Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 38
 10. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● suðurland Búnaðarsamband Suðurlands • Austurvegi 1 • 800 Selfoss Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti LANDBÚNAÐARSÝNINGIN 22.-24. ÁGÚST 2008 Hittumst á Hellu! www.landbunadarsyning.is PO RT h ön nu n Lj ós m yn d: Jó n Ei rí ks so n Sögusetur 1627, félag um Tyrkjaránið, stendur fyrir veg- legri dagskrá frá 16. til 18. júlí. Félagið hefur líka á dagskrá að opna setur um ránið í Vest- mannaeyjum. Hópur áhugafólks tók sig saman fyrir tveimur árum og stofnaði félag um Tyrkjaránið í Vestmanna- eyjum, sem fékk síðar heitið Sögu- setur 1627. Í fyrra voru 380 ár liðin frá Tyrkjaráninu og stóð þá hópur- inn fyrir veglegri dagskrá á Tyrkja- ránsdögunum frá 16. til 18. júlí. „Við munum endurtaka leik- inn í sumar,“ segir Sigurður Vil- helmsson, formaður félagsins. „Dagskráin verður ekki eins viða- mikil og í fyrra en við gerum ráð fyrir að vera með stærri dag- skrá á fimm til tíu ára fresti. Núna verðum við með Tyrkjaránsgöngu þar sem farið verður um söguslóð- ir Tyrkjaránsins, fræðsla verð- ur um ránið og fleiri uppákomur í tengslum við það.“ Sögusetrið hefur samið við Vestmannaeyjabæ um rekstur á byggðasafni bæjarins í sumar og þar hefur verið sett upp sýning um Tyrkjaránið. Setrið hefur því aðstöðu í byggðasafninu í bili en áætlanir eru uppi um að koma því fyrir í eigin húsnæði í framtíðinni þar sem hægt yrði að setja upp sýningar og halda utan um fræða- starf. „Við horfum til dæmis til þess hvernig Landnámssetrið í Borgar- nesi er sett upp en við viljum sam- þætta almenna ferðamennsku við sýningarhald og fræðastarf,“ segir Sigurður. „Við erum að skipuleggja ráðstefnu í haust þar sem settir verða upp fyrirlestrar, bæði fyrir almenning og fræðilegri fyrir- lestrar um Tyrkjaránið í alþjóðlegu samhengi. Við viljum tengja þetta við sögu sjórána almennt á 17. öld og erum að reyna að fá prófess- or frá Alsír sem hefur rannsakað sjórán frá þeirra sjónarhóli, til að flytja fyrirlestra á ráðstefnunni.“ Í vor fékk Sögusetrið 1627 styrk frá Menningarsjóði Suðurlands en öll vinna við setrið er unnin í sjálfboðavinnu. „Við höfum verið dugleg að sækja okkur pening og fengið nokkra styrki til að fjár- magna starfið. Við nýtum það fjármagn til að vinna að stefnu- mótun fyrir félagið, viðskipta- og framkvæmdaáætlun og hvern- ig við ætlum að halda utan um okkar mál í framtíðinni,“ segir Sigurður. Upplýsingar um félagið og dag- skrána má nálgast á vefsíðunni www.1627.is. - rat Tyrkjaránssetur í Eyjum Sögusetur 1627 stóð fyrir dagskrá á Tyrkjaránsdögum í júlí í fyrra. Dagana 16. til 18. júlí verður farin Tyrkjaráns- ganga og fleiri uppákomur tengdar ráninu. MYND/ÓSKAR P FRIÐRIKSSON Frá dagskrá Tyrkjaránsdaganna síðasta sumar. Kveikt var á jafnmörgum kertum og fjöldi þeirra sem rænt var, og þeim fleytt út á sjó. Handtökin við eldsmíði sýnd á gosloka- hátíðinni sem lauk á dögunum. Þrælauppboð sett á svið á dagskrá sögusetursins í fyrrasumar þegar 380 ár voru liðin frá Tyrkjaráninu. Sigurður Vilhelmsson formaður Söguseturs 1627. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.