna og Grýlnanna á þjóð- hátíð 1982 eru endurskapaðir. Bryndís Jakobsdóttir fer með hlutverk móður sinnar, Ragn- hildar Gísladóttur. Fleiri Stuð- mannabörnum bregður fyrir, sem og Sprengjuhöllinni. -hdm/sjá síðu 50 Ólafur Egill Egilsson og Bryndís Jakobsdóttir: Leika foreldra sína í auglýsingu BÖRNIN LEIKA FORELDRANA Ólafur Egill Egilsson og Bryndís Jakobsdóttir í hlutverkum foreldra sinna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Óskalistinn að tæmast? HK gengur illa að finna sér nýjan þjálfara. Fjórir efstu kostirnir á óskalist- anum afþökkuðu að taka við botnliði Landsbankadeildar- innar. ÍÞRÓTTIR 46 VEÐRIÐ Í DAG EINUM VÆNUM LANDAÐ Ellefu laxar komu á land í Laxá í Kjós á morgunvaktinni í gær. Að sögn starfsmanns í Veiðihúsinu hefur veiðin gengið þokkalega en það eina sem plagar veiðimenn í blíðviðrinu er vatnsleysi. Laxagöngur eru sterkar í ánni, sem og í öðrum ám á suðvesturhorninu, og fiskurinn vel dreifður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.