Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 4
4 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Una H. Pétursdóttir skrifar: Í fluginu til landsins frá Tenerife með Ferðaskrifstofu Íslands á þriðjudaginn varð ég fyrir því að vera rukkuð fyrir láni á kodda og teppi. Gjaldið var 6 evrur, en var frítt fyrir tveimur vikum á útleið. Gjaldtaka þessi var hvergi auglýst, á flestu má nú græða!!! Margrét Helgadóttir, framkvæmdastjóri tekjustýr- ingar hjá Ferðaskrifstofu Íslands, svarar: „Teppið og koddinn eru til eignar. Þeir hjá Futura Airlines, sem fljúga fyrir okkur, byrjuðu á þessu fyrir sirka tveimur vikum. Þetta eru ágætis teppi og góðir koddar og mér finnst 6 evrur (715 kr.) fyrir þetta tvennt nú ekkert svakalegt.“ Sex evrur í háloftunum: Rukkað fyrir teppi og kodda TEPPI OG KODDAR Fást í Futura- þotum á 6 evrur. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20 12 13 15 12 15 11 14 13 13 12 14 6 2 8 5 6 5 12 14 14 13 12 21° 18° 25° 24° 21° 18° 22° 22° 22° 23° 20° 28° 24° 28° 29° 30° 28° 22° Á MORGUN Hæg, breytileg átt og yfi rleitt þurrt. 2 LAUGARDAGUR 3-10 m/s, stífastur síðdegis. 3 3 3 2 12 12 13 1212 VÆTUSAMUR SUNNUDAGUR Þótt greina megi breytingar á veðrinu strax á morgun í þá átt að þungbúnara og heldur svalara verði á landinu er ekki að sjá mikla úrkomu næstu daga. Seint á laugar- dag má búast við vætu vestast á landinu og á sunnudag verður rigning sunnan og vestan til en yfi rleitt þurrt annars staðar. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Kringlunni • sími 568 1822 www.polarnopyret.is STJÓRNSÝSLA „Flugmenn hjá Land- helgisgæslunni hafa haft samband við okkur til að kanna hver staða þeirra er gagnvart því að auglýst er staða flugmanns samhangandi við flugrekstrarstjórastöðuna,“ segir Jóhannes Bjarni Guðmunds- son, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Landhelgisgæsla Íslands hefur nú auglýst starf flugrekstrar- stjóra og flug- manns. Geir- þrúður Alfreðsdóttir hefur gegnt því starfi í meira en tvö ár. Þegar hún var ráðin var tekið fram að sú breyting yrði, frá því sem áður var, að flugrekstrar- stjóri myndi eingöngu sinna störf- um á jörðu niðri en ekki fljúga vélum Gæslunnar. Geirþrúður sóttist hins vegar fljótlega eftir því að setjast samhliða starfinu í flugmannssæti. Flugmenn Landhelgisgæslunn- ar sem rætt var við vildu ekkert láta hafa eftir sér undir nafni um málið. Þeim bar hins vegar saman um að gremja væri innan þeirra raða með að flugrekstrarstjórinn vildi einnig vera flugmaður. Það sé meðal annars vegna ótta um starfsöryggi. Þeir líti svo á að aug- lýsingin nú sé sniðin að Geirþrúði. Í henni sé meðal annars tekið fram að umsækjandi þurfi að vera háskólamenntaður sem ekki hafi verið áður. Jafnframt því að vera flugmaður er Geirþrúður verk- fræðingur. „Er nýráðinn flugrekstrarstjóri fór að sækjast eftir sæti flug- manns þá fór allt í hnút þar sem starfandi flugmenn voru ekki sátt- ir við að flugrekstrarstjóri gæti tekið sér sæti á starfsaldurslista án þess að fara í gegnum sérstakt ráðningarferli þar inn eins og aðrir flugmenn,“ segir um málið á heimasíðu FÍA. Oddamaður í sérstöku Starfs- ráði skar úr um það í fyrra að Geirþrúður mætti ekki fara inn á starfsaldurslistann að óbreyttu. Farið er eftir listanum ef gripið er til uppsagna. Umsóknarfrestur um starf flug- rekstrarstjórans rennur út sunnu- daginn 13. júlí. Að sögn Jóhannes- ar Bjarna er lögmaður FÍA enn að fara yfir stöðu flugmanna gagn- vart því að sækja um starfið. Hann vill ekki tjá sig nánar um málið. Geirþrúður Alfreðsdóttir kveðst kjósa að svara því ekki hvort hún sé að hætta eða hvort hún hyggist sækja um starfið aftur. Varðandi það hvers vegna talin er þörf á að bæta flugmannsþættinum við starfslýsingu flugrekstrarstjóra vísar Geirþrúður á Landhelgis- gæsluna. Halldór Nellet, staðgengill for- stjóra Landhelgisgæslunnar, kveðst ókunnugur málinu og vísar á Svanhildi Sverrisdóttur starfs- mannastjóra. Hún svaraði ekki skilaboðum í gær. gar@frettabladid.is Starfsauglýsing vekur undrun Gæslumanna Lögmaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna fer nú yfir stöðu flugmanna vegna auglýsingar á starfi flugrekstrarstjóra Landhelgisgæslunnar. Ágreiningur varð þegar núverandi flugrekstrarstjóri vildi jafnframt sinna starfi flugmanns. JÓHANNES BJARNI GUÐMUNDSSON GEIRÞRÚÐUR ALFREÐSDÓTTIR Flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslu Íslands vill ekki gefa upp hvort hún er að hætta eða hvort hún sækist áfram eftir starfinu. Myndin er tekin í júní 2006 eftir að Geirþrúður tók við starfi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL FRAKKLAND, AP Hans-Gert Poettering, forseti Evrópuþings- ins í Strassborg, hefur ákveðið að mæta ekki á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Kína í næsta mánuði. Hann skýrði frá þessari ákvörð- un sinni í gær, eftir að Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sagðist ætla að mæta á opnunar- hátíðina þrátt fyrir að viðræður um aukin réttindi Tíbetbúa hafi engum árangri skilað. Evrópuþingið hefur gagnrýnt þessa nýju afstöðu Frakklands- forseta í málinu. - gb Forseti Evrópuþingsins: Sniðgengur Ól- ympíuleikana HANS-GERT POETTERING Ósáttur við afstöðu Frakklandsforseta. NORDICPHOTOS/AFP AUSTURRÍKI Týnd fjallgöngukona í austurrísku Ölpunum bjargaði lífi sínu með því að kasta brjóstahald- ara sínum í ferjukláf sem var á leiðinni upp fjallið. Hin 24 ára gamla Jessica Brown frá Bandaríkjunum féll af klettasyllu og þurfti að dúsa særð á fjallinu í sjötíu klukkustundir í miklum kulda. Björgunarmenn höfðu gefið leit upp á bátinn þegar hún sá ferjukláf sem innihélt vistir fyrir vinnumenn á toppi fjallsins. Jessica henti brjóstahaldaranum sínum um borð sem vinnumennirn- ir sáu og létu hefja leit að nýju. Jessica dvelur nú á sjúkrahúsi og er á góðum batavegi. - kg Týnd fjallgöngukona: Brjóstahaldari til bjargar Ofsagt var í blaðinu í gær að forstjóri Útlendingastofnunar vildi ekki svara spurningum um mál stofnunarinnar. Hið rétta er að hann vill ekki ræða mál Pauls Ramses frekar, en svarar almennum spurningum með glöðu geði, eins og gert er í dag í blaðinu. Ekki gafst tími til svars í gær. LEIÐRÉTTING ORKUVEITAN „Einu gögnin sem ég fór með voru mín eigin sem voru afhent á fundum,“ segir Guð- mundur Þóroddsson, fyrrver- andi forstjóri Orkuveitunnar. Samkvæmt fréttum Sjón- varpsins í gærkvöld á Guðmund- ur að hafa tekið fundargerðir síðastliðinna tíu ára auk fundar- gagna. Leitað hefur verið aðstoð- ar lögfræðinga vegna þessa. Krafist er í bréfi sem Guðmund- ur fékk í gær að hann afhendi gögnin auk jeppabifreiðar og farsíma sem hann hafði til afnota þegar hann var forstjóri Orku- veitunnar. „Ég ráðfærði mig við lögfræð- ing Orkuveitunnar sem taldi að þetta væri hluti af starfskjörum mínum,“ segir Guðmundur. Hjörleifur Kvaran, núverandi forstjóri Orkuveitunnar, segir lögfræðingana sem sömdu um starfslok Guðmundar vera ann- arrar skoðunar. „Þeir telja að hann eigi ekki rétt á þessum hlunnindum,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir að hann og Guðmundur hafi talað saman símleiðis og hann viti ekki betur en Guðmundur ætli að skila þeim gögnum sem hann tók. „Það að leita til lögfræðings er ekki að minni beiðni,“ segir Hjörleifur Kvaran. Ef Guðmundur skilar ekki gögnunum kemur fram í bréfinu að leitað verði annarra leiða eins og að fara í mál eða ná fullnustu málsins með aðfarargerð. - vsp Guðmundur Þóroddsson á að hafa tekið fundargögn síðustu tíu ára: Starfslok Guðmundar umdeild Tilraunahola við Kópsvatn Starfsmenn Jarðborana undirbúa nú fyrir hönd Hitaveitu Flúða að bora til- raunaholu í leit að heitu vatni í landi Kópsvatns. Að því er fram kemur á heimasíðu Hrunamannahrepps er holan boruð í framhaldi af rann- sóknum og kortlagningu orkustöðva í hreppnum og bíða heimamenn spenntir eftir niðurstöðunum. HRUNAMANNAHREPPUR GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON Segist hafa ráðfært sig við lögfræðing sem taldi afnot af jeppa og farsíma hluta af starfs- kjörum hans. GENGIÐ 09.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 152,299 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 75,54 75,9 149,06 149,78 118,64 119,3 15,901 15,995 14,743 14,829 12,552 12,626 0,7033 0,7075 122,73 123,47 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.