Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 56
36 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Í OK-tímaritinu breska segist leikkonan Sigourney Weaver alveg vera til í að leika kvenhetjuna Ellen Ripley í enn einni Alien- myndinni. „Ég myndi alveg pottþétt gera það ef Ridley Scott, eða einhver álíka fær leikstjóri, myndi gera myndina og ef hugmyndin væri góð,“ sagði hún og bætti við að Ridley væri líka alveg til í slaginn. Sigourney var þrítug þegar fyrsta Alien- myndin var gerð árið 1979. Svo kom Aliens árið 1986, Alien 3 árið 1992 og Alien: Resurrection árið 1997. Sigourney segir að hún geti léttilega tekið að sér svona hlutverk, rétt eins og Harrison Ford og Sylvester Stallone sem léku Indian Jones, Rocky og Rambo á sjötugsaldrinum. Sigourney verður 59 ára í október, Stallone er nýorðinn 62 ára og Harrison Ford verður 66 ára á sunnudaginn. Tvær nýjar myndir koma í bíó í þessari viku, grín- mynd með Eddie Murphy og rómantísk gamanmynd með Abba-lögum byggð á söngleiknum Mamma Mia. Eins og vaninn er með bíómyndir nú til dags er Ísland meðal fyrstu landa til að sýna myndirnar. Meet Dave verður frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun en Mamma Mia ekki fyrr en á miðvikudaginn. Eddie innan í Eddie Eddie Murphy-myndin heitir Meet Dave og er leikstýrð af Brian Robbins. Hann leikstýrði einmitt Eddie í Norbit í fyrra. Meet Dave er grínvísindaskáld- saga og fjallar um örvæntingar- fullt flóttafólk utan úr geimnum sem þvælist til jarðarinnar í leit að framtíðarlausn á sínum málum. Geimverurnar, sem eru mennsk- ar í útliti en á stærð við kakka- lakka, lenda geimfarinu sínu í New York. Til að passa sem best í mannhafið hafast geimverurnar við innan í geimfari sem lítur út eins og Eddie Murphy í hvítum jakkafötum. Eddie leikur því bæði „geimfarið“ og geimveru- foringjann, innan í „sjálfum sér“. Geimbúarnir lenda í allskonar ævintýrum áður en geimverufor- inginn verður ástfanginn af jarðn- eskri konu. Þá flækjast fyrst málin með afdrifaríkum afleið- ingum. Feðrun á eyju Söngleikurinn Mamma Mia, sem byggður er á Abba-lögum, er með vinsælustu söngleikjum sögunnar. Hann var frumsýndur í London árið 1999, en hefur síðan verið settur upp í 170 borgum og á átta tungumálum. Söngleikinn hafa nú séð um þrjátíu milljónir manna. Konurnar þrjár sem gerðu söng- leikinn endurtaka nú hlutverk sín í myndinni, Catherine Johnson skrifar handritið, Phyllida Lloyd leikstýrir og Judy Craymer fram- leiðir. Þessi rómantíska gamanmynd er hlaðin stjörnum og rúmlega það. Brúðkaup hinnar tuttugu ára Sophie stendur fyrir dyrum á grískri eyju. Hún veit ekki hver pabbi hennar er en vill ólm kom- ast að því og helst ljóstra upp leyndarmálinu við altarið. Hún hnýsist því í gamlar dagbækur móður sinnar og kemst að því að þrír karlar koma til greina sem pabbi sinn. Stelpan er ekkert að tvínóna við þetta og lokkar karl- ana þrjá á eyjuna til að komast að leyndarmálinu. Amanda Seyfried leikur Sophie, en móður hennar leikur sjálf Meryl Streep. Karlarnir þrír eru leiknir af velsnyrtum náungum sem áður hafa sést í svipuðum myndum. Fyrrverandi Bondinn Pierce Brosnan leikur bandarísk- an arkitekt, Colin Firth leikur breskan bankamann og Stellan Skarsgård leikur sænskan rithöf- und. Svo er bara að hlusta á Abba- lögin og bíða í ofvæni eftir því að fá að vita hver pabbinn er. Geimskipið Eddie og Abba á grískri eyju Íslandsvinurinn og svallarinn Quentin Tarantino er eins og vana- lega með mörg járn í eldinum. Hann hefur áhuga á að endurgera költmyndina Faster, Pussycat! Kill! Kill! sem brjóstaáhugamað- urinn Russ Meyer gerði fyrir all- löngu. Myndin fjallar um kvenna- gengi sem lúskrar á karlgörmum í eyðimörk. Slúðurblöðin segja að Quentin hafi boðið klámleikkon- unni Teru Patrick að leika aðal- hlutverkið sem hin bústna Tura Satana lék upphaflega. Fyrst á dagskrá Quentins er þó myndin Inglorious Bastards. Tökur hefjast í Evrópu í október og stefnt er að því að koma mynd- inni á Cannes-hátíðina í maí á næsta ári. Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni og Quentin mun hafa haft myndina „Dirty Dozen“ í huga þegar hann skrifaði handrit- ið. Nafn Brads Pitt hefur heyrst í tengslum við Inglorious Bastards, en fastamenn í liði Quentins, þeir Tim Roth og Michael Madsen, eru báðir fastir í hendi. Stríðsmynd Tarantinos Mikil leynd hvílir yfir Tinna-trílógíu Stevens Spielberg. Hann keypti kvik- myndaréttinn árið 2002 og hefur verið að velta þessu fyrir sér síðan. Þó er á hreinu að Peter Jackson mun leikstýra myndun- um á móti Spielberg og Steve Moffat skrifa handritið upp úr sögum Hergés. Sá hefur aðallega fengist við sjónvarps- þáttagerð til þessa, skrifaði meðal annars fyrir þættina Jackyll og Doctor Who. Tölvutæknin verður notuð til hins ítrasta við gerð myndanna enda hefur Spielberg látið hafa eftir sér að hinar snjöllu teiknimyndabækur Hergés muni aldrei njóta sín til fulls sem leiknar bíómyndir. Þótt stefnt sé að sýningu fyrstu Tinna- myndarinnar á næsta ári – og svo á að sýna eina á ári 2010 og 2011 – hefur ekki verið uppgefið hvaða þrjár sögur verða teknar fyrir. Ekki hefur heldur verið staðfest hvaða leikarar leika í myndunum en margir hafa verið nefndir. Nú eru þeir Andy Serkis og Thomas Sangster helst orðaðir við hlutverk kafteinsins og Tinna. Andy lék Gollum í Hringadróttinssögum Peters Jacksons en Thomas, sem varð átján ára í maí, hefur verið lengi að og meðal annars leikið í myndunum Nanny McPhee og Love Actually. Leynd yfir Tinna-myndum SMÁNARLEGIR DRULLUSOKKAR Næstir á teikniborði Tarantinos. GEIMVERAN DAVE Á GEIMSKIPINU DAVE Eddie lendir í New York og verður ástfanginn. JÁ EN MAMMA, HVER ER PABBI MINN? Meryl Streep og Amanda Seyfried í hlutverkum sínum í Mamma Mia. HETJAN Í ALIENS-MYNDUNUM Sigourney Weaver er alveg til í meira geimskrímslafjör. Alveg til í Alien 5 ERU ÞETTA TINNI OG KOL- BEINN KAFTEINN? Thomas Sangster og Andy Serkis leika kannski í Tinnamyndunum. > ENGAN ROBIN, TAKK! Allt útlit er fyrir að nýja Batman- myndin, The Dark Knight, verði ein af aðalmyndum sumarsins. Þetta er önnur myndin þar sem Christian Bale leikur Leður- blökumanninn og hann er alveg til í fleiri. Með einum fyrirvara samt: Hann mun neita að mæta í vinnuna ef stráklingurinn Robin verður skrifaður inn í handritið. V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p av o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e yt ið . HVER VINNUR! 9. SENDU SMS BTC KFP Á NÚMERIÐ 1900 VINNINGAR: BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI, DVD MYNDIR OG FLEIRA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.