Fréttablaðið - 10.07.2008, Síða 60

Fréttablaðið - 10.07.2008, Síða 60
40 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > STRAX Í BLÖÐIN Ekki eru nema nokkrar vikur liðnar síðan hin 17 ára Jamie Lynn Spears, systir Britney Spears, eignað- ist fyrsta barn sitt. Þær mæðgur prýða forsíðu bandaríska tíma- ritsins OK! og í meðfylgjandi við- tali er farið ítarlega yfir fæðing- una og fyrstu daga litlu Spears sem móður. Sem betur fer er það upplýst að allt hefur gengið vel, barnið er heilbrigt og veldur móðurinni ekki miklum óþæg- indum. Heyrst hefur að unglingsdóttir söngvarans Stings og dóphaus- inn Pete Doherty séu nú mestu mátar. Pete og Coco kynntust fyrir stuttu á djassbar og samkvæmt sjónarvottum voru þau óaðskiljanleg á nýyfirstað- inni Glastonbury-hátíð. Þeir sem til þekkja segja að Pete sé einnig að aðstoða Coco við tónsmíðar. Væri stúlkunni ekki nær að fá ráðlegging- ar hvað það varðar hjá föður sínum? Sting er að vonum mjög ósáttur við þennan nýja vin dóttur sinnar. Pete eignast nýja vinkonu Vinnuskólinn heldur sumarhátíð sína á Miklatúni frá klukkan 11-14 í dag. Þar kennir ýmissa grasa, svo sem tískusýningar vinnuhóps sem hannar föt í samstarfi við Rauða krossinn, stuttmyndar og tónlistarmyndbands auk hinna hefðbundnu íþróttaviðburða. Þá prufa nemendur að tefla við leiðbeinendur sína sem taflmenn og þær þrjár hljómsveitir sem komust áfram í keppni Vinnuskól- ans munu spila. Öllu lýkur svo með því að Páll Óskar syngur fyrir hátíðargesti. Þemað í ár er „Gerðu það sjálfur“. „Það vitnar til þess að krakkar vilja vera sjálfstæðari í dag og að það búi miklu meira í þeim en fólk vill halda,“ segir Védís Hervör Árnadóttir umsjón- armaður. Skapandi vinnuhópum hefur fjölgað en auk ofantalinna hópa má nefna fjöllistahóp, leiklistarhóp og hóp sem lærir um rekstur fyrirtækja. Þessir hópar allir starfa innan Vinnuskólans í sumar. - kbs Sumarhátíð Söngvarinn Þór Breiðfjörð Krist- insson mun á næstu dögum halda ferna tónleika hér á landi. Á tón- leikunum mun Þór taka fræg söngleikjalög, en þetta er í fyrsta sinn sem hann heldur slíka tón- leika hér á Íslandi. Þór flutti til London árið 1996 og nam þar söng og hefur verið búsettur í borginni þar til nýlega þegar hann flutti ásamt eiginkonu sinni og syni til Nova Scotia í Kanada. „Við fjölskyldan ákváðum að breyta svolítið til og skipta um umhverfi. Við keyptum nokkra hektara hér í Nova Scotia og þetta er sannkallað ævintýraland. Ég er að vinna hér að nýrri plötu sem verður popp/rokk plata og mun koma út fyrir jól,“ segir Þór. Þór er gamalreyndur söngvari og hefur meðal annars sungið í fjölda söngleikja í West End í London en hér heima lék hann meðal annars í Hárinu og Jesús Kristi Súperstar. „Ég hef ekki haldið svona söngleikjatónleika hér áður og því finnst mér þessir tónleikar löngu orðnir tímabær- ir,“ segir Þór um fyrirhugaða tón- leika en hann mun syngja lög úr söngleikjum á borð við Vesaling- ana, South Pacific og My Fair Lady. Þór söng nýverið á góð- gerðartónleikum í Nova Scotia og rokseldist á tónleikana sem fóru fram fyrir fullu húsi. Þór mun halda eina tónleika hér í Reykja- vík og verða þeir í Iðnó í kvöld og hefjast klukkan 21.00. Hinir tón- leikarnir verða á Akureyri og Hvammstanga í næstu viku en hægt er að fá nánari upplýsingar um þá á heimasíðu söngvarans www.thorkristinsson.com. - sm Söng í West End í London SNÝR AFTUR HEIM Þór Breiðfjörð Krist- insson nýtur náttúrunnar í Kanada. Tónlistarkonan Emilíana Torrini stimplaði sig endanlega inn með plötunni Fisherman’s Woman, sem kom út í ársbyrjun 2005. Nú er loksins búið að tilkynna að næsta plata sé á leiðinni, hún mun heita Me and Armini og kemur út 8. september. Enn á ný vinnur Emilíana með hljóðvirkjanum Dan Carey. Hann hljóðvann síðustu plötu Emilíönu, auk þess að semja með henni lög, bæði á síðustu plötu sem og lögin „Slow“, sem Kylie Minogue flutti á vinsælda- listana, og „Gollum‘s Song“, sem var í einni Lord of the Rings-myndinni. Dan hefur komið víða við, var með puttana á síðustu Hot Chip-plötu og vinnur nú með hljómsveitinni Franz Ferdinand, sem er að gera nýja plötu. Í fréttatilkynningu frá Rough Trade, útgáfufyrirtæki Emilíönu, segir að nýja platan sé metnaðarfull og fjölbreytt poppplata þar sem rödd Emilíönu sé í forsæti. Nú má heyra titillagið, „Me and Armini“, á Myspace-síðu Emilíönu. Lagið er fyrsta smáskífa plötunnar, létt popp- reggí sem venst vel. Í kjölfar útgáf- unnar mun Emilíana leggjast í tónleikaferðir. - glh Loksins nýtt frá Emilíönu NÝ PLATA EFTIR LANGA BIÐ Emilíana Torrini syngur um einhvern Armini. KAREN MILLEN Kringlunni og Smáralind NÝTT KORTATÍMABIL NÝTT KORTATÍMABIL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.