Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 34
 10. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● suðurland Götuleikhúsið í Árborg hefur verið starfrækt í fimm ár og nýtur vaxandi vinsælda. Aldrei hafa borist jafn margar umsóknir og í ár. „Okkar vinna snýst um að gleðja augað og lífga upp á sumarið,“ segir Halla Dröfn Jónsdóttir, sem stjórnað hefur Götuleikhúsinu í Árborg undanfarin ár. Leik- húsið er opið öllum áttundu bekkingum á svæðinu en aðeins tólf krakkar komast að ár hvert. „Fyrsta árið fékk ég akkúrat tólf umsóknir en í ár voru þær þrjá- tíu talsins. Þetta er því að aukast í vinsældum enda vita krakkarnir meira að hverju þau ganga þar sem reynsla er komin á starfið.“ Starfið stendur yfir í fjórar vikur og fer fyrsta vikan í undirbúning. „Krakkarnir þurfa ekki að vera sérfræðingar í efninu heldur bara hafa áhuga, vilja og viðleitni, og þora að koma fram í búningum. Atrið- in sem við gerum eru leik-, söng- eða danstengd og vil ég að krakkarnir séu sjálfstæðir í sköpunarvinn- unni; þeir eiga að koma með hugmyndirnar sjálfir og skapa atriðin sem þeir sýna,“ segir Halla en bætir við að hún fínpússi síðan verkið og útfæri svo það skili sér almennilega. Krakkarnir sjá sjálfir um búningahönnun og málningu og segir Halla þau hafa komið sér í opna skjöldu. „Fyrst var ég svolítið stressuð yfir því að láta þau gera þetta sjálf, en ég hef ekkert þurft að biðja um fjármagn fyrir búningum því þetta hefur komið svo vel út og setur karakter í atriðin.“ Atriðin eru af ýmsum toga: leikþættir, söngatriði, danssýningar og samsöngur, og eru þau sýnd í þrjár vikur á ýmsum stöðum. „Fyrsta árið sýndum við að- allega á götunni en krakkarnir urðu þreyttir á því. Það var ekki nógu mikil áskorun. Mér fannst að það yrði að vera aðeins meiri vinna í þessu enda fá krakk- arnir borgað fyrir starfið svo núna förum við einn- ig í alla leikskólana í Árborg, elliheimilin, dagvistun aldraðra og vinnustofu fatlaðra,“ segir hún og bætir því við að þeim sé alls staðar mjög vel tekið. „Fólki finnst sumarið ekki vera komið fyrr en við komum í heimsókn.“ Halla segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil vinna fer í Götuleikhúsið. „Þetta krefst mikill- ar skipulagningar. Það myndi ekki þýða neitt að fara bara í búninga og fíflast úti á götu, það myndi alveg missa marks. Ég held ég hafi lært ýmislegt sjálf á þessu og mér er farið að þykja mjög vænt um Götu- leikhúsið.“ - mþþ Sumarið kemur ekki fyrr en með Götuleikhúsinu Tólk krakkar fá að taka þátt í Götuleikhúsinu í Árborg ár hvert. Aldrei hafa fleiri umsóknir borist heldur en í sumar. MYND/GÖTULEIKHÚSIÐ Fyrir stuttu var opnuð ný heima- síða með reiðleiðum í Rangár- vallasýslu, sem er á slóðinni www. hmfgeysir.is. Á síðunni má nú meðal annars finna 143 reiðleiðir um sýsluna. Heimasíðan er afrakstur sam- starfsverkefnis sveitarfélaga, hestamannafélagsins Geysis, hestamanna, ferðaþjónustuaðila, landeigenda og annarra atvinnu- rekenda í Rangárvallasýslu. Verk- efnið hét „Reiðleiðir og þjónusta í Rangárvallasýslu“ og hlaut styrk frá Vaxtarsamningi Suðurlands í febrúar á þessu ári. Markmið verkefnisins er að stuðla að samstöðu meðal at- vinnurekenda, landeigenda, íbúa og gesta svæðisins og standa að frekari uppbyggingu atvinnuvega þess. En hagsmunaaðilar í Rang- árvallasýslu tóku höndum saman og vinna nú að því að gera reið- leiðir og þjónustu við hestamenn sýnilegri. Að sögn Þuríðar Aradóttur, markaðs- og kynningarfulltrúa Rangárþings eystra, er vefurinn enn í þróun. Þar sé að finna reið- leiðir í sýslunni með leiðarlýsing- um en síðar meir verði bætt við upplýsingum um hugsanlega þjón- usta við hestamenn á svæðinu. - mmf Reiðleiðir á netinu Síðan www.hmfgeysir.is var nýlega opnuð með reiðleiðum í Rangárvalla- sýslu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hægt verður að njóta útivistar og hlusta á guðsorð úti í náttúrunni dagana 19. til 20. júlí en þá verður gengin pílagrímsganga frá Þing- völlum að Skálholti. Áhugasamir ferðalangar skulu mæta í Þingvallakirkju þar sem gangan hefst klukkan 10 á laugar- dagsmorgun. Staðarprestur Þing- vallakirkju blessar ferðina og svo verður gengið með hléum yfir að Laugarvatni og hlýtt á frásagn- ir og bænir á leiðinni. Að kvöldi fyrsta göngudags verður sunginn kvöldsöngur við Vígðulaug á Laug- arvatni og hægt að fara í gufu og heitan pott. Gist veður um nóttina í svefnpokaplássi á Edduhótelinu á Laugarvatni gegn vægu gjaldi. Göngunni verður haldið áfram um sunnudagsmorgun. Lagt verð- ur af stað klukkan 10 frá Neðra- Apavatni og er áætlað að ná í há- tíðarmessu í Skálholti klukkan 14. Göngustjórar í ferðinni verða Pétur Pétursson prófessor og Björn Erlingsson. - rat Guðsorð í náttúrunni Lagt verður af stað frá Þingvallakirkju og gengið yfir í Skálholt. Fram undan Reynisfjalli, nálægt Vík í Mýrdal, rísa tveir drangar úr sjó sem kallast Reynisdrangar. Þeir standa suðvestur af Vík og sjást mjög vel frá henni. Eins og með marga sérkennilega lagaða kletta og björg á Ís- landi tengist þessum dröngum áhugaverð þjóðsaga. Hún að segir að Reynisdrangar hafi myndast þegar tvö tröll voru að draga skip með þremur möstrum að landi. Þegar birta tók af degi urðu tröllin tvö að steini, eins og oft vill verða í íslenskum þjóðsögum. Svokölluð möstur skipanna sjást vel frá Vík og er hæsti drang- urinn um 66 metrar á hæð. Hann kallast Langsamur og minnir á þrímastrað skip. Fastur við hann er Landdrangur og þriðji drang- inn er annað hvort nefndur Háidrangur eða Skessudrangur. Hægt er að sigla í kring um Reynisdranga með Dyrhólaeyjar- ferðum þegar óskað er eftir því til að skoða náttúrufegurðina. Sjá www.dyrholaey.com. - mmf Tröll draga skip Reynisdrangar við Vík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við erum voða ánægð og bjart- sýn,“ segir Anna Árnadóttir, dóttir Árna Valdimarssonar at- hafnamanns, sem hefur ásamt fjölskyldu sinni opnað menning- armiðstöð í Gónhóli, gamla hrað- frystihúsinu á Eyrarbakka. Hann keypti húsið þegar hann stóð á sjötugu og er með ýmsa starfsemi þar. „Þetta er mikið pláss, ein- hverjir 3000 fermetrar. Svo það býður upp á marga möguleika,“ segir Anna. Komið hefur verið upp mark- aði sem opinn er allar helgar frá klukkan 13 til 17. Þar ríkir Kola- portastemning með litríkum sölu- básum, svo sem síldartunnum. „Þetta er lifandi og skemmtilegur markaður. Mikið er af handverks- fólki bæði héðan og úr Reykja- vík. Kvenfélagið á Selfossi seldi til dæmis heimabakaðan mat um síðustu helgi. Síðan erum við með Barnasmiðju þar sem börn mála og lita og setja sjálf upp mynd- listasýningar. Þau selja síðan myndirnar og sum gefa peninginn til góðgerðasamtaka.“ Fleira er þó í frystihúsinu en markaður. „Mamma er með kaffi- hús og gistingu en fjórar hótel- íbúðir eru á staðnum. Svo erum við með fornbíla og bjóðum fólki á rúntinn. Einnig er hægt að leigja sér báta ef fólk vill,“ segir Anna. Markaðurinn verður opinn út september og er von á kartöflu- bændunum í haust. Síðan verður mögulega jólamarkaður haldinn í húsinu í desember. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel frá því við opnuðum í maí. Það kom smá lægð í kringum jarðskjálftann en starf- semin er komin á fullt aftur.“ -mþþ Hraðfrystihúsi breytt í markað Gestum býðst að fara í rúnt um bæinn á fornbílum. MYND/SUDURGLUGGINN.IS Í Gónhóli er ýmiss konar starfsemi svo sem kaffihús, hótel, markaður, lista- verkasýningar og barnasmiðja. MYND/ANNA ÁRNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.