Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 60
40 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > STRAX Í BLÖÐIN Ekki eru nema nokkrar vikur liðnar síðan hin 17 ára Jamie Lynn Spears, systir Britney Spears, eignað- ist fyrsta barn sitt. Þær mæðgur prýða forsíðu bandaríska tíma- ritsins OK! og í meðfylgjandi við- tali er farið ítarlega yfir fæðing- una og fyrstu daga litlu Spears sem móður. Sem betur fer er það upplýst að allt hefur gengið vel, barnið er heilbrigt og veldur móðurinni ekki miklum óþæg- indum. Heyrst hefur að unglingsdóttir söngvarans Stings og dóphaus- inn Pete Doherty séu nú mestu mátar. Pete og Coco kynntust fyrir stuttu á djassbar og samkvæmt sjónarvottum voru þau óaðskiljanleg á nýyfirstað- inni Glastonbury-hátíð. Þeir sem til þekkja segja að Pete sé einnig að aðstoða Coco við tónsmíðar. Væri stúlkunni ekki nær að fá ráðlegging- ar hvað það varðar hjá föður sínum? Sting er að vonum mjög ósáttur við þennan nýja vin dóttur sinnar. Pete eignast nýja vinkonu Vinnuskólinn heldur sumarhátíð sína á Miklatúni frá klukkan 11-14 í dag. Þar kennir ýmissa grasa, svo sem tískusýningar vinnuhóps sem hannar föt í samstarfi við Rauða krossinn, stuttmyndar og tónlistarmyndbands auk hinna hefðbundnu íþróttaviðburða. Þá prufa nemendur að tefla við leiðbeinendur sína sem taflmenn og þær þrjár hljómsveitir sem komust áfram í keppni Vinnuskól- ans munu spila. Öllu lýkur svo með því að Páll Óskar syngur fyrir hátíðargesti. Þemað í ár er „Gerðu það sjálfur“. „Það vitnar til þess að krakkar vilja vera sjálfstæðari í dag og að það búi miklu meira í þeim en fólk vill halda,“ segir Védís Hervör Árnadóttir umsjón- armaður. Skapandi vinnuhópum hefur fjölgað en auk ofantalinna hópa má nefna fjöllistahóp, leiklistarhóp og hóp sem lærir um rekstur fyrirtækja. Þessir hópar allir starfa innan Vinnuskólans í sumar. - kbs Sumarhátíð Söngvarinn Þór Breiðfjörð Krist- insson mun á næstu dögum halda ferna tónleika hér á landi. Á tón- leikunum mun Þór taka fræg söngleikjalög, en þetta er í fyrsta sinn sem hann heldur slíka tón- leika hér á Íslandi. Þór flutti til London árið 1996 og nam þar söng og hefur verið búsettur í borginni þar til nýlega þegar hann flutti ásamt eiginkonu sinni og syni til Nova Scotia í Kanada. „Við fjölskyldan ákváðum að breyta svolítið til og skipta um umhverfi. Við keyptum nokkra hektara hér í Nova Scotia og þetta er sannkallað ævintýraland. Ég er að vinna hér að nýrri plötu sem verður popp/rokk plata og mun koma út fyrir jól,“ segir Þór. Þór er gamalreyndur söngvari og hefur meðal annars sungið í fjölda söngleikja í West End í London en hér heima lék hann meðal annars í Hárinu og Jesús Kristi Súperstar. „Ég hef ekki haldið svona söngleikjatónleika hér áður og því finnst mér þessir tónleikar löngu orðnir tímabær- ir,“ segir Þór um fyrirhugaða tón- leika en hann mun syngja lög úr söngleikjum á borð við Vesaling- ana, South Pacific og My Fair Lady. Þór söng nýverið á góð- gerðartónleikum í Nova Scotia og rokseldist á tónleikana sem fóru fram fyrir fullu húsi. Þór mun halda eina tónleika hér í Reykja- vík og verða þeir í Iðnó í kvöld og hefjast klukkan 21.00. Hinir tón- leikarnir verða á Akureyri og Hvammstanga í næstu viku en hægt er að fá nánari upplýsingar um þá á heimasíðu söngvarans www.thorkristinsson.com. - sm Söng í West End í London SNÝR AFTUR HEIM Þór Breiðfjörð Krist- insson nýtur náttúrunnar í Kanada. Tónlistarkonan Emilíana Torrini stimplaði sig endanlega inn með plötunni Fisherman’s Woman, sem kom út í ársbyrjun 2005. Nú er loksins búið að tilkynna að næsta plata sé á leiðinni, hún mun heita Me and Armini og kemur út 8. september. Enn á ný vinnur Emilíana með hljóðvirkjanum Dan Carey. Hann hljóðvann síðustu plötu Emilíönu, auk þess að semja með henni lög, bæði á síðustu plötu sem og lögin „Slow“, sem Kylie Minogue flutti á vinsælda- listana, og „Gollum‘s Song“, sem var í einni Lord of the Rings-myndinni. Dan hefur komið víða við, var með puttana á síðustu Hot Chip-plötu og vinnur nú með hljómsveitinni Franz Ferdinand, sem er að gera nýja plötu. Í fréttatilkynningu frá Rough Trade, útgáfufyrirtæki Emilíönu, segir að nýja platan sé metnaðarfull og fjölbreytt poppplata þar sem rödd Emilíönu sé í forsæti. Nú má heyra titillagið, „Me and Armini“, á Myspace-síðu Emilíönu. Lagið er fyrsta smáskífa plötunnar, létt popp- reggí sem venst vel. Í kjölfar útgáf- unnar mun Emilíana leggjast í tónleikaferðir. - glh Loksins nýtt frá Emilíönu NÝ PLATA EFTIR LANGA BIÐ Emilíana Torrini syngur um einhvern Armini. KAREN MILLEN Kringlunni og Smáralind NÝTT KORTATÍMABIL NÝTT KORTATÍMABIL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.