Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 64
44 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Tíunda umferðin gaf af sér sextán mörk en næst- um helming þeirra í einum leik. HK-ingar virðist hreinlega ekki hafa burði til að spila á meðal stóru strákanna og ekkert nema 1. deildin blasir við þeim. Fjölnismenn kláruðu þá aftur með úrvals- deildarklassa. 6-1 var niðurstaðan í niðurlægingu Kópavogsliðsins. Gunnar Guðmundssson var rekinn frá hjá HK eftir leikinn en stóll Leifs Garðarssonar er einnig orðinn heitur. Fylkisliðið er heillum horfið og hefur hreinlega ekki spilað vel. Afsökun um uppbyggingarstarfsemi og unga leikmenn er ódýr hjá þjálfaranum. Blikar voru með unga stráka í sínu liði, þeir unnu verðskuldað og sannfærandi. Guðjón Þórðarson virðist ekki vera á réttri leið með ÍA sem er fyrirmunað að vinna leik. Grindavík sýndi karakter í því að vinna á Skagan- um, 2-1. Björgólfur Takefusa hélt áfram að skora og áfram hélt KR hreinu, nú gegn Þrótti og Valsarar unnu þolinmæðisigur á Fram. Keflavík gerði deildinni greiða með því að vinna FH, sigri sem allir fögnuðu nema FH-ingar. Suður- nesjamenn virðast hafa hreðjatak á FH og töfra- mark í uppbótartíma tryggði þeim sætan sigur. 10. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: HK-INGAR Á LEIÐINNI BEINT NIÐUR Keflvíkingar gerðu deildinni greiða TÖLURNAR TALA Flest skot: 20, Valur Flest skot á mark: 11, Fjölnir Fæst skot: 5, Fram Hæsta meðaleink.: 7,33 Fjölnir Lægsta meðaleink.: 3,64 HK Grófasta liðið: 18 brot, Fylkir Prúðasta liðið: 8 brot, Fram og Gri. Flestir áhorf.: Keflavík-FH,1.298 Fæstir áhorf.: Fylkir-Breiðab., 768 Áhorfendur alls: 5.817 > Besti dómarinn: Umferðin var vel dæmd. Fjórir dómarar fengu átta, Garðar Örn Hinriksson í Ár- bænum, Einar Örn Daníelsson á Valbjarnarvelli, Kristinn Jakobsson á Akranesi og Jóhannes Valgeirs- son í Kefl avík. Hinir tveir fengu 7. > Atvik umferðarinnar Fagn Jóhanns Helgasonar. Grindvíkingurinn skoraði sig- urmarkið gegn ÍA með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Markinu fagnaði hann með „vöggufagninu“ en hann eignaðist son fyrr um daginn. > Ummæli umferðarinnar „Við erum að vinna ljótu leikina og það getur verið gríðarlega mikilvægt þegar upp er staðið,“ segir Jónas Guðni Sæv- arsson, leikmaður KR, eftir tæpan 1-0 sigur liðsins á KR. Guðjón Árni Antoníusson Ólafur Páll Snorrason Kenneth Gustafsson Guðjón Baldvinsson Jóhann Berg Guðmundsson Jósef Kristinn Jósefsson Birkir Már Sævarsson Pálmi Rafn Pálmason Ágúst Gylfason Ómar Jóhannsson Gunnar Már Guðmundsson FÓTBOLTI Hinn átján ára gamli Jósef Kristinn Jósefsson er orð- inn mikilvægur hlekkur í liði Grindavíkur. Vinstri bakvörður- inn færði sig á kantinn í leiknum gegn ÍA og skoraði fallegt mark sem jafnaði leikinn í 1-1. Grinda- vík vann svo 2-1. Jósef er leik- maður 10. umferðar Landsbanka- deildarinnar hjá Fréttablaðinu. Hann missti af þremur fyrstu leikjunum í sumar eftir að hafa handarbrotnað í leik með U19 ára landsliði Íslands „Ég vona að ég sé búinn að festa mig í sessi í lið- inu. Það er samt alltaf mikil sam- keppni og hún er bara af hinu góða,“ sagði Jósef sem kýs að spila vinstra megin á vellinum. „Ég held að ég geti ekkert neins staðar annars staðar.“ Jósef vinnur á golfvellinum í Grindavík í sumar og er sjálfur með 12,7 í forgjöf. „Ég er svona þokkalegur,“ segir hann. „Ég næ aðeins að spila golf þegar það er frí frá fótboltanum en það er þó erfitt þegar þreytan er orðin mikil og maður þarfnast hvíldar- innar.“ Jósef á myndband af sér aðeins fjögurra ára gömlum að spila inn- anhússknattspyrnu og spannar ferillinn því þegar fjórtán ár. „Ég get ekki sagt að ég hafi verið að gera góða hluti þá. Ég var enn grennri en ég er núna,“ sagði hinn uppaldni Grindvíkingur. Næst á dagskránni er að styrkja líkamann. „Ég verð að gera það til að eiga einhverja möguleika í þessa kalla,“ segir Jósef kíminn en við- urkennir að það sé erfitt að bæta sig yfir sumartímann. „Það geng- ur upp og ofan. Ég er alltaf að hlaupa eins og vitleysingur og brenni því bara jafn óðum,“ sagði Jósef. „Undanfarin tvö þrjú ár hef ég verið að taka fínum framförum. Það er aðallega af því að ég er farinn að æfa eins og maður og ekki verið að sleppa neinum æfingum,“ sagði Jósef sem nokkrum sinnum hefur farið út á reynslu hjá liðum í Evrópu, meðal annars Twente og AZ Alkmaar í Hollandi. „Það hefur í raun aldrei komið neitt almennilegt út úr því. Ég hef verið að fara þegar tímabilið er búið og maður er orðinn alveg bensínlaus. Maður hefur ekki þetta aukalega sem kannski þarf til að sýna sig,“ sagði Jósef sem er þó ekkert að stressa sig á atvinnumennskunni. Norðurlönd- in gætu þó heillað í framtíðinni. Fyrst ætlar hann að klára skól- ann en hann stundar nám í Fjöl- brautaskóla Suðurlands, með misjöfnum árangri að eigin sögn. „Ég ætla að skipta um braut núna og fara í rafvirkjann. Ég ætla að fara að gera eitthvað af viti,“ sagði Jósef sem er þokkalega sáttur við sína eigin framgöngu í sumar. „En ég vil alltaf meira, og það er nægur tími til þess,“ segir bakvörðurinn sem er einnig nokkuð sáttur við árangur liðs- ins í sumar. Sem fyrr vill hann meira. „Markmiðið er alltaf að gera betur, við erum núna í átt- unda sæti en ætlum auðvitað að fara ofar. Gengið hefur verið ágætt, okkur gengur bara ekki nógu vel á heimavelli. Við höfum tapað fimm heimaleikjum en unnið fjóra útileiki, við þurfum að bæta það. Það hlýtur að koma,“ sagði Jósef Kristinn að lokum. Þjálfari hans, Milan Stefán Jankovic, lýsir honum sem einum efnilegasta leikmanni sem hann hefur þjálfað. „Hann hefur mikinn karakter og hann leggur sig alltaf 100 prósent fram, hvort sem það er á æfing- um eða í leikjum. Það skiptir miklu máli og það vantar kannski hjá fleiri leikmönnum. Hver æfing er eins og leikur fyrir honum,“ sagði Milan Stefán. „Hann ætlar sér langt og atvinnumennskan blasir við honum, það er ekki nokkur spurning. Sérstaklega ef hann heldur áfram á sömu braut. Hann æfir sig aukalega heima í að bæta líkamlegan styrk og hann ætlar sér alltaf meira,“ sagði þjálfarinn. hjalti@frettabladid.is Markmiðið er alltaf að gera betur Jósef Kristinn Jósefsson er leikmaður 10. umferðar hjá Fréttablaðinu. Hann var maður leiksins í sigri Grindavíkur á ÍA. Ungmennalandsliðsmanninum gengur mun betur á vellinum en í námi, að eigin sögn. FÓTBOLTI KR og Valur mætast í stórleik Landsbankadeildar karla í kvöld kl. 20.00 en leikurinn fer fram á KR-vellinum í Frosta- skjóli. KR-ingar hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og klifrað hressilega upp stigatöfluna. Vest- urbæjarliðið státar af fjórum sig- urleikjum í röð í deildinni og liðið hefur enn fremur haldið marki sínu hreinu í þeim leikjum og varn- armaðurinn Grétar Sig- finnur Sigurðarson kvað KR-inga því mæta fulla sjálfstrausts í leik- inn gegn Íslandsmeisturum Vals. „Það er ekkert annað en sigur sem kemur til greina gegn Val. Við erum með mikið sjálfstraust og ætlum bara að byggja á því sem við erum búnir að vera að gera. Það er mikil samstaða innan liðs- ins, sem er reyndar búin að vera til staðar í allt sumar þó svo að ekki hafi gengið neitt sérstaklega vel hjá okkur í upphafi móts. Meg- inmunurinn á okkur í sumar og í fyrra er sá að menn eru farnir að vinna hver fyrir annan og sem eitt lið. Við erum búnir að halda hreinu í fimm af tíu leikjum í deildinni og það er fyrst og fremst varnar- vinna alls liðsins sem er að skila því. Vals- menn eru líka búnir að gera góða hluti undanfar- ið og þetta er því í raun úrslita- leikur fyrir þessi tvö lið, hvað þau ætla sér að gera í framhaldinu. Þetta verður þvílíkur leik- ur og það er kominn tími til að við leggj- um Valsarana að velli þar sem KR vann síðast sum- arið 2005 og þá spilaði ég reyndar með Valsmönnum,“ sagði Grétar Sigfinnur sem á von á því að fólk fjölmenni á völlinn og skapi góða stemningu. Guðmundur Benediktsson, framherji Vals og fyrrverandi leikmaður KR, veit mæta vel hvað er í húfi þegar þessir erkifjend- urnir mætast. „Það hefur verið mikill rígur og mun verða mikill rígur um ókomin ár á milli þessara liða og bæði liðin vita af því. Það er því alltaf gaman að koma og spila á KR-vellinum og við hlökkum til leiksins. KR hefur verið í flottu formi upp á síðkastið og það er ljóst að við verðum að eiga góðan dag til þess að fara með sigur í leiknum. Við unnum góðan sigur gegn Fram í síðasta leik þar sem við spiluðum vel og vonandi getum við tekið þá baráttu og þann anda sem var í liðinu í þeim leik með okkur í Vesturbæinn og þá getur allt gerst,“ sagði Guðmund- ur. - óþ Reykjavíkurliðin KR og Valur hafa lengi eldað grátt silfur og mætast á ný í kvöld í mikilvægum leik: Fornir fjendur mætast í Frostaskjóli EKKERT NEMA SIGUR Grétar telur KR hafa sjálfstraustið og getuna til að taka þrjú stig. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN TILHLÖKKUN Guðmundur Benediktsson, leikmaður Vals og fyrrverandi leikmaður KR, segir að það sé alltaf gaman að spila á KR-vellinum og Valsmenn hlakki mjög til leiksins. FRÉTTALBLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI KR-ingar taka á móti Valsmönnum á KR-vellinum í kvöld en þeir hafa unnið þrjá síðustu heimaleiki sína í Lands- bankadeildinni og enn fremur sex af sjö leikjum sínum á KR- vellinum í sumar. Vinni KR í kvöld þá er þetta í fyrsta sinn síðan sumarið 2003 sem liðið nær að vinna fjóra heimaleiki í röð í deild en þetta yrði jafnframt sjötti heimasigur liðsins í röð í deild og bikar. Það var einmitt sumarið 2002 sem Íslandsbikarinn kom síðast í Vesturbæinn en KR vann þá fimm heimaleiki í röð og sá síðasti af þeim var 4-0 sigur á Fylki í 15. umferð sem lagði grunninn að því að tryggja liðinu titilinn. - óój Sigurganga KR-inga heima: Hafa ekki unn- ið fjóra leiki í röð síðan 2003 FLOTTIR Í FROSTASKJÓLINU Það hefur gengið vel á heimavelli hjá KR í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Lottomatica Roma, sem Jón Arnór Stefánsson leikur með, er í C-riðli Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili. Dregið var í riðlana í gær. Roma er í riðli með Slóveníumeisturum Union Olimpija, Tyrklandsmeisturum Fenerbahce Ulker, Þýskalands- meisturum Alba Berlin, Spánar- meisturum Tau Ceramica og DKV Joventut sem varð í þriðja sæti spænsku deildarinnar á síðasta tímabili og varð auk þess ULEB meistari. ULEB-keppnin er nokkurs konar önnur deild Evrópukeppna. Roma tapaði í úrslitum um Ítalíumeistaratitilinn fyrir Montepaschi Siena. - hþh Jón Arnór í Meistaradeildinni: Í krefjandi meistarariðli JÓN ARNÓR Á mjög erfitt verkefni fyrir höndum með félögum sínum í Lottom- atica. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓÓJ ÖFLUGUR Jósef er átján ára en verður nítján fljótlega. Hann er meðal efnilegustu bakvarða landsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M sport@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.