Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 38
10. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● suðurland
Búnaðarsamband Suðurlands • Austurvegi 1 • 800 Selfoss
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti
LANDBÚNAÐARSÝNINGIN 22.-24. ÁGÚST 2008
Hittumst á Hellu!
www.landbunadarsyning.is
PO
RT
h
ön
nu
n
Lj
ós
m
yn
d:
Jó
n
Ei
rí
ks
so
n
Sögusetur 1627, félag um
Tyrkjaránið, stendur fyrir veg-
legri dagskrá frá 16. til 18. júlí.
Félagið hefur líka á dagskrá að
opna setur um ránið í Vest-
mannaeyjum.
Hópur áhugafólks tók sig saman
fyrir tveimur árum og stofnaði
félag um Tyrkjaránið í Vestmanna-
eyjum, sem fékk síðar heitið Sögu-
setur 1627. Í fyrra voru 380 ár liðin
frá Tyrkjaráninu og stóð þá hópur-
inn fyrir veglegri dagskrá á Tyrkja-
ránsdögunum frá 16. til 18. júlí.
„Við munum endurtaka leik-
inn í sumar,“ segir Sigurður Vil-
helmsson, formaður félagsins.
„Dagskráin verður ekki eins viða-
mikil og í fyrra en við gerum ráð
fyrir að vera með stærri dag-
skrá á fimm til tíu ára fresti. Núna
verðum við með Tyrkjaránsgöngu
þar sem farið verður um söguslóð-
ir Tyrkjaránsins, fræðsla verð-
ur um ránið og fleiri uppákomur í
tengslum við það.“
Sögusetrið hefur samið við
Vestmannaeyjabæ um rekstur á
byggðasafni bæjarins í sumar og
þar hefur verið sett upp sýning
um Tyrkjaránið. Setrið hefur því
aðstöðu í byggðasafninu í bili en
áætlanir eru uppi um að koma því
fyrir í eigin húsnæði í framtíðinni
þar sem hægt yrði að setja upp
sýningar og halda utan um fræða-
starf.
„Við horfum til dæmis til þess
hvernig Landnámssetrið í Borgar-
nesi er sett upp en við viljum sam-
þætta almenna ferðamennsku við
sýningarhald og fræðastarf,“ segir
Sigurður. „Við erum að skipuleggja
ráðstefnu í haust þar sem settir
verða upp fyrirlestrar, bæði fyrir
almenning og fræðilegri fyrir-
lestrar um Tyrkjaránið í alþjóðlegu
samhengi. Við viljum tengja þetta
við sögu sjórána almennt á 17. öld
og erum að reyna að fá prófess-
or frá Alsír sem hefur rannsakað
sjórán frá þeirra sjónarhóli, til að
flytja fyrirlestra á ráðstefnunni.“
Í vor fékk Sögusetrið 1627 styrk
frá Menningarsjóði Suðurlands
en öll vinna við setrið er unnin í
sjálfboðavinnu. „Við höfum verið
dugleg að sækja okkur pening og
fengið nokkra styrki til að fjár-
magna starfið. Við nýtum það
fjármagn til að vinna að stefnu-
mótun fyrir félagið, viðskipta- og
framkvæmdaáætlun og hvern-
ig við ætlum að halda utan um
okkar mál í framtíðinni,“ segir
Sigurður.
Upplýsingar um félagið og dag-
skrána má nálgast á vefsíðunni
www.1627.is. - rat
Tyrkjaránssetur í Eyjum
Sögusetur 1627 stóð fyrir dagskrá á
Tyrkjaránsdögum í júlí í fyrra. Dagana
16. til 18. júlí verður farin Tyrkjaráns-
ganga og fleiri uppákomur tengdar
ráninu. MYND/ÓSKAR P FRIÐRIKSSON
Frá dagskrá Tyrkjaránsdaganna síðasta sumar. Kveikt var á jafnmörgum kertum og
fjöldi þeirra sem rænt var, og þeim fleytt út á sjó.
Handtökin við eldsmíði sýnd á gosloka-
hátíðinni sem lauk á dögunum.
Þrælauppboð sett á svið á dagskrá
sögusetursins í fyrrasumar þegar 380 ár
voru liðin frá Tyrkjaráninu.
Sigurður Vilhelmsson formaður Söguseturs 1627. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON