Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 10. júlí 2008 27 UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson svarar leiðara Fréttablaðsins Já, hvað skyldi þurfa til svo taka megi einn þingmann alvar- lega? Sú spurn- ing vaknaði hjá leiðarahöfundi Fréttablaðsins þegar undirritaður skrifaði blaðagreinar þar sem velt var vöngum yfir því hvort EES- samningurinn væri farinn að ganga svo gegn lýðræðinu að íhuga bæri hvort við ættum að segja okkur frá honum. Hvatti ég til að taka Evr- ópuumræðuna í allri sinni dýpt. Máli mínu til stuðnings nefndi ég kröfu frá Brussel um að Íslending- ar hættu að reka Íbúðalánasjóð í núverandi mynd því hann skekkti samkeppnisstöðu bankanna! Ekki var spurt um hagsmuni almenn- ings, aðeins hitt að tilvist Íbúðalána- sjóðs gengi í berhögg við reglur „hins innri markaðar“. Nú gerðust undur og stórmerki. Þeir sem áður höfðu látið í veðri vaka að þeir vildu umræðu um Evr- ópumál virtust vilja kveða tal mitt niður umræðulaust! Varaformaður Samfylkingar talaði um „heimsku“ að ég skyldi voga mér að hreyfa þessum málum! Leiðarahöfundur Fréttablaðsins sagði að ég yrði að skýra mál mitt betur ef taka ætti „þingmanninn alvarlega“. Hvað skyldi yfirleitt þurfa til svo Frétta- blaðið taki alvarlega umræðu sem ekki fer fram einhliða um kosti þess að ganga inn í ESB? Blaðið virðist ekki eiga í vandræðum með að taka gagnrýnislaust já-fólk „alvarlega“. Hvernig skyldi annars standa á því að alltaf þegar efnt er til almennrar atkvæðagreiðslu um Evrópusamrunann í einstökum þjóðlöndum Evrópusambandsins þá verða miðstýringaráformin undir? Væntanlega er það vegna þess að fólki finnst stigið á lýðræð- islegar væntingar sínar; að tilskip- unum frá Brussel um að leggja niður Íbúðalánasjóðina og mark- aðsvæða póst- og heilbrigðisþjón- ustuna sé nokkuð sem því sé ekki gefið um. Jafnan þegar almenn- ingur hefur gefið sinn úrskurð í þjóðaratkvæðagreiðslu, nú síðast á Írlandi, rís stofnanaveldið upp og sendir almenningi tóninn. Fólk- ið er sagt illa upplýst, skilji ekki hvað því sé fyrir bestu. Leiðara- höfundar dagblaða segja iðulega í hneykslan sinni að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu sé varla hægt að taka alvarlega, svo heimskuleg sé hún. Kannski er ég bara í ágætum félagsskap þótt mér takist ekki að þóknast hrokagikkj- um í Samfylkingunni og leiðara- höfundum á Mogga og Fréttablað- inu. Höfundur er alþingismaður. UMRÆÐAN Sæunn Kjartansdóttir skrifar um slysavarnir Núna þriðja sumarið í röð flykkjast björg- unarsveitir Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar upp á hálendi Íslands til að vera samlöndum sínum og gestum okkar innan handar ef og þegar eitt- hvað kemur upp á. Frá 27. júní fram til 10. ágúst verða björg- unarsveitir á ferð um Kjalveg, Fjallabak, Sprengisand og norðan Vatnajökuls. Fjórar sveitir eru á vaktinni í viku hverri og eru þær með aðstöðu í Landmannalaugum, Hveravöllum, Nýjadal og Dreka- gili þar sem ávallt er hægt að ná í þær. Út frá þessum stöðum keyra björgunar- sveitirnar, heimsækja alla skála á hálendinu, kanna aðstæður, leiðbeina og aðstoða ferðalanga. Komi eitthvað fyrir á hálendinu styttir vera björgunarsveitanna mjög svo viðbragðstímann en hóparnir eru beintengdir útkallskerfi félagsins. Meginmarkmið verk- efnisins er fyrst og fremst slysa- varnir, það er að koma í veg fyrir þann fjölda slysa og óhappa sem verða á hálendinu á sumri hverju, með fræðslu og aðstoð við ferða- menn. Alltof margir sem um hálendið fara eru vanbúnir, þekkja aðstæður og ferðamáta þar lítið og treysta of mikið á eigin getu og tæki. Á síðasta ári tóku 24 björgunar- sveitir þátt í verkefninu eða sam- tals 120 sjálfboðaliðar. Í verkefninu voru notaðir 35 björg- unarsveitabílar og 54.035 kíló- metrar eknir. Fjöldi skráðra verk- efna voru um 250 á þessu sjö vikna tímabili sem sveitirnar voru til staðar. Ferðamenn voru misvel búnir til hálendisferða og margir gerðu sér ekki grein fyrir að síma- samband væri stopult á þessum slóðum. Hálendisvegirnir okkar eru oft grýttir og erfiðir yfirferð- ar og töluverða reynslu og kunn- áttu þarf til að aka þá. Mjög mikil- vægt er að vera vel útbúinn og hafa þekkingu og reynslu áður en ekið er yfir ár og vöð. Mörg verk- efni hópanna voru m.a. að draga bíla upp úr ám og laga dekk og hjálpa ferðamönnum þannig að komast aftur til byggða. Oft heyrðist setningin „this is four wheel drive“ þegar björgunar- sveitafólk leiðbeindi ferðamönn- um og upplýsti þá um ástand vega eða aðstoðuðu og gerðu ferðalang- ar þá ráð fyrir að hægt væri að komast allt með fjórhjóladrifinu einu saman. Á þessu sést að mikil þörf er fyrir verkefni sem þetta. Það er okkar allra hagur að þeir sem ferðast um landið eigi góðar stundir og komi heilir heim. Land- ið er fagurt en óútreiknanlegt og um það þarf að upplýsa ferða- menn. Íslenska veðráttan er óút- reiknanleg eins og við flest þekkj- um og fjöldi útkalla varðandi veður og færð hafa sjaldan verið jafnmörg á stuttum tíma eins og síðustu mánuði. Björgunarsveita- fólk hefur mikla menntun og reynslu á bakinu og er að sjálf- sögðu ávallt tilbúið til að bjarga og leysa þau verkefni sem upp á koma. Einnig er það mikil og góð reynsla fyrir okkar björgunar- sveitafólk að ferðast um hálendið og takast á við verkefnin, veðrátt- una og vegina. Aðalstyrktaraðili verkefnisins er N1 en jafnframt koma Íslenska gámafélagið og Vodafone að því. Höfundur er verkefnastjóri á slysavarnasviði Slysavarna- félagsins Landsbjargar.. ÖGMUNDUR JÓNASSON Að vera tekinn alvarlega SÆUNN KJARTANSDÓTTIR Björgunarsveitir á hálendinu Como 4 manna Fjölskyldutjald með tveimur svefntjöldum. Fortjald er á milli svefntjaldanna. Tveir inngangar. Verð 17.990 kr. Tilboð: 14.990 kr. Einnig til 6 manna. Verð: 19.990 kr. Jasper 5 manna Opnast á tvo vegu. Stórt fortjald með dúk. Verð 39.990 kr. Tilboð: 34.990 kr. Galaxy 6 manna Braggatjald með tveimur svefntjöldum. Stórt fortjald með dúk á milli svefntjaldanna. Verð 44.990 kr. Tilboð: 38.990 kr. Tjaldaland Útilífs er við hliðina á TBR-höllinni Troðfull flöt af uppsettum tjöldum! SUÐURLAN DSBRAUT SUÐURLAN DSBRAUT GNOÐAR VOGUR GLÆSIBÆ R T B R 1 T B R 2 Á L F H E IM A R G R E N S Á R S V E G U R Tjaldaland í góðu tjaldi Njóttu sumarsins ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 42 93 1 07 /0 8 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Malaga 6 manna Fjölskyldutjald með tveimur svefntjöldum. Verð 34.990 kr. Andros 6 manna Fjölskyldu-braggatjald með tveimur svefntjöldum. Stórt fortjald með dúk. Öflugar álsúlur. Verð 42.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.