Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 66
46 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Fjölnismaður- inn Sveinn Elías Elíasson er í fimmta sæti eftir fyrri dag tug- þrautarkeppninnar á HM ungl- inga í Bydgoszcz í Pólandi. Sveinn Elías fékk 3.925 stig fyrir fyrstu fimm greinarnar og er aðeins fjórum stigum frá fjórða sætinu en þar situr heimamaðurinn Jacek Nabozny. Hvít-Rússinn Eduard Mihan er efstur með 4.155 stig en Sveinn Elías er 96 stigum frá verðlaunasæti. Sveinn Elías byrjaði og endaði daginn frábærlega því hann var fljótastur allra í bæði 100 metra og 400 metra hlaupi. Sveinn náði sínum öðrum besta tíma í 1000 metra hlaupinu þegar hann hljóp á 10,79 sekúndum og fékk 908 stig fyrir. Sveinn stökk síðan 6.71 metra í langstökki, sem var 12. besti árangur í þeirri grein en lengst hefur hann stokkið 6,98 metra. Sveinn Elías bætti sig um 17 senti- metra í kúlunni þegar hann varp- aði henni 13,28 metra en það var 14. besti árangurinn í kúluvarpinu. Sveinn datt niður í 9. sæti eftir fjórðu greinina, hástökkið, þar sem hann fór yfir 1,87 metra og varð fimmtándi. Sveinn endaði aftur á móti dag- inn á því að hlaupa 400 metrana á 48,18 sekúndum og var þar eins og áður sagði fljótastur allra alveg eins og í fyrstu greininni. Sveinn fékk þá 900 stig og hefur aðeins einu sinni hlaupið hringinn hraðar. Stefán Jóhannsson, þjálfari Sveins, var ánægður með strák- inn. „Þetta var fínn dagur og hann reddaði honum með 400 metra hlaupinu. Við vorum aðeins óánægðir með langstökkið en annað var mjög gott. Þetta gekk eins og við vorum að vonast eftir,“ sagði Stefán. „Seinni dagurinn er lélegri hjá öllum en þetta fer svolítið eftir því hvernig stöngin og spjótið fer á morgun [í dag]. Stöngin verður mjög erfið af því að stöngin hans kom ekki og hann verður því að fá lánstöng sem er mjög erfitt,“ segir Stefán en hann vonast þó til að Sveinn byrji seinni daginn vel í 110 metra grindahlaupi. „Ég hef trú á hann bæti sig vel því hann hefur verið að bæta sig tæknilega í grindinni að undan- förnu,“ segir Stefán. - óój Fjölnismaðurinn Sveinn Elías Elíasson er í fimmta sæti eftir fyrri dag á HM unglinga í Bydgoszcz í Pólandi: Vann tvær af fimm greinum sínum í gær Á FLEYGIFERÐ Sveinn Elías Elíasson, lengst til hægri, sést hér í 100 metra hlaupinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC FÓTBOLTI Eftir að stjórn HK ákvað að reka Gunnar Guðmundsson hófst mikil leit að þjálfara. Staða liðsins er ekki góð, það er neðst í Landsbankadeildinni og virðist sjálfstraustið í herbúðum liðsins vera fyrir neðan frostmark. Eng- inn af þeim fjórum þjálfurum sem leitað hefur verið til hafði áhuga á starfinu. Viðræður við annan aðila eru þó hafnar. Fyrst var leitað til fyrrverandi landsliðsþjálfarans Eyjólfs Sverr- issonar. Hann sagðist hreinlega ekki hafa tíma í starfið, hann hefði nóg á sinni könnu. Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir segja tímapunktinn ekki réttan en þá langi í þjálfun, Ólafur Þórðar- son segir HK ekki henta sér og Lúkas Kostic vill ekki stökkva frá borði KSÍ-skútunnar þar sem hann stýrir tveimur landsliðum. „Mér líst bara ekki alveg á þetta, þetta hentar mér ekki,“ sagði Ólaf- ur sem vildi lítið fara út í hvað nákvæmlega það væri sem hent- aði honum ekki. Aðspurður hvort það væri staða liðsins sagði Ólaf- ur: „Hún er auðvitað ekki góð en það var ekki úrslitaatriðið. En ég ákvað að sleppa þessu. Ég aflaði mér upplýsinga en þetta er niður- staðan,“ sagði Ólafur sem fór þó aldrei í viðræður við stjórn félags- ins. Hann kvaðst jafnframt áhuga- samur á að snúa aftur í þjálfun fljótlega. Bjarki sagði við Fréttablaðið að tilboð HK hefði verið freistandi. „Við hittum stjórn HK í gær og fórum yfir stöðuna. Þetta kitlaði aðeins en svo töluðum við við FH og ákváðum bara að spila áfram með því. Félagið gerði okkur ljóst að það vildi ekki missa okkur. Þeir eru þó miklir heiðursmenn þar og hefðu ekki staðið í vegi fyrir okkur hefðum við viljað fara,“ sagði Bjarki sem segir tvíburana hafa litist vel á HK. „Þeir seldu félagið mjög vel og framtíðarmarkmið þess. Okkur leist mjög vel á þetta. Metnaður- inn er mikill þrátt fyrir að staðan sé ekkert sérlega góð eins og er. Það er vel staðið að öllum málum og aðstæðurnar eru til fyrirmynd- ar. Þá eru yngri flokkarnir öflugir. En við vildum bara efna samning- inn við FH,“ sagði Bjarki sem segir það vera mikinn heiður fyrir þá bræður að vera boðin staðan. „Við höfum ekki mikla reynslu þrátt fyrir að hafa náð ákveðnum árangri með ÍA fyrir tveimur árum. Við hefðum treyst okkur í starfið til að endurtaka leikinn en tímapunkturinn var bara ekki rétt- ur. Það hefði þurft ÍA til að bjóða okkur að þjálfa til að við riftum samningi við FH,“ sagði Bjarki og hló við. Lúkas sagði í gær að hann gæti hreinlega ekki farið frá U17 og U21 árs landsliðunum sem hann þjálfar. „Ég hef verið að undirbúa U17 frá því í október fyrir Norð- urlandamótið sem er í lok júlí. Þetta hefur verið mikil vinna og mér fannst ekki sanngjarnt gagn- vart þeim að hætta. U21 árs liðið á líka tvo leiki eftir í riðlinum. Ég vil bara ekki fara frá ókláruðum verkefnum,“ sagði Lúkas sem sagði þó að HK ætti marga góða leikmenn og að það gæti vel fest sig í sessi í efstu deild. „Það var heiður að þeir hringdu.“ Viðræður eru hafnar við annan aðila sem Torfi Sverrisson, formað- ur knattspyrnudeildar HK, gefur ekki upp hver er. „Við leysum þetta,“ sagði Torfi við Fréttablaðið eftir að Ólafur hafði gefið félaginu afsvar seinni partinn í gær. „Við höfum leitað til manna sem njóta ákveðinnar virðingar. Við erum með ákveðinn lista sem við förum niður. Í þessari stöðu sem liðið er í er mórallinn lítill og það þarf kannski að lyfta honum með virtum nöfnum. „Rúnar [Páll Sig- mundsson, aðstoðarþjálfari Gunn- ars] stýrir liðinu eins og staðan er núna, meðan aðalþjálfaramálin eru ekki afgreidd,“ sagði hann. hjalti@frettabladid.is Eyjólfur Sverrisson fyrstur af fjórum til að segja nei við því að þjálfa HK HK þarf að leita langt niður óskalistann til að finna þjálfara. Eyjólfur Sverrisson var fyrstur til að segja nei og í kjölfarið fylgdu tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, Ólafur Þórðarson og Lúkas Kostic. ENGINN ÁHUGI? Eyjólfur Sverrisson, Lúkas Kostic og Ólafur Þórðarson sögðu allir nei við HK. Félagið leitar nú niður óskalistann að næsta þjálfara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON-DANÍEL-VALLI NEI TAKK Arnar og Bjarki ákváðu að leika áfram með FH í stað þess að taka við HK. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Gunnar Guðmundsson skilur sáttur við HK. Hann stýrði liðinu í tæp fimm ár en var rekinn í vikunni. „Ef þú ert ekki að ná í stig og ert í neðsta sæti geturðu alltaf átt von á því að taka pokann þinn sem þjálfari,“ sagði Gunnar sem taldi sig geta náð meira út úr liðinu. „Að sjálfsögðu. Félagaskipta- glugginn er að opna og ég sá ákveðna möguleika til að vinna úr þessu og snúa hlutunum við með litlum kostnaði,“ sagði Gunnar sem er alls ekki sár út í HK en hann kveður félagið sáttur. „Við höfum átt góða tíma saman og komið liðinu upp á ákveðinn stall. Vonandi heldur það sér þar,“ sagði Gunnar sem er ekki hættur að þjálfa. Hann kveðst jafnframt ætla að taka sér frí í sumar. - hþh Gunnar Guðmundsson: Engin sárindi GUNNAR Kveður HK sáttur. FÓTBOLTI Jónas Hallgrímsson er hættur sem þjálfari Völsungs. Hann lét stór orð falla um dómara í 2. deildinni og KSÍ á mánudag og sagðist í gær standa við hvert einasta orð. Hann óskaði þess jafnframt að hann hefði verið harðorðari. KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær. - hþh Yfirlýsing KSÍ „Knattspyrnusamband Íslands harmar þau ummæli sem Jónas Hallgrímsson, þjálfari Völsungs, lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum varðandi dómara, önnur félagslið og aðra þá er að knattspyrnu koma á Íslandi og vísar þeim algerlega á bug. Mjög alvarlegar ásakanir koma fram í ummælum Jónasar og alveg ljóst að undir þeim verður ekki setið án viðbragða. Samskipti KSÍ við Völsung hafa verið með miklum ágætum, þar hefur verið unnið gott starf og hafa þaðan komið margir af bestu knattspyrnumönnum landsins í gegnum árin. Sorglegt er því að þjálfari félagsins ráðist fram með rakalausum fullyrðing- um og ásökunum sem beint er gegn dómurum, aðildarfélögum og aðilum innan KSÍ og geta á engan hátt talist settar fram af jafnvægi og yfirvegun.“ Yfirlýsing frá KSÍ: Sorglegur Jónas FÓTBOLTI Við ráðningu þjálfara í Landsbankadeild karla þarf að fara eftir ströngum reglum. Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, útskýrði málið þegar Fréttablaðið bað hann um að taka HK, sem er í leit að þjálfara, sem dæmi. „Ef félagið ræður þjálfara sem hefur tilskilin réttindi, sem er KSÍ-A gráða, innan viku eftir að hafa rekið þjálfara er það innan leyfisrammans. Ef það gerir það ekki, eða ræður þjálfara sem hefur ekki réttindin, fær það í mesta lagi viðvörun þar sem þetta er fyrsta brot þess. Ef þjálfari án réttinda tekur við á miðju tímabili má hann samt sem áður ekki stýra liðinu á næsta tímabili án réttindanna.“ Arnar og Bjarki Gunnlaugs- synir hefðu því aðeins mátt stýra HK út tímabilið hefðu þeir tekið boði félagsins. Báðir eru með 2. gráðu þjálfararéttinda og eiga langt í land með að öðlast A- gráðuna. - hþh Þjálfaramál í Landsbankadeild: Uppfylla þarf kröfur kerfisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.