Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN Guðjón Arnar Kristj- ánsson skrifar um sjáv arútvegsmál Í fyrstu viku júní kom enn ein svartnættisspá- in frá Hafró um að lítið væri af þorski á Íslands- miðum. Þessi framsetning eftir mikla þorskgengd á alla veiðislóð á sl. vertíð er í engu samræmi við það sem þeir, sem fiskveiðarnar stunda, segja af sinni reynslu á þessu ári. Margir skipstjórar við botnfiskveiðar hafa lýst því frá mismunandi veiðislóð allt í kringum land að mikið af þorski væri á miðum þeirra. Margir þeirra hafa einnig verið á flótta undan þorski vegna lítils kvóta. Leyfður þorskafli stjórnvalda er nú 130 þúsund tonn. Þetta er minni ársafli en verið hefur sl. 98 ár ef undan eru skilin fyrri-heims- styrjaldarárin. Þetta er nú sá „árangur“ sem kvótakerfi með frjálsu framsali og leigukvótaokri hefur fært okkur Íslendingum, eftir að við náðum þeim áfanga að sitja ein að veiðunum og reyna að stjórna sjálf með kvótakerfi í aldarfjórðung. Stöðvum vitleysuna Nú þarf að segja stopp. Setjum á jafnstöðuafla: - 220 þúsund tonna þorskveiði næstu þrjú árin. Metum síðan árangurinn. Ég spái því að hann verði betri en það sem við höfum gert frá 1984 með kvóta- braskkerfinu. Undanfarna mánuði hef ég varað við hættunni af miklu atvinnuleysi. Mesta skaðvaldi launþega samfara hækkun vöru- verðs og verðtryggingu lána. Nú þarf að bregðast hratt við. Auka atvinnu og tekjur þjóðfélagsins með þeim ráðum sem tiltæk eru, og þar með auka bjartsýni fólks. Ólíkt uppbyggingu í öðrum grund- vallaratvinnugreinum þá er allt til staðar. Við eigum skipin, fisk- vinnsluhúsin, sjómenn sem kunna að veiða og fiskvinnslufólk í landi. Öll atvinnutæki eru tilbúin. Ekki þarf nýja fjárfestingu. Markaðir eru góðir. Við verðum að stefna burt úr brotlendingu efnahags og hrunadansi verðbólgunn- ar. Verðtrygging og okur- vextir eru afleiðing núverandi stjórnar- stefnu. Raunhæfar tillögur Tillögur mínar eru að eft- irfarandi verði nú gert næstu þrjú fiskveiðiár: ■ Þorskaflinn verði föst stærð, 220 þúsund tonn hvert ár. Undirmálsþorsk- ur verði að 2/3 utan kvóta til þess að stöðva brottkast smá- þorsks úr afla og fá á land rétta árgangastærð, fjölda og þyngd ungfisks í veiddum þorskafla. ■ Öll leiga og sala kvóta milli útgerða verði stöðvuð frá og með næstu áramótum. Sett verði lög um það að aðeins ríki og sveitarfélög megi leigja kvóta til útgerðar. Þær tekjur sem ríkið fær af leigu kvóta verði að mestu notaðar til að efla atvinnuskapandi verkefni, m. a. verklegar framkvæmdir. Tekjurnar verði einnig notaðar í auknar hafrannsóknir. Nefna má áhrif hlýsjávar á lífríki Norðurhafsins þangað sem þorskurinn leitar nú í auknum mæli, út úr okkar lögsögu í ætisleit. ■ Loðnuveiðar verði ekki leyfðar næstu tvö ár, nema því aðeins að veiðistofn loðnu mælist yfir 800 þúund tonn. Þetta til að auka framboð á æti fyrir botn- fiska á grunnslóð. Útgerðum, sjómönnum, fiskvinnslufólki og vinnsluaðilum loðnu verði bættur tekjumissir vegna minni loðnuveiðiheimilda næstu tvö árin. Úgerð megi færa óveiddan kvóta milli fisk- veiðiára eftir nánari reglum. ■ Á hverju þessara þriggja ára verði 150 þúsund tonn í afla- hlutdeildarkerfinu hvert ár. 25 þúsund tonn verði í byggða- potti næstu tvö ár og síðan 10 þúsund tonn, þriðja árið. ■ Línuívilnun verði 5.000 tonn öll þrjú árin. 40 þúsund tonn verði boðin upp af ríkissjóði og sveitarfélögum skipt þannig: ■ 5.000 tonn á togara litla og stóra. ■ 5.000 tonn á snurvoða- og neta- báta. ■ 5.000 tonn á línubáta. Til helm- inga á véla- og landbeitta línu. ■ 5.000 tonn á handfærabáta undir 30 brúttótonnum að stærð ■ 20.000 tonn til byggðarlaga. Boðið fram sem leigukvóti með forgang til þeirra sem mest hafa leigt hlutfallslega annars vegar og þeirra sem hæst verð greiddu. Þessar leigutekjur af óveiddum þorski renni til viðkomandi sveitar- sjóða. Eftir tvö ár stækkar þessi pottur um 15 þúsund tonn, í 35 þúsund tonn. Verðum að endurskoða allt Að tveimur árum liðnum fari fram endurskoðun á þessari framkvæmd og mótuð frekari stefna út úr núverandi kvóta- kerfi. Einkum verði unnið skipu- lega að því að fækka kvótabundn- um botnfisktegundum, sem oftast eru meðafli við flestar botnfisk- veiðar. Árangursleysi núverandi kvóta- kerfis í tæplega fjórðung úr öld er algert. Lögbundin markmið um trausta atvinnu og byggð í landinu samfara uppbyggingu fiskistofna hafa alls ekki náðst. Nú er nóg komið af pólitískri fiskifræði og stjórnarstefnu um samþjöppun veiðiheimilda á fáar hendur sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur fengið ráðið í 17 ár sam- fellt. Þessu verður að linna. Þjóð- in á auðlindina en hvorki Hafró né heillum horfinn Sjálfstæðis- flokkur við völd í skjóli Samfylk- ingar. Barentshafið gefur nú þorsk- veiði upp á 500 þúsund tonn árlega. Hafrófiskifræðin taldi þar vera verstu veiðistjórnun í Norður-Atlantshafi. Eru það trúarbrögð okkar fiskifræðinga ennþá að svo sé? Getum við lært af þeirri merkilegu „ofveiði- reynslu“? Eða fellur sú reynsla og þekking ekki að Hafrófiski- fræðinni? Erum við, það er íslenskir fiskifræðingar, einir „handhafar sannleikans“, ávallt með réttu leiðina? Má aldrei tala við aðra sem eitthvað vita? Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. 28 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON Forðumst brotlendingu UMRÆÐAN Þorleifur Gunnlaugsson skrifar um bú- setuúrræði fyrir SÁÁ Formaður Velferðarráðs Reykjavíkur, Jórunn Frímannsdóttir, á í miklum erfiðleikum með að rökstyðja þá ákvörðun að ganga til samninga við Heilsuverndar- stöðina/Alhjúkrun um búsetuúrræði þrátt fyrir að SÁÁ væri með fjórðungi lægra tilboð í þjónustuna. Þeir sem koma til með að nýta sér umrætt úrræði eru að uppistöðu fyrrver- andi vistmenn Byrgisins og fjármagnið sem fer frá félags- og tryggingamálaráðuneyti í verkefnið er eyrnamerkt því fólki. Það er sorglegt til þess að hugsa að ekkert nothæft úrræði hafi verið til staðar fyrir þessa veiku einstaklinga í meira en eitt og hálft ár þrátt fyrir þá smánarlegu meðferð sem þeir máttu þola í Byrginu en þar bera bæði ríki og borg ábyrgð. Ef bera á saman SÁÁ og Heilsuverndarstöðina/ Alhjúkrun með tilliti til uppbyggingar viðkomandi einstaklinga, sem eiga að baki erfiða félagslega sögu og þurfa að takast á við afleiðingar áfengis- og/eða vímuefnamisnotkunar, er samanburðurinn án nokkurs vafa SÁÁ í vil. Heilsuverndarstöðin/Alhjúkrun er nýtt fyrirtæki og mér vitandi án reynslu af þessu sviði. SÁÁ hefur aftur á móti unnið í 30 ár að áfengis- og vímuefnalækningum, þar á meðal að rekstri búsetuúrræða fyrir alkóhólista. Samkvæmt tilboði SÁÁ eru þar yfir 60 sérhæfðir heilbrigðisstarfs- menn sem eingöngu sinna því starfi að byggja upp áfengissjúka einstaklinga og eiturlyfjafíkla. Má þar nefna sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, áfengis- og vímuefnaráðgjafa og félags- ráðgjafa. Formaður Velferðarráðs og sviðsstjóri Velferð- arsviðs segja í grein í Morgunblaðinu 22. júní sl.: „Auk þess þótti skipta máli að Heilsuverndarstöð- in/Alhjúkrun hafði til taks afar hentugt húsnæði fyrir umrædda starfsemi.“ Og sviðsstjórinn lætur hafa eftir sér í DV 28. maí: „Það vegur þungt að Heilsuverndarstöðin hefur húsnæði á takteinum sem hentar mjög vel undir starfsemina.“ Og hvaða draumahúsnæði er það sem skiptir svona sköpum? Um er að ræða raðhúsalengju í austurbænum sem er um það bil fokheld og staðsett í nýju íbúða- hverfi. Það sést ekkert sérstakt við þetta húsnæði og án nokkurs vafa hægt að finna sambærilega raðhúsalengju víða í nýbygg- ingahverfum borgarinnar. Í gögnum sem afhent voru borgarráði fimmtudaginn 26. júní kemur fram að Heilsuverndarstöðin/ Alhjúkrun hefur hvorki keypt né leigt umrætt húnæði en stendur það til boða „að því gefnu að samningar á milli Heilsu- verndarstöðvarinnar/Alhjúkrunar og Velferðar- sviðs verði undirritaðir“ eins og segir í yfirlýsingu frá núverandi eiganda. Húsnæðið verður semsagt ekki afhent nema samningar náist og að sjálfsögðu verður það ella selt öðrum. Þessu til viðbótar hafa fjölmiðlar fjallað um það að hugsanlega séu eigendur umræddra fasteigna á gjaldrotastigi og þá verði húsnæðið ekki til reiðu í nánustu framtíð. Nú þegar formaður Velferðarráðs er að komast út í horn segir hún í fréttum RÚV 29. júní að „þegar að þetta er lagt upp fyrir ráðinu í apríl að þá er einmitt talað um að það geti jafnvel verið fleiri, semsagt að þessi aðili, hann geti boðið upp á fleiri en einn húsakost“. Undirritaður var ekki á umræddum fundi en þeir sem ég hef talað við og sátu fundinn kannast alls ekki við umræður af þessu tagi. Það hefur allan tímann verið mjög skýrt í málflutningi formanns Velferðarráðs og sviðsstjóra Velferðarsviðs að einmitt umrætt húsnæði hafi vegið þungt þegar ákvörðun var tekin um að taka tilboði Heilsuverndarstöðvarinn- ar/Alhjúkrunar þó svo það væri umtalsvert hærra en tilboð SÁÁ. Það er í sjálfu sér alvarlegt ef formaður Velferð- arráðs segir ósatt til um umræður á fundi ráðsins og kannski ástæða til að kanna það betur. Hitt er svo annað mál að öngstrætið sem Jórunn Frí- mannsdóttir er komin í hvað þetta mál varðar virðist vera að lokast og röksemdirnar fyrir því að hafna tilboði SÁÁ falla hver af annarri. Höfundur er borgarfulltrúi VG. Einkavinavæðing búsetuúrræðis ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON 365 – Skaftahlíð 24 – 105 Reykjavík – Sími 512 5000 – www.365.is Vegna fyrirhugaðrar afskráningar 365 hf. af skipu- legum verðbréfamarkaði hefur stjórn félagsins ákveðið, með samþykki hluthafafundar þann 1. júlí 2008, að kaupa hluti þeirra hluthafa sem þess óska. Hluthöfum 365 hf. er gert tilboð um að selja hlutabréf sín í félaginu á gengi 1,20 kr. fyrir hvern hlut í 365 hf. Tilboðið gildir til kl. 16.00 þann 11. júlí 2008. Tilboðið er gert þeim hluthöfum sem skráðir voru í hluthafaskrá félagsins kl. 11.00 þann 1. júlí 2008. Hluthöfum gefst þó kostur á að vera áfram hlut- hafar í óskráðu félagi 365. Kauptilboðið er sett fram í því skyni að koma til móts við hluthafa félagsins og er það hverjum og einum hluthafa í sjálfsvald sett hvort hann samþykkir kauptilboðið. Ef hluthafi hefur ekki hug á að taka þátt í kauptilboðinu, þarf viðkomandi hluthafi ekki að aðhafast neitt, þar sem allir þeir sem taka ekki þátt í tilboðinu halda ósjálfrátt áfram sem hluthafar í óskráðu félagi 365. Tilboðið er lagt fram á grundvelli nánari skilmála sem koma fram í bréfi sem sent hefur verið til allra hluthafa á skráð lögheimili þeirra. Í bréfinu eru einnig leiðbeiningar um tilboðið ásamt notandanafni og lykilorði, sem hluthafi verður að nota til að taka þátt í tilboðinu. Hluthafar sem hyggjast taka þátt í tilboðinu skulu lesa bréf sitt vandlega og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar eru gefnar. Ef bréfið hefur ekki borist hluthafa þann 7. júlí 2008 skal hann hafa samband við 365 í síma 512 5000, þar sem einnig eru veittar allar aðrar upplýsingar um tilboðið. Stjórn 365 hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.