Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 28
[ ]
Að ýmsu þarf að huga þegar
unnið er í eldhúsinu. Skipta
þarf um borðtusku reglulega og
þvo vask og þvottabursta með
sápu.
„Það eru vissir hlutir sem hafa
þarf í huga svo sem umgengni á
borðklútnum, uppþvottaburstan-
um og vaskinum,“ segir Benedikta
G. Waage hússtjórnarkennari
þegar hún er spurð um hreinlæti í
eldhúsi. „Oft er talað um að borð-
klúturinn sé mesta bakteríustía
sem til er. Í hússtjórnarskólanum
skiptum við um tusku daglega og
gott er að gera slíkt hið sama heima
fyrir.“ Benedikta undirstrikar mik-
ilvægi þess að þvo allt úr eldhúsinu
á suðu. „Sumir eru að þvo á 60
gráðum en það borgar sig að sjóða
allan þvott úr eldhúsinu. Það er
líka mikilvægt fyrir þvottavélarn-
ar, ef maður sýður aldrei þá getur
sveppur
myndast í vél-
unum.“
Eftir að hafa
strokið af með
borðtuskunni
kveðst Benedikta
þvo hana upp úr sápu-
vatni, skola með vel
volgu vatni og
síðan það sem
færri þekkja er að
hreinsa í gegn með
köldu vatni að lokum.
„Þetta er hundgamalt
húsráð frá henni ömmu
minni. Þetta virkar eins og með
mjólkina, mjólkurílát er best
að skola fyrst með ylvolgu
eða jafnvel köldu vatni, ef
maður lætur það beint í upp-
þvottavélina þá hleypur
mjólkin,“ segir Benedikta.
Gott er að þvo uppþvottaburst-
ann og vaskinn upp úr sápuvatni
daglega og stinga síðan burstanum
í uppþvottavélina einu sinni í mán-
uði. „Síðan er hægt að nota stál-
svampa og ræstikrem á erfiða
bletti í vaskinum. Kaffi og te sest
til dæmis mikið fyrir í vösk-
um.“ Miklu skiptir að þvo
skurðbrettin vel en Benedikta
segist aðeins nota brauð og
annað þurrmeti á trébretti.
„Passa verður að þvo brettin mjög
vel. Skola þau, bursta vel í sápu-
vatni og láta þau svo þorna. Ekki
láta þau inn í skápinn hálfrök, þá
getur hálfgerð mygla komið.“
Flestir eru á varðbergi gagnvart
smithættu af kjúklingi en þó eru
ekki allir meðvitaðir um kross-
mengunina. „Maður verður að
passa rosalega vel að smita ekki á
milli, til dæmis nota ekki hníf í
grænmetið sem notaður var í kjúkl-
inginn. Svo verður að þvo brettin
afskaplega vel og ég spreyja þau
alltaf að lokum með sótthreinsandi
efni sem fæst til dæmis í Rekstrar-
vörum. Uppþvottavélar eru líka
sótthreinsandi.“
mariathora@frettabladid.is
Skolað af með köldu
Benedikta G. Waage er hússtjórnarkennari í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Púðar eru tilvaldir til að lífga upp á til dæmis sjón-
varpssófann. Þeir lífga ekki aðeins upp á heldur gera
veruna í sófanum þægilegri.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Sölustaðir: Járn & Gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · Egg · Búsáhöld Kringlunni · Pottar og Prik Akureyri · Gallerý kjöt og Fiskisaga · www.weber.is
– ekki bara grill
X
E
IN
N
J
G
E
B
G
5
x4
0
2
A
T
A
R
N
A
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is