Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 6
6 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Til álita kom að hætta upptöku nýrra lyfja á Landspítala - háskólasjúkrahúsi síðastliðið haust vegna mikils kostnaðar, að sögn Ólafs Bald- urssonar, aðstoðarlækningafor- stjóra sjúkrahússins. Ólafur telur slíka stefnu alls ekki koma til greina þar sem hún taki ekki til þarfa sjúklinga. Ólafur segir að þrátt fyrir að náðst hafi fram hagræðing með lyfjakostnað valdi áhrif gengis- breytinga á lyfjaverð forsvars- mönnum sjúkrahússins áhyggj- um. Fyrstu fimm mánuði ársins jókst kostnaður sjúkrahússins vegna svokallaðra S-merktra lyfja um 13 prósent, þar af 11 prósent vegna gengisbreytinga. „Við höfum áhyggjur af því að gengisþróun muni áfram íþyngja rekstri spítalans,“ segir Ólafur. „Ný lyf eru sífellt að koma fram og þó að mörg þeirra séu gagnleg er notkun þeirra vand- meðfarin vegna aukaverkana og kostnaðar.“ Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða til þess að minnka lyfja- kostnað að sögn Ólafs. Fylgst er með niðurstöðum rannsókna og því sem gert er á bestu sjúkra- húsum í nágrannalöndunum. „Samanburðurinn tryggir að við tökum upp lyf sem skila okkur árangri en tökum ekki blindandi upp hvaða lyf sem er,“ segir Ólafur. „Við þurfum bæði að taka tillit til velferðar sjúk- lings og öryggis hans auk þess að nýta almannafé sem best.“ Þá hefur í fyrsta skipti verið ráðist í áætlanagerð til næsta árs um hvaða lyf verði þá í notkun og hver kostnaður vegna þess verði. Fleiri leiðir til hagræðingar hafa einnig skilað árangri, að sögn Ólafs. Markvisst hafi verið unnið að betri nýtingu lyfja með samvinnu lækna og lyfjafræð- inga auk þess sem langflest lyf spítalans eru nú boðin út. Einnig hafa rafræn lyfjafyrir- mæli verið tekin upp og í fram- tíðinni stendur einnig til að taka upp vélræna skömmtun sem gæti skilað mikilli hagræðingu og vinnusparnaði, að sögn Ólafs. „Við ráðum ekki við gengis- breytingarnar en það er ljóst að ef þróunin heldur áfram mun það hafa slæm áhrif á rekstur spítal- ans,“ segir Ólafur. Ólafur segir að ef ekki fáist leið- rétting vegna gengisbreytinganna sjái stjórnendur sjúkrahússins fram á mikinn vanda sem gæti endað með því að ekki öllum sjúk- lingum standi besta lyfjameðferð til boða. helgat@frettabladid.is Íhuguðu að hætta upptöku nýrra lyfja Til álita kom að hætta upptöku nýrra lyfja á LSH vegna kostnaðar. Gripið hefur verið til sértækra aðgerða til að minnka lyfjakostnaðinn. Hærra lyfjaverð vegna gengisbreytinga veldur forsvarsmönnum spítalans miklum áhyggjum. ÓLAFUR OG LYFIN Ólafur Baldursson, aðstoðarlækningaforstjóri á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, segir að góður árangur hafi náðst til að ná lyfjakostnaði niður en hærra lyfjaverð vegna gengisbreytinga valdi áhyggjum. „Við skoðum rekstrarstöðu hverrar stofnunar fyrir sig og grípum til aðgerða þar sem svo ber undir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra um aukinn lyfja- kostnað vegna gengisbreytinga. „Gengisbreytingar eru eðli máls- ins samkvæmt erfiðar við að eiga en sem betur fer hefur margt verið til mikilla bóta í rekstri spítalans.“ Guðlaugur Þór segir ekki tíma- bært að ræða hvort auknar fjár- heimildir til Landspítala verði veittar vegna gengisþróunarinnar. RÁÐHERRA SKOÐAR REKSTRARSTÖÐU Við ráðum ekki við gengisbreytingarnar en það er ljóst að ef þróunin heldur áfram mun það hafa slæm áhrif á rekstur spítalans. ÓLAFUR BALDURSSON AÐSTÓÐARLÆKNINGAFORSTJÓRI LHS Litríkar þrautabækur fyrir klára krakka sem vilja læra að þekkja stafina og tölurnar. Mikki Mús og vinir hans hjálpast að við að gera lærdóminn fjörlegan og skemmtilegan. Síðumúla 28 • 108 Reykjavík • Sími 522 2000 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Límmiðar fylgja ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Grill og ostur – ljúffengur kostur! Meistara- flokkssúpur Masterklass Nýjung Girnileg nýjung – 2 í pakka. Tilvalið í ferðalagið. JAPAN, AP Gordon Brown, forsætis- ráðherra Bretlands, sagðist í gær telja góður líkur á að tillaga til álykt- unar Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna um refsiaðgerðir gegn Simb- abvestjórn muni njóta „víðtæks stuðnings“. Tillagan gerir ráð fyrir að vopna- sala til Simbabve verði bönnuð og að persónulegar eigur Roberts Mugabe Simbabveforseta og nánustu sam- verkamanna hans verði frystar auk þess sem ferðabann verði lagt á þá. Tillagan verður líklega lögð fyrir Öryggisráðið í vikunni. Óvíst er um stuðning Kínverja og Rússa sem fara með neitunarvald í ráðinu. G8-ríkin – Bandaríkin, Bretland, Japan, Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Kanada og Rússland – ályktuðu í fyrradag að ríkisstjórn Mugabes væri ólögmæt og samþykktu að senda hóp á vegum Sameinuðu þjóð- anna til að reyna að leysa úr deilu Simbabvestjórnar og stjórnarand- stöðunnar. Mugabe hefur sætt mikilli gagn- rýni undanfarið fyrir beitingu ofbeldis í aðdraganda forsetakosn- inga í Simbabve. - gh Gordon Brown hvetur Öryggisráð SÞ til að samþykkja refsiaðgerðir: Góðar líkur á refsiaðgerðum gegn ríkisstjórn Simbabve GORDON BROWN Leiðtogar Vesturlanda hafa hvatt til refsiaðgerða gegn Simb- abvestjórn. LÖGREGLUMÁL Hollenskur maður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tæpan mánuð eftir að um 190 kíló af fíkniefnum fundust í húsbíl hans hefur verið úrskurð- aður í áframhaldandi varðhald til 22. júlí. Maðurinn, sem er á sjö- tugs aldri, var handtekinn á Seyðis firði, eftir að 190 kíló af fíkni efnum, mestmegnis hassi en einnig kókaíni og maríjúana, fundust falin í húsbíl sem hann flutti til landsins með Norrænu. Íslenskur maður á fimm- tugs aldri var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna málsins fyrir viku. - sh Hollendingurinn í Norrænu: Hassmaðurinn lengur í haldi Ertu ánægð/ur með nýjar tillög- ur um skipulag á Kársnesi? Já 48,7% Nei 51,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlar þú að mæta á mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið vegna Pauls Ramses? Segðu skoðun þína á visir.is LÖGREGLUMÁL „Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hugsa greinilega vel um umhverfið sitt, en jafn- framt benda þeim á að tala við okkur áður en þeir hefjast handa við hreinsunarstörf,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, fyrir- tækis sem annast rekstur auglýs- ingaskilta víða um borgina. Vegg- spjöld með áletruninni „Skítt með kerfið“ voru kerfisbundið hreins- uð af auglýsingaskiltum borgar- innar í síðustu viku, fyrir mis- skilning að því talið er. Einar segir marga hafa rang- lega haldið að veggspjöldin væru skemmdarverk, framin af óprúttn- um aðilum. Reyndin er sú að vegg- spjöldin eru hluti nýrrar auglýs- ingaherferðar Vodafone, og sett upp með fullu samþykki AFA JCDecaux. Hann segir marga hafa haft samband við fyrirtækið til að láta vita af veggspjöldunum, og þótti víst framgangan ansi frek- leg. Einhverjir hafi svo gengið skrefinu lengra og fjarlægt vegg- spjöldin. „Við límdum upp vegg- spjöld á fimmtíu staði á þriðjudag- inn. Þau voru öll horfin á fimmtudag. Við límdum svo upp ný veggspjöld á föstudaginn og þau voru horfin tveimur dögum síðar,“ segir Einar, „Kannski finnst sumum vegg- spjaldið svo töff að þeir vilja hengja það upp í herberginu sínu,“ segir Einar og hlær. - kg Sjálfskipaðir laganna verðir gengu helst til vasklega fram í síðustu viku: Skemmdu auglýsingaherferð FYRIR HREINSUN EFTIR HREINSUN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.