Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 52
32 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Áttu eitthvað við barka- bólgu? Hvernig gengur heima hjá þér? Er morgunógleðin byrjuð? Heldur betur, já! Skapsveiflur? Minnstu ekki á það! Þreyta og slen? Jájá. En annars líður mér ágætlega. En Kamilla, hefur hún það ekki fínt? Hún er í toppformi! Palli! Ertu til í að borða eina máltíð án þess að hafa olnbogana á borðinu? Það get ég auðveld- lega. PLÚMP! Ef það er súpa í matinn, má ég þá fá rör? Jæja, þá er kominn tími til að við höldum allir suður á bóginn. Ég er ekki einu sinni farinn að pakka. Get ég feng- ið eitthvað að borða? Að sjálfsögðu. Það er fullt af hollum mat til hérna. Hvað með djúpsteiktar kartöflur, djúp- steiktar rækjur, djúpsteikta vorrúllu og djúpsteiktar pönnukökur í eftirrétt? Mmmmm. Má ég fá djúpsteikta mjólk með? Ekki málið! Hættið nú! Ég fæ í magann bara af því að heyra ykkur tala! Íslenskir foreldr- ar eru margir hverjir hið furðulegasta fólk. Þá er ég helst að tala um þá foreldra sem mæta og horfa á börnin sín spila knattspyrnu. Sjálf- ur er ég ekki foreldri en á lítinn tíu ára bróð- ur sem æfir knattspyrnu að krafti og ég reyni sem oftast að mæta og sjá hann spila. En í öll þau skipti sem ég hef mætt eru for- eldrar á hliðarlínunni sem hrópa og æpa inn á völlinn og biðja hina leikmennina í liðinu að gefa á barnið sitt. Svo er ekki óalgengt að dómar- inn fái að heyra nokkur vel valin orð sem ættu ekki að heyrast frá áhorfendum og hvað þá á knatt- spyrnuleik tíu ára gamalla barna. Ég hreinlega skil ekki hvað þess- um foreldrum gengur til sem láta svona því þetta er eitthvað sem er kjánalegra en að mæta allsber á árshátíð. Á knattspyrnuferli mínum, sem lauk fyrir nokkrum árum, hef ég látið dómarann heyra það og fengið að líta mislituð spjöld fyrir. En sem áhorfandi á leik hjá börnum dettur mér ekki í hug að gagnrýna dómgæsluna og leik- menn enda er það algjör óþarfi. Þessir foreldrar sem láta svona vita vel hvað ég er að tala um og ef þeir hafa ekki gert sér grein fyrir því núna þá segi ég einfald- lega „skammist ykkar“. Í gegnum alla mína yngri flokka var faðir minn þögull sem gröfin en hvatti mig áfram eða hrósaði mér fyrir góða hluti. Hann notaði öskrin í allt annað eins og þegar ég tók mig til og fór að spila handbolta í stofunni heima með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Hafa skal í huga að fáir for- eldrar haga sér svona illa en þessir fáu foreldrar geta skemmt fyrir öllum og þá sérstaklega börnunum sem eru að reyna að hafa gaman af þessu. Ég hrein- lega finn til með þessum umræddu foreldrum. STUÐ MILLI STRÍÐA Sumir foreldrar MIKAEL MARINÓ RIVERA FINNUR TIL MEÐ SUMUM FORELDRUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.