Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 72
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Dr. Gunna Gamla Seljavallalaugin uppi í fjallinu er eins og kunnugt er algjör snilld. Þetta er elsta uppi- standandi sundlaug landsins, reist 1923 minnir mig að hafi staðið á skiltinu. Maður þarf að ganga tíu mínútna spotta að henni, það eru engar sturtur við laugina en það má afklæðast í ljóslausum klefum sem ekki er hægt að læsa. Laugin er gruggug, veggir og gólf þakið slími, en umgjörðin er eins og í ævintýri og upplifunin hreinlega frábær. Ég skrapp þarna um helg- ina og það var fullt af fólki og allir í stuði. Túristarnir voru geislandi af ánægju, líklega af því að það kostar ekkert í laugina. Þeim hlýt- ur að vera nýbreytni í að fá eitt- hvað ókeypis eftir flæking um landið og okurholurnar sem varða hringveginn. ÉG TÓK eftir því að nýja Selja- vallalaugin, sem reist var fyrir nokkrum árum nær veginum, er komin í eyði. Þar voru öll nútíma- þægindi, sturtur, heitur pottur og allt þetta sem maður fær alls stað- ar. Þegar sú laug var risin voru settir búkkar á veginn svo maður færi nú ekkert að asnast í gömlu ævintýralaugina. Fólk var að verja fjárfestinguna sína og skiljanlegt að það væri lítil stemning fyrir því að túristarnir hengu öllum stundum ókeypis í gömlu lauginni. Þrátt fyrir búkkana hélt þó straumurinn þangað áfram. Það sama myndi gerast ef einhver byggði kofa við hliðina á Eiffel- turninum og reyndi að selja inn í hann. ÞAÐ var auðvitað dapurlegt að sjá heila sundlaug í eyði. Það nýja og venjulega hefur lotið í gras fyrir því gamla og óvenjulega. Málningin flagnandi af grindverk- inu, yfirbragðið þunglyndislega tregafullt eins og jafnan er með hús í eyði. MÉR finnst þessi niðurstaða hálf- gerð táknmynd, eða framtíðarsýn, yfir tvennt sem stöðugt hefur verið „í umræðunni“: verndun gamalla húsa og náttúru. Nýir steypukassar munu aldrei ná því andrúmi sem fylgir gömlum timb- urhúsum og útsýnispallar við virkjanir munu aldrei ná að toppa töfra óspilltrar náttúru. Sem betur fer var gamla Seljavallalaugin ekki rifin þegar nýja laugin var reist og því varð þar ekki óaftur- kræft umhverfisslys. Því miður er ekki það sama hægt að segja um hitt. Hin síjaplandi tönn tímans mun vinsa kjarnann frá hisminu og því er vonandi fyrir okkur – og krakkana okkar – að eitthvað meira en drasl í eyði standi eftir á endanum. Seljavallalaug Skítt með kerfið! Lifðu núna Með Vodafone Frelsi velur þú 5 vini og skráir þá á vodafone.is. Hvaða vini sem er, alveg sama hjá hvaða símafyrirtæki þeir eru. Misstu ekki af þessu frábæra sumartilboði. Skiptu strax og gefðu skít í kerfið. F í t o n / S Í A Hringdu fríkeypis í 5 vini óháð kerfi Í dag er fimmtudagurinn 10. júlí, 193. dagur ársins. 3.28 13.33 23.36 2.37 13.18 23.56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.