Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 10. júlí 2008 3 Í laginu eins og mjólkurflaska KARAFLA Í ÝMSUM LITUM. Margir þekkja hina klassísku Evu Solo karöflu sem er í laginu eins gamaldags mjólkurflaska. Karafl- an tekur um einn lítra og pass- ar vel í ísskápshurðina, enda er hún hönnuð með það í huga. Op karöflunnar er nógu stórt til að hægt sé að setja í hana ísmola og niðurskorna ávexti og á henni er lok sem opnast sjálfkrafa þegar hellt er. Með þessu móti má losna við hið dæmigerða ísskápaeftir- bragð og einnig kastast ísmolarn- ir ekki úr karöflunni þegar hellt er. Það sem setur þó punktinn yfir i- ið er kápan sem hægt er að klæða karöfluna í en kápan er einangr- andi og heldur innihaldinu köldu. Það skemmtilega er að kápan fæst í ýmsum litum og má því hressa upp á gömlu góðu karöfluna með því að fá sér nýja kápu. Litirnir sem eru í boði eru: svartur, rauð- ur, appelsínugulur, límónugrænn og blár. Kápan er með rennilás þannig að auðvelt er að fjarlægja hana og setja má karöfluna í upp- þvottavél. Hönnuðir karöflunnar góðu eru Henrik Holbaek og Claus Jensen en hún fæst meðal annars í Húsgagnahöllinni á 5.980 krónur. - hs Þvottahús – Hreinlætisvörur Barnableiur Hvert barn notar að meðaltali um 5.000 bleiur fyrstu æviárin. Einnota bleiur hafa mjög slæm áhrif á umhverfið en létta að sjálfsögðu mikið á þvotti og vinnu þeirra sem annast börn. Barnsrassinn finnur að öllum líkindum heldur ekki eins mikið fyrir óþægindum og af taubleium. Það er því erfitt að fara fram á það við uppalendur barna að þeir leggi á sig ómælda aukavinnu til að vera umhverfisvænir. Hver og einn verður að ákveða hvort það sé þess virði eða ekki. Hægt er að kaupa taubleiur úr lífrænni bómull og góðar bleiu- buxur úr lífrænni ull. Einnig eru til lífræn silkiinnlegg í bleiur. Þetta þarf að þvo og þurrka og það skapar mikla vinnu fyrir og eykur vatns- og þvottaefnis- eyðslu. Ef einnota bleiur verða fyrir valinu er betra að þær séu vist- vænar og helst að þær beri umhverfisvottun. Forðist bleiur sem innihalda PVC (vinyl). Gall- inn við einnota bleiur er sá að gríðarlegt magn safnast upp og bleiur með kvoðum og geli sem tútna út eru fullar af efnum sem ekki brotna niður í náttúrunni. Til eru umhverfisvottaðar bleiur sem eru gerðar úr niðurbrjótan- legum efnum. Ef neytendur kaupa aðeins umhverfisvænar bleiur sendir það skilaboð til hinna framleiðandanna um að bæta sína framleiðslu. Þannig getum við haft bein áhrif á fram- boðið með vali okkar á hvaða neysluvörum sem er. Salernispappír Jarðarbúar nota gríðarlegt magn af salernispappír sem þarf síðan að brotna niður í náttúrunni. Að velja umhverfisvottaðan salern- ispappír er í öllum tilfellum betra fyrir lífríkið. Sjá meira um þvottahúsið á: http://www.natturan.is/husid/1269/ GÓÐ RÁÐ fyrir þig og umhverfið Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund Rafmagns nuddpottur (49 stútar) Með foss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.