Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 61
FIMMTUDAGUR 10. júlí 2008 41
Hljómsveitin Atómstöðin
fagnaði útgáfu nýrrar plötu
sinnar með partíi á Bar 11.
„Það var fullt hús af fólki og ofsa-
lega góð stemning,“ segir Guð-
mundur Ingi Þorvaldsson, söngv-
ari Atómstöðvarinnar, um
útgáfupartí hljómsveitarinnar
sem fram fór á Bar 11 síðastlið-
inn fimmtudag í tilefni af útgáfu
plötunnar Exile Republic.
„Stefnir bakari, vinur okkar,
bakaði köku og við buðum upp á
söl, sem er þjóðarréttur bands-
ins. Svo seldum við öll eintökin af
plötunni sem við vorum með á
okkur, svo þetta hefði ekki getað
verið betra“ segir Guðmundur
Ingi, ánægður með vel heppnað
útgáfupartí. - ag
Um helgina verður slegið upp helj-
arinnar veislu í tilefni þriggja ára
afmælis verslunarinnar Nakta
apans í Bankastræti. Gamanið
hefst í dag klukkan 14 og verða
ýmsar uppákomur í boði. Sara
María Eyþórsdóttir, hönnuður og
eigandi verslunarinnar, segir að
það verði stíf dagskrá í gangi alla
helgina.
„Við verðum meðal annars með
Bolaportið á laugardaginn í port-
inu hérna við hliðina á versluninni
þar sem hægt er að kaupa gömul
eintök af stuttermabolum frá
Nakta apanum. Þar verður einnig
hægt að kaupa handmálaðar nælur
og svo verður hér myndlistarsýn-
ing sem ber yfirskriftina Með sina-
skeiðabólgu en getum ekki hætt að
teikna.“ Í versluninni sjálfri verð-
ur svo hægt að gera kostakaup þar
sem allar vörur verða á afslætti.
Hann er einnig langur listinn af
hljómsveitum og plötusnúðum sem
munu troða upp um helgina og má
þar nefna hljómsveitir á borð við
FM Belfast, Retro Stefson, Agent
Fresco, Sykur og Miss Mount og
plötusnúðana Alfons X, Danna
Delux og hið sænska plötusnúða-
teymi B-Line Crew. „Á laugardags-
kvöldinu breytum við Prikinu í
skemmtistað Nakta apans, staður-
inn verður skreyttur í anda Nakta
og boðið verður upp á litríka kokk-
teila,“ segir Sara María og lofar
góðri stemningu um helgina. - sm
SARA MARÍA Hægt verður að gera góð
kaup í Bolaportinu um helgina.
Amy Winehouse virðist eiga í
einhverjum erfiðleikum með að
hemja skap sitt. Samkvæmt
breska dagblaðinu The Sun á
Amy nú að hafa slegið mann í
andlitið á bar.
„Mig sveið undan höggunum.
Ég trúði varla að hún hefði gert
þetta. Ég hafði hvorki komið við
hana né sagt nokkuð við hana.
Hún hafði verið að staupa sig á
tequila og leit út fyrir að vera í
annarlegu ástandi,“ var haft eftir
fórnarlambinu.
Eftir árásina á Amy að hafa
strunsað út af ölhúsinu með
vinkonu sína í eftirdragi.
Þetta er í þriðja sinn á stuttum
tíma sem Amy ræðst á fólk en
hún sló til manns á Glastonbury-
hátíðinni og stuttu síðar réðist
hún á aðdáanda sem reyndi að
taka af henni mynd.
Amy lemur
mann og annan
RÆÐUR EKKI VIÐ SKAP SITT Amy Wine-
house kemst enn í fréttirnar fyrir ofbeldi.
Matthew McConaughey og
kærasta hans, Camila Alves,
eignuðust son í fyrradag.
Matthew var viðstaddur fæðing-
una og sagði hann í viðtali við OK
Magazine að móður og barni
heilsist vel.
„Við erum bæði mjög þreytt en
mjög ánægð því það að eignast
barn er eitt af kraftaverkum
lífsins. Nú hefst annað ævintýri,
að ala hann upp saman,“ sagði
Matthew um föðurhlutverkið.
Sonurinn, sem hefur ekki verið
nefndur að svo stöddu, fæddist
aðeins nokkrum dögum á eftir
dóttur Nicole Kidman og Keiths
Urban. Ofurparið Angelina Jolie
og Brad Pitt bíða einnig eftir
komu tvíburanna sem Angelina
ber undir belti þannig að þetta
virðist vera sannkölluð gósentíð í
Hollywood.
Matthew
eignast son
KYNTRÖLL VERÐUR PABBI Matthew
McConaughay og Camila eignuðust son
í fyrradag. Þau segja að fæðingin hafi
verið eitt af kraftaverkum lífsins.
Geta ekki hætt að teikna
Fögnuðu nýrri plötu
ATÓMSTÖÐIN FAGNAÐI Frá vinstri; Óli Rúnar Jónsson gítarleikari og upptöku-
stjóri, Leifur Björnsson gítarleikari, Örn Ingi Ásgeirsson trommari, Guðmundur Ingi
Þorvaldsson söngvari, Pétur Geir Óskarsson ljósmyndari og Hróbjartur Róbertsson
bassaleikari. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
útsala
enn meiri verðlækkun
50-70%
KRINGLAN I SMÁRALIND I DEBENHAMS
afsláttur