Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 16
16 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Mér þykir afar leiðinlegt að ekki hafi verið gert meira fyrir Paul Ram- ses,“ segir Jóhann Ágúst Jóhanssson nemi. „Ég finn til með honum og fjölskyldu hans að vera í þessari aðstöðu.“ Jóhann segir málsmeðferðina vera dæmigerða fyrir skrifræði nútímans, „það gleymist að gera ráð fyrir því að um manneskjur er að ræða“. Verst af öllu þykir Jóhanni að fjölskylda Ramses hafi verið slitin í sundur: „Mér finnst það sorg- legt, tilgangslaust og ekki síst ómannúðlegt,“ segir hann. „Það er eins og Útlendingastofnun starfi eftir einhverju færibanda- fyrirkomulagi.“ Jóhann segir að íslenska ríkið eigi að hjálpa fólki í neyð, „við getum það auðveldlega, fjöl- skylda Pauls Ramses getur það ekki. Erum við ekki velferðarríki?“ SJÓNAHÓLL MÁL PAUL RAMSES OG FJÖLSKYLDU Erum við ekki velferðarríki? Það er margt um að vera á landsbyggðinni um næstu helgi. Fréttablaðið tók saman það helsta. Á Stokkseyri verður haldin bryggjuhátíðin Brú til brottfluttra, og hefst hún í dag. Hátíð- in er haldin í fimmta skipti nú, en í ár heldur Ungmennafélag Stokkseyrar upp á 100 ára afmæli sitt. Íþróttahátíð verður haldin í tilefni af því, en einnig eru á dagskránni varðeldur og bryggjusöngur Árna Johnsen, og tónleikar Megasar og Senuþjófanna, svo fátt eitt sé nefnt. Í Búðardal verður bæjarhátíðin Heim í Búðardal haldin á laugardag. Siglingar og markaðir verða á meðal þess sem í boði er, og hátíðardagskrá verður á bryggjunni í Búðardal yfir daginn. Að því loknu munu íbúar og gestir grilla saman við Dalabúð, og halda þaðan í brekkusöng áður en kvöldinu lýkur með bryggjuballi. Sandaragleði fer fram á Hellissandi frá föstudegi til sunnudags. Sýningar verða opn- aðar og söngvakeppni og hæfileikakeppni verða á dagskrá. Öll dagskráin er gerð af heimamönnum og brottfluttum. Hljóm- sveitirnar Diamonds, Extra og Bít munu allar leika fyrir dansi að loknu götugrilli í öllum götum Hellissands. Súgfirska sæluhelgin verður haldin á Suðureyri nú um helgina. Hátíðin í ár verður fjölskylduvænni en áður og er dagskráin sniðin að því. Meðal þess sem verður á dagskrá er kynning á nýju sæluhelg- arlagi, en lagið í ár er eftir Ævar Einarsson og heitir „Fyrir mig og þig“. Einnig verður markaðstorg, Íslandsmeistaramót í kajakróðri og brúðuleikhús, svo dæmi séu tekin. Á Blönduósi fer fram Húnavaka, sem hefst á föstudagskvöld með dægurlagakeppninni Vökulögunum. Á laugardag verður svo meðal annars fjölskylduskemmtun með Merzedes Club, Gunna og Felix og Abbababb! og svo stórdansleikur með Merzedes Club og Sálinni hans Jóns míns. Gert er ráð fyrir að skýjað verði að mestu á landinu um helgina og rigning með köflum. HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? Bryggjuböll og brekkusöngvar Eftir djúpsjávarsprengjur og diplómatíska krísu á níunda áratugnum hefur komið í ljós að njósnakaf- báturinn, sem Svíar sökuðu Sovétmenn um að senda í sænska skerjagarðinn, var enginn njósnakafbátur. Hljóðið sem heyrðist og var talið koma frá sovéskum dvergkafbát kom eftir allt saman frá gamalli, sænskri seglskútu. Þetta kom nýlega í ljós þegar hulunni var svipt af gömlum hljóð- skrám. Haustið 1982 urðu Svíar varir við eitthvað sem þeir töldu vera mast- ur frá kafbátum í skerjagarðinum við Stokkhólm. Árið áður hafði sovéskur kafbátur strandað í skerjagarðinum og þá fóru Svíar að fylgjast betur með meintum ferðum kafbáta, bæði á sjó og úr lofti. Meðan á leitinni stóð sigldi seglskútan Amalia um skerjagarð- inn með blaðamenn sem fylgdust þannig með leit Svía að sovéskum kafbátum. Í leitinni var tekið upp hljóð sem þótti grunsamlegt í meira lagi og sanna að sovéskir kafbátar hefðu verið á sveimi í skerjagarðinum. Ríkisstjórn jafnaðarmanna mót- mælti kröftuglega við sovéska sendiherrann í Stokkhólmi en Sov- étmenn neituðu öllum ásökunum. Sambandið milli Svía og Sovét- manna varð kuldalegt á níunda og fram á tíunda áratuginn þegar í ljós komu efasemdir um að hljóðið gæti hafa komið frá sovéskum kafbátum. Miklar vangaveltur hafa síðan verið um það hvaðan hljóðið gæti hafa komið en það var ekki fyrr en á þessu ári sem hið sanna kom í ljós þegar hljóð- skrárnar höfðu verið gerðar opin- berar. Skipstjórinn á Amalíu hafði þá nýverið farið með sjónvarps- menn á staðinn. Eftir ferðina fékk hann upptökuna senda, að sögn sænska dagblaðsins Expressen, og þekkti strax hljóðið í sinni eigin skútu. Baldri Þórhallssyni, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands, þykir málið skondið. „Þegar kalt stríð geisar og mikil tortryggni ríkir á milli ríkja þá getur ákveðin njósnastarfsemi á báða bóga verið til mikils gagns. Oft og tíðum komast menn að ein- hverju sem dregur úr tortryggni en það getur að sjálfsögðu líka gerst að tortryggni skapast vegna misskilnings sem er skondinn eftir á en getur verið háalvarlegur meðan á málinu stendur,“ segir hann. „Það var gríðarleg tortryggni á þessum tíma og þetta var stórmál. Það hefur eflaust skaðað samskipti ríkjanna að einhverju leyti en Svíar voru alltaf í þokkalegu sambandi við Sovétríkin út frá hlutleysis- stefnu sinni,“ segir hann og telur enga ástæðu fyrir Svía að biðjast afsökunar. „Ég held það megi vísa í margt sem gerðist á tímum kalda stríðsins sem er óþarfi að velta sér mikið upp úr nema það varði mannslíf eða mannréttindabrot. Að öðru leyti verða menn bara að skoða þetta með skondnu auga og velta því kannski fyrir sér hvað tortryggni getur búið til, þegar menn tortryggja nágranna sína svo mikið að þeir túlka allt sem frá þeim kemur með neikvæðum hætti. Menn ættu kannski bara að draga lærdóm af þessu.“ ghs@frettabladid.is ÞETTA VAR STÓRMÁL „Það var gríðar- leg tortryggni á þessum tíma og þetta var stórmál,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor við Háskóla Íslands. Kafbáturinn var gamalt seglskip HIÐ SANNA KOMIÐ Í LJÓS Skipstjórinn á sænsku skútunni Amalíu sigldi um skerjagarðinn með fréttamenn meðan sænski herinn leitaði að sovéskum kafbát- um í skerjagarðinum. Í leitinni var tekið upp hljóð sem var talið sanna að óþekktur njósnakafbátur hefði verið í skerjagarðinum en nýlega kom í ljós fyrir tilviljun að þetta var hljóðið í Amalíu. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. JÓHANN ÁGÚST JÓHANSSON NEMI STOKKSEYRI Á Stokkseyri verður hátíðin Brú til brottfluttra haldin hátíðleg í fimmta sinn. Vill hún vita það? „Ég veit ekkert hvað hann er að hugsa.“ JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA UM UMMÆLI ÁRNA MATHIESEN FJÁR- MÁLARÁÐHERRA UM YFIRVOFANDI BREYTINGAR Á ÍBÚÐALÁNASJÓÐI. Fréttablaðið 9. júlí. Gufa í salti „Ég hef fulla trú á verkefn- inu.“ VALTÝR VALTÝSSON, SVEITARSTJÓRI BLÁSKÓGABYGGÐAR, UM HEILSU- LIND SEM STAÐIÐ HEFUR TIL AÐ REISA Í STAÐ GÖMLU GUFUBAÐ- ANNA SEM VORU RIFIN. Fréttablaðið 9. júlí. Farga hefur þurft þremur kofum á smíðavellinum við Hólmasel í Breiðholti þar sem óþekktur maður hafði haft hægðir í þá. „Þetta er bara mjög ósmekk- legt. Það var pappír í kofunum og greinilegt að einhver hefur skeint sér og skilið eftir sig,“ segir Þorbjörg Jónsdóttir, leið- beinandi á Hólmaseli. Þorbjörg taldi í fyrstu að um tilfallandi magakveisu væri að ræða en eftir þrjú tilvik væri ljóst að um skemmdarverk væri að ræða. Hún segir ekki annan kost hafa verið í stöðunni en að farga kofunum, meðal annars vegna hugsanlegrar smithættu. Starri Snær Valdimarsson er einn ungu smíðameistaranna sem rífa þurfti kofa hjá. „Þetta er bara ekkert skemmtilegt. Það er mjög leiðinlegt að þurfa að vera að skemma kofann frá ein- hverjum öðrum,“ segir hann. Hann segist hafa farið „ógeðs- lega oft að vinna í [kofanum]“ áður en spjöllin voru unnin á honum. Þorbjörg hefur haft samband við lögregluna sem ætlar að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum nálægt smíðavell- inum að kvöldi til. - gh Skitið í kofa á smíðavelli ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR ÁSAMT FÉLÖGUNUM STARRA SNÆ VALDIMARSSYNI OG HAFSTEINI SNÆ ÞORSTEINSSYNI Starri hefur hafið smíðar við nýjan kofa eftir að rífa þurfti þann gamla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.